Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í gærkvöldi ár-
visst eftirlit með umferðinni á þessum árstíma, með
áherslu á ölvunarakstur. Fylgst var með fólki á leið
vestur eftir Sæbraut og voru sex lögreglumenn við eft-
irlitsstörf. Alls voru 206 bílar stöðvaðir og var einn
ökumaður kyrrsettur vegna áfengisneyslu, en hann var
þó ekki sviptur réttindum á staðnum. Einn ökumaður
var með útrunnið ökuskírteini og ljósabúnaður var í
ólagi hjá öðrum.
Kristófer Sæmundsson, varðstjóri í umferðardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist í gær-
kvöldi ánægður með viðhorf og frammistöðu fólks. „Í
heildina var ástand manna og bíla mjög gott,“ sagði
Kristófer.
Gott ástand manna og bíla
Morgunblaðið/Júlíus
206 bílar stöðvaðir á fyrsta kvöldi í árvissu eftirliti lögreglunnar
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
Gefðu ljúfar minningar í
Jólagjöf
Nýttu þér veglegan afslátt af
gjafabréfum VITA í desember.
Komdu við í Skógarhlíð 12, sendu okkur tölvupóst á info@vita.is,
kíktu á vefsíðuna vita.is/jolagjafabref eða hringdu í síma 570-4444.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lækningatækið og fjarbúnaðurinn
Agnes, sem settur var upp á heilsu-
gæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri
2013, hefur gefið
góða raun að
sögn Auðbjargar
Brynju Bjarna-
dóttur, hjúkr-
unarstjóra og
ljósmóður hjá
HSU. Auðbjörg á
sæti í starfshópi
sem Kristján Þór
Júlíusson, heil-
brigðisráðherra,
skipaði til að
móta stefnu og aðgerðaáætlun til að
efla fjarheilbrigðisþjónustu.
Samtök heimamanna keyptu tæk-
ið sem nefnt var Agnes í höfuðið á
eiginkonu eins eiganda bandaríska
fyrirtækisins sem smíðaði tækið.
„Bæði læknirinn og ég notum
Agnesi í starfi. Framtíðarsýn okkar
er að geta jafnað aðgengi að heil-
brigðisþjónustu og sérfræðiþjónustu
fyrir fólkið á landsbyggðinni. Það
geti fengið sérfræðiálit í gegnum
búnaðinn hér,“ sagði Auðbjörg. Hún
sagði að notkun tækisins hafi það
fram yfir myndsímtöl að heilbrigð-
isstarfsmaðurinn hafi aðgang að
sjúkraskrá. Jafnvel sé hægt að
framkvæma ýmsar rannsóknir með
Agnesi sem annars þyrfti að gera á
sjúkrahúsi eða hjá sérfræðingi fjarri
heimabyggð. „Með þessu minnkar
ferðakostnaður og þetta eykur að-
gengi íbúanna að heilbrigðisþjónust-
unni.“
Auðbjörg sagði að notkun
Agnesar hefði fengið mjög jákvæðar
undirtektir hjá notendum heilbrigð-
isþjónustunnar á Klaustri. „Við höf-
um lengi þurft að glíma við það að
manna læknisstöðuna hér,“ sagði
Auðbjörg. Hún sagði að fyrir tilstilli
Agnesar væri auðveldara að leita
ráða hjá lækni, þótt hann væri ekki á
staðnum. Þannig gæti hún t.d. sent
hjartalínurit auk upplýsinga eins og
um öndun, blóðþrýsting, hita og súr-
efnismettun í gegnum tækið, sem er
nettengt, og fengið greiningu eða
ráð um meðferð. »28
Fjarheilbrigðis-
þjónusta virkar vel
Jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Ljósmynd/Sigurður Árnason
Kirkjubæjarklaustur Læknir í fjarlægð getur t.d. fylgst með eyrnaskoðun.
Auðbjörg Brynja
Bjarnadóttir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Fram kemur í fjáraukalögum að
rekstrarafkoma ríkisins er rúmum
17 milljörðum kr. betri en gert var
ráð fyrir í fjárlögum. Í nefndaráliti
meirihluta fjárlaganefndar segir að
það skýrist að mestu af auknum
tekjum vegna arðgreiðslna úr
Landsbanka,
auknum skatt-
tekjum vegna
kjarasamninga,
háu atvinnustigi
og betri þjóðhags-
horfum. Gert er
ráð fyrir að ráð-
stafa þurfi 8,8
milljörðum kr. af
fjárheimild liðar-
ins til endurmats á
launaforsendum
vegna áhrifa af kjarasamningum. Á
móti hafa skatttekjur, hátt atvinnu-
stig og betri þjóðhagshorfur skilað
15,1 milljarði kr. umfram það sem
áætlað var í fjárlögum.
Hvað einstaka þætti frumvarpsins
varðar kemur fram að Ríkisútvarpið
muni halda skilyrtu 182 milljóna
króna viðbótarframlagi þrátt fyrir
að fjárheimildin hafi verið háð kröfu
um að rekstraráætlun yrði lögð
fram þar sem fram kæmi hvernig
starfsemi stofnunarinnar yrði komið
á réttan kjöl og að reksturinn yrði
sjálfbær. Þetta fól í sér að rekstr-
aráætlanir um starfsemina skyldu
yfirfarnar af ráðherranefnd um rík-
isfjármál. Mat meirihluta fjárlaga-
nefndar er að viðunandi svör hafi
ekki borist vegna rekstursins.
„Stjórn Ríkisútvarpsins hefur
borið fyrir sig trúnað vegna skulda-
bréfs sem skráð er á markaði en
meirihlutinn telur að sú skoðun fái
vart staðist. Jafnframt liggur fyrir
að ráðherranefndin hefur ekki sam-
þykkt rekstraráætlanirnar. Engu að
síður hefur meirihlutinn fallist á að
umrædd fjárveiting verði ekki dreg-
in til baka þar sem fyrir liggur ein-
dreginn vilji ríkisstjórnarinnar í
þeim efnum,“ segir í nefndarálitinu.
Opinbert hlutafélag skýlir sér
Spurð hvort ekki sé ljóst að RÚV
geti ekki veitt upplýsingar um
reksturinn sökum reglna í kauphöll-
inni telur Vigdís Hauksdóttir, for-
maður fjárlaganefndar, svo ekki
vera. „Opinbert hlutafélag er að
skýla sér á bakvið kauphallarreglur
sem eiga við um fyrirtæki sem
skráð eru í kauphöll. Hér er um að
ræða eitt skudabréf sem hefur aldr-
ei gengið kaupum og sölum og var
lán frá lífeyrissjóði, sem skráð var
sem skuldabréf. Þegar málum er
svona háttað, hvernig á ríkið þá að
geta skoðað reksturinn?“ segir Vig-
dís.
Í frumvarpinu felst tillaga um að
heimila RÚV ohf. að ganga til samn-
inga við Reykjavíkurborg um sölu á
lóðarréttindum og verja andvirðinu
til lækkunar skulda félagsins.
Gert er ráð fyrir því að hækkun
gjalda í frumvarpi um fjáraukalög
vegna málskostnaðar í opinberum
málum, opinberrar réttaraðstoðar
og bóta brotaþola muni samtals
nema 837 millj. kr. eða 17% af
gjaldahækkun frumvarpsins.
Ríkisútvarpið heldur
viðbótarframlagi
Ekki viðunandi svör frá RÚV að mati meirihluta fjárlaga-
nefndar Rekstrarafkoma ríkisins betri en við var búist
Morgunblaðið/Eggert
Viðbótarframlag RÚV ohf. heldur 182 milljóna króna viðbótarframlagi. Vigdís
Hauksdóttir
Ofbeldi gegn öldruðum getur tekið
á sig ýmsar myndir og meðal ann-
ars verður eldra fólk fyrir líkam-
legu, andlegu og kynferðislegu of-
beldi. Þá eru einnig líkur á því að
aldraðir verði fyrir vanrækslu eða
fjárhagslegri misbeitingu. Sigrún
Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi,
greindi frá þessu á málþingi um of-
beldi gegn öldruðum í gær.
Í samtali við mbl.is segir Sigrún
að auðvitað sé allt ofbeldi stórt
vandamál, jafnvel þótt tíðni í þess-
um málaflokki sé ekki gífurleg.
Fjölgun aldraðra á næstu árum
þýði þó að tíðnin muni aukast tölu-
vert ef ekkert verði að gert.
Ekki hafa verið gerðar rann-
sóknir á þessu máli hér á landi, en
Sigrún segir að ef miðað sé við
rannsóknir erlendis megi gera ráð
fyrir að 2-10% af öldruðum sem búi
í eigin húsnæði hafi orðið fyrir ein-
hverskonar ofbeldi af hálfu þeirra
sem alla jafna eigi að aðstoða þá.
Segir hún að ofbeldið sé mun víð-
tækara en heimilisofbeldi, því hóp-
urinn geti verið veikur fyrir og því
átt erfitt með að bera hönd fyrir
höfuð sér. thorsteinn@mbl.is
Ofbeldi gegn öldruðum í ýmsum myndum