Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Rússar unnu tvöfaldan sigurá Evrópumótinu í skáksem lauk í Laugardalshöllum síðustu helgi. Undan- farin ár hefur rússneskum liðum gengið allt annað en vel í flokka- keppnum og hafa þau margoft mátt sjá á eftir gullinu í greipar annarra þjóða. Armenar hafa verið aðsóps- miklir og einnig Úkraínumenn. En Rússar mættu vel skipulagðir til leiks með öfluga aðstoðarmenn og sveitir þeirra í opna flokknum og kvennaflokknum báru höfuð og herðar yfir keppinautana. Íslensku liðunum gekk upp og of- an; í síðustu umferð tókst A-liði Ís- lands að vinna Svía á öllum borðum eða 4:0 og rekur mig ekki minni til þess að slík úrslit hafi áður sést í viðureignum þjóðanna. Frískustu liðsmenn sveitarinnar, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson, náðu báðir að vinna með svörtu. Hjörvar Steinn var með bestan árangur allra íslensku skák- mannanna; hlaut fimm vinninga af sjö mögulegum. Sveitin endaði í 19. sæti, sem er ágætur árangur. Í loka- umferðinni vann „gullaldarlið“ Ís- lands Skota 3½:½ en liðsmenn voru einkennilega seinheppnir og stund- um klaufskir og kom það t.d. kom fram í viðureigninni við A-lið Íslands þegar Jón L. Árnason „sofnaði“ í jafnteflislegri stöðu í skákinni við Hjörvar Stein og féll á tíma. Þrjú efstu lið opna flokksins á EM 2015 voru: 1. Rússland 15 stig 2. Armenía 13 stig 3. Ungverjaland 13 stig. Góð frammistaða Guðlaugar Þor- steindóttur vakti athygli, en hún hlaut 5½ vinning af níu mögulegum og náði áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Efstu liðin í kvennaflokki urðu: 1. Rússland 17 stig 2. Úkraína 15 stig. 3. Georgía 14 stig. Framkvæmd Evrópumótsins tókst með ágætum, en Skáksambandið fékk til liðs við sig fjölmarga aðila til hjálpar. Sjálfboðaliðar settu mikinn svip á mótið, vingjarnlegir og leystu hvers kyns vanda. Engin sérstök vandamál komu upp „á gólfinu“. Þar var aðgengi áhorfenda frjálslegra en á sambærilegum mótum. Um frammistöðu einstakra kepp- enda er það að segja að lítill heims- meistarabragur var framan af á tafl- mennsku frægasta þátttakendans, Norðmannsins Magnúsar Carlsen. Bestum árangri á 1. borði náði Viktor Bologan frá Moldavíu, en hann vann t.d. Vasilí Ívantsjúk í aðeins 19 leikj- um. 1. borðs maður Rússa fór heldur ekki mjúkum höndum um Úkraínu- manninn: EM 2015; 4. umferð: Vasilí Ívantsjúk – Peter Svidler Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 d5 Marshall-árásin. Ívantsjúk hafði undirbúið sig vel fyrir þessa skák. 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d3 Bd6 13. He1 Bf5 14. Df3 He8 15. Hxe8 Dxe8 16. Rd2 De1+ 17. Rf1 Bg6 18. g3!? Endurbót Ívantsjúk á skák Kar- jakins og Svidlers í lokaeinvígi heimsbikarkeppninnar FIDE í Bakú á dögunum. Þar lék Karjakin 18. Bc2 og Svidler missti af 18. …. Rxc3! með vinningsstöðu á svart. 18. … b4 19. h4 h5 20. c4 Rf6 21. Bd1 He8 22. Bd2 De5 23. Hc1 Bc5 Gott var einnig 23. … Dxb2. Það er ekki gott að segja hvað Ívantsjúk yf- irsést í undirbúningi sínum en ekki er skemmtilegt að verja hvítu stöð- una. 24. a3 a5 25. axb4 axb4 26. Hc2 Rg4 27. Re3 Dd6! 28. Rxg4 hxg4 29. Dxg4 Tilbúinn að gefa d3-peðið en meira býr í stöðunni. 29. … Bh5! 30. Dxh5 Dxg3+ 31. Kh1 Dxf2 - og Ívantsjúk gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 30. Dg4 Df1+ 31. Kh2 Bd6+ og vinnur. Rússar unnu velheppnað Evrópumót í Höllinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Á þessu hausti eru liðin rétt tuttugu ár síðan ég hratt af stað hjónanámskeiðum undir heitinu „Jákvætt námskeið um hjóna- band og sambúð“. Í gegnum tíðina hafa ýmsir aðilar komið að starfinu með mér. Námskeiðið hefur ver- ið haldið um allt land mörgum sinnum og eins í Noregi og Svíþjóð. Og pörin skipta þúsundum sem hafa tekið þátt. Sjálft inntak námskeiðanna hefur lítið breyst í gegnum árin – að hjálpa þátttakendum að greiða úr flækjum lífsins og finna leiðir til að styrkja ástina og efla sambandið. Umgjörðin hefur aftur á móti tekið stakkaskipt- um, enda breytist samfélagið stöð- ugt og spurningarnar sem fjöl- skyldur glíma við. Margar ástæður eru fyrir því að pör taka þátt í slíku námskeiði. Sum koma til að leysa úr vanda í sambandinu, en önnur til að styrkja það sem gott er fyrir. Það má segja að hjónanámskeiðið sé þess eðlis að þar sé verið að fást við mál og benda á lausnir sem fólk ætti að geta sagt sér sjálft. Á námskeiðinu eru engar töfralausnir í boði sem engum hefur dottið í hug fyrr. En vandinn er sá að við höfum oft gleymt lausn- unum, týnt þeim í ann- ríki hversdagsins. Ástin er eins og fjársjóður sem býr innra með okk- ur. Hjónanámskeiðin eru eins og fjársjóð- skort, verkfæri til að finna fjársjóðinn, grafa hann upp og láta gullið glitra í sól- inni. Ég vil þakka öllum sem hafa tekið þátt í námskeiðunum í gegnum árin og aðstoðað við fræðslu og ann- að þeim tengt og hlakka til að halda áfram fræðslunni með nýju fólki Hjónanám- skeið í 20 ár Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson » Sjálft inntak nám- skeiðanna hefur þess vegna lítið breyst í gegnum árin – að hjálpa þátttakendum að greiða úr flækjum lífsins. Höfundur er sóknarprestur og ráðgjafi. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.