Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. „Það hrúguðust allir á brettið“
2. Kalt kranavatn ekki í boði
3. Komust ekki til útlanda í morgun
4. Grímuklæddur maður í lyftunni
Fjórði Billy-drengurinn bætist við í
kvöld þegar Bjarni Kristbjörnsson
þreytir frumraun sína í aðalhlutverk-
inu í söngleiknum Billy Elliot hjá
Borgarleikhúsinu. Bjarni hefur farið
með hlutverk Michaels, vinar Billys,
frá frumsýningu, en fór fljótlega í
þjálfun fyrir titilhlutverkið.
Fjórði Billy-drengur
frumsýnir í kvöld
Árviss rithöf-
undalest fer um
Austurland um
helgina. Meðal
höfunda sem lesa
úr nýjum verkum
sínum eru Iðunn
Steinsdóttir, Jón
Gnarr og Kristín
Helga Gunnarsdóttir. Auk þess verða
með í för austfirskir höfundar og
þýðendur. Í dag kl. 14 verður lesið
upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal og kl.
20.30 í kvöld í Skaftfelli á Seyðis-
firði. Á morgun kl. 14 verða þeir í
Safnahúsinu í Neskaupstað.
Rithöfundalest fer
um Austurland
Bjarni Gunnarsson hlýtur Ísnálina
2015 fyrir þýðingu sína á bókinni Blóð
í snjónum eftir Jo Nesbø. Í niðurstöðu
dómnefndar segir m.a.: „Ljóðræn og
yfirlætislaus frásögn af einmana og
umkomulausum morðingja skilar sér
einkar vel í vandaðri þýð-
ingu Bjarna.“ Dómnefnd
skipuðu Katrín Jakobs-
dóttir, Kolbrún Berg-
þórsdóttir, Magnea J.
Matthíasdóttir, Quent-
in Bates og Ragn-
ar Jónasson.
Bjarni Gunnarsson
hlýtur Ísnálina 2015
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og snjókoma eða él fyrir norðan. Hægari og úr-
komulítið syðra, en sums staðar él suðaustanlands. Frost 2-12 stig, kaldast í innsveitum.
Á sunnudag Norðan og norðaustan 10-18 m/s norðantil og snjókoma eða él, en hægari
vindur og yfirleitt þurrt fyrir sunnan. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag Norðlæg átt, 5-10 m/s fyrir norðan og dálítil él á annesjum, en hægari vind-
ur og bjartviðri sunnantil. Áfram kalt í veðri.
„Ég viðurkenni fúslega að ég hefði al-
veg viljað mæta Barcelona, Brescia
eða Slavia Prag,“ sagði landsliðs-
konan Sara Björk Gunnarsdóttir við
Morgunblaðið en lið hennar, sænska
meistaraliðið Rosengård, dróst á
móti Evrópumeisturum Frankfurt í
átta liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu. Sigurliðið mæt-
ir svo Wolfsburg eða Brescia. »4
Sara mætir Evrópu-
meisturunum
Eyjamenn urðu að sætta sig
við tveggja marka tap,
28:26, fyrir portúgalska lið-
inu Benfica í fyrri leik lið-
anna í 3. umferð Áskor-
endabikarsins í
handknattleik en liðin átt-
ust við í Lissabon í Portúgal
í gærkvöld. ÍBV var yfir stór-
an hluta leiksins en liðið gaf
eftir á lokakaflanum. Liðin
eigast aftur við á sama stað
í kvöld. »3
ÍBV gaf eftir á
lokakaflanum
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Þetta er skemmtilegt ferðalag að
leggja upp í á hverju ári. Ég er hætt
að leika svona opinberar sýningar
eins og verður í Sólheimasafni. Ég
kemst bara ekki yfir meira,“ segir
Þórdís Arnljótsdóttir en frá 1989 hef-
ur hún skemmt börnum með sýningu
sinni Grýla og jólasveinarnir í skólum
og leikskólum. Eina opna sýning
hennar verður í dag kl. 13 í Sól-
heimasafni í Sólheimum 27.
Fyrir jólamánuðinn 1989 var Þór-
dís ekki að vinna sem leikari og ákvað
að sjóða saman þessa sýningu úr
mörgum jólaævintýrum. Nú, 26 árum
síðar, tekur hún sér frí í mánuð frá
sinni vinnu, sem fréttamaður á RÚV,
og ferðast með leiksýninguna. Sýn-
ingin kemst fyrir í einni ferðatösku og
þess vegna heitir leikhúsið Leikhús í
tösku.
Markmiðið er að gleðja og fræða
börnin um Grýlu og jólasveinana en
börnin taka virkan þátt í sýningunni.
Þar leiðir gömul kona litla stúlku,
Björt, í leikferð með jólasveinunum
og Grýlu. Gamlar vísur um Grýlu,
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötl-
um og fleiri vísur eru leiknar og
sungnar en Þórdís leikur allar per-
sónurnar. „Ég ætlaði að gera þetta
ein jól þegar ég var ekki að vinna en
svo var svo mikil eftirspurn að ég gat
ekki hætt. Sumir leikskólar panta
sýninguna á hverju ári.“
Sýning sem er aldrei eins
Börnin verða ekki hrædd á sýning-
unni og þannig gefa þau sjálf Þórdísi
leyfi til að setja á sig Grýlunefið. Í
lokin syngja svo allir saman við
kertaljós. „Sýningin er aldrei
eins því áhorfendurnir eru svo
misjafnir, stundum eru þeir mjög
ungir og þá þarf ég að gera Grýlu
mjög væga en þeir eru líka upp í
þriðja bekk og þá gef ég aðeins
meira í. Er aðeins hræðilegri,“ seg-
ir hún og glottir.
Þórdís byrjar sýninguna sem hún
sjálf og setur á sig Grýlunefið með
leyfi barnanna. „Ég er ekki með nefið
á mér nema í u.þ.b. tvær mínútur en
sýningin í heild er um 35 mínútur.
Þau verða að samþykkja að þetta sé
ekki alvöru nef.“
Grýla er ekki góð
Aðspurð hvort hennar Grýla sé góð
er svarið afdráttarlaust: „Nei. Hún er
í þeirri útgáfu sem hentar ungum
börnum. Ég er ekki mikið að tala um
að hún sé að borða óþekk börn. Hún,
ásamt jólasveinunum, er svolítið vit-
laus sem börnum finnst fyndið en hún
er ekki ill í sýningunni. Stundum er
hún óhugnanleg en það þarf lítið til að
hræða börn. Grýla er ekki góð en mín
hentar vel fyrir þennan aldurshóp.“
Börnin verða að samþykkja nefið
Þórdís Arnljóts-
dóttir hræðir eng-
in börn sem Grýla
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Grýlufjör Þórdís leikur öll hlutverkin í sýningu sinni Grýla og jólasveinarnir en jólaferðalag hennar með sýninguna
tekur um mánuð. Hér er hún í miðri sýningu í leikskólanum Vinaminni í Breiðholti þar sem fjörið var mikið.
„Það eru margir hræddir við
þetta nef,“ segir Þórdís en
fyrstu börnin sem sáu sýn-
inguna árið 1989 eru sum
hver komin með börn sem
sjá svo sýninguna og upp-
lifa sömu hræðslu og önn-
ur börn gagnvart Grýlu.
„Einu sinni hitti ég
strák sem var að vinna
í leikskóla hér í
Reykjavík, hann
hefur verið um 25 ára aldurinn.
Hann kom til mín eftir sýninguna og
spurði hvort ég hefði verið lengi
með þessa sýningu. Já, svaraði ég.
Þá sagði hann mér að hann hefði
munað eftir nefinu því hann hafði
séð sýninguna sem barn í leikskóla.
Mundi vel eftir nefinu. Nú var hann
orðinn starfsmaður í leikskóla og
upplifði smá fortíðarótta þegar ég
tók fram nefið,“ segir Þórdís og
hlær.
Margir þekkja Grýlunefið
SÝNINGIN VEKUR LJÚFSÁRAR MINNINGAR
„Ef vel gengur gæti ég þurft að taka
ákvörðun, þegar fjórir mánuðir eru
liðnir, um það hvort ég fari á fullt eða
bíði aðeins lengur. Það fer svolítið
eftir aðstæðum hjá liðinu og fleiru.
Ég vonast til þess að vera alla vega í
þeirri aðstöðu þegar fjórir mánuðir
eru liðnir frá aðgerð,“ segir Hannes
Þór Halldórsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, sem er á
góðum bata-
vegi eftir
uppskurð á
öxl. »1
Vonast til að þurfa að
taka ákvörðun