Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 ársins 1986. Það var ómetanlegt fyrir mig að fá svo reynslumikinn og virtan mann í stjórnina. Leið mín lá oft til Ísafjarðar á þessum árum og það var gott að koma á heimili þeirra hjóna, Guð- rúnar og Guðmundar á Silfurgötu 7. Guðmundur var farsæll skip- stjóri og síðar útgerðarmaður. Hann missti aldrei mann en var sjálfur hætt kominn þegar hann tók útbyrðis en bjargaðist giftu- samlega. Hann stofnaði útgerðar- félagið Hrönn hf. árið 1954 ásamt félögum sínum þeim, Ásgeiri Guð- bjartsyni skipstjóra, Guðbjarti föður Ásgeirs, Maríasi bróður Guðmundar, og Kristni Arn- björnssyni vélstjóra. Fyrsta Guð- björgin af mörgum kom svo til landsins 1956. Fljótlega gerðust þeir félagar hluthafar í Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. og hófu þar með þátttöku í fiskvinnslu á Ísafirði. Síðar eignaðist Hrönn hf. Íshús- félagið ásamt félögum þeirra í Gunnvöru hf. Þar skorti ekki hrá- efni til vinnslunnar því skip þeirra félaga báru að landi metafla á hverju ári. Guðmundur sýndi því strax full- an skilning, frá því svokölluð „Svarta skýrsla“ kom út 1983, að við þyrftum að takmarka sókn okkar í helstu fiskistofna okkar með hliðsjón af afrakstursgetu þeirra, andstætt því sem við öll héldum, þegar erlend skip höfðu yfirgefið Íslandsmið. Það var mik- ilvægt að hafa svo reynslumikinn og mikilsmetinn mann eins og Guðmund í þeim röðum sem töluðu fyrir því að við yrðum að stjórna okkar fiskveiðum með takmörkun á sókn, sem aftur leiddi til minnk- unar á afla. Það var ekki auðvelt þegar í hlut áttu aðilar sem alla tíð höfðu borið á land mestan afla af Íslandsmiðum. Það er erfitt að sjá samhengi í því að um gjafakvóta hafi verið að ræða eins og alltof mörgum er nú tamt að tala um. Ár- angur af fiskveiðistjórnuninni er nú sem betur fer öllum ljós. Ég minnist þess á aðalfundi LÍÚ sem haldinn var í Vestmanna- eyjum árið 1970 að Guðmundur vakti máls á því að við rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi væri stunduð mikil rányrkja vegna þess að mikið af þorskseiðum væri drepið. Þessu hafði ekki verið gaumur gefinn en eftir þessa athugasemd Guðmund- ar var veiðunum stýrt til að koma í veg fyrir seiðadráp. Guðmundi var einstaklega hlýtt til síns byggðarlags og bar hag þess alla tíð fyrir brjósti. Það voru því vonbrigði fyrir hann að Guð- björgin skyldi ekki vera áfram gerð út frá Ísafirði (og vera áfram gul á litinn) eftir að Hrönn hf. sam- einaðist Samherja hf. á Akureyri árið 1996. Það var einkar ánægjulegt að fylgjast með hverja umhyggju dætur Guðmundar, þær Ingibjörg, Bryndís og Jóna Margrét, sýndu föður sínum á hans efri árum. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveður við and- lát þeirra góða föður. Kristján Ragnarsson. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri og útgerðarmaður, var fyrst og fremst félagi og vinur okk- ar margra sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera skipverj- ar hjá honum á Hafdísinni ÍS. Allt skipulag bjó hann til með það að markmiði að vinnan deildist á alla jafnt og þar lét hann sína þátttöku ekki eftir liggja. Eftir línudráttinn var gengið frá afla og síðan línan beitt úr stokk. Þá fór skipstjórinn í að salta gotuna, ganga frá lifrinni og gera niðurstöður klárar uppi á bátadekki. Á öðrum útilegubátum létu skipstjórar ekki sjá sig í þessu hlutverki. Fyrsti vélstjóri stóð síð- an baujuvaktina, sem tvo háseta á öðrum bátum þurfti til. Þannig var mannskapnum aldrei misboðið og þannig gerði Guðmundur alla um borð að einni fjölskyldu. Oft sást hann um borð í landlegum, mættur með hamar og sög til að lagfæra eitthvað sem aflaga fór eða gat gert starfið auðveldara. Guðmundur var farsæll skip- stjóri og glöggur á viðbrögð til að bjargast í misjöfnum veðrum á Ís- landsmiðum. Eitt sinn vorum við staddir austur af Langanesi, búnir að fá slatta af síld í lestina og ekki von á frekari síldarvöðum. Þegar hífa átti snurpubátana ókláraðist á bakborðsbátnum og skipið lagðist á lunningu, síldin færðist til og varð til þess að síga mundi á ógæfuhliðina. Þá reyndi á skip- stjórann, losaði hann bátana frá og keyrði skipið stjórnborðshring þar til það rétti sig, á þriðja hring. Þannig bjargaði hann skipi og skipshöfn með snarræði og þekk- ingu. Guðmundur var fyrst og síðast fremstur meðal jafningja, þótti vænt um skip og skipshöfn. Jafn- vel til í að tuskast við yngri menn sem voru svo heppnir að frá skips- rúm hjá honum. Mörgum árum seinna mætt- umst við frændur sem oddvitar samninganefnda um kaup og kjör sjómanna á Vestfjörðum. Það var lengi, og er jafnvel enn, að samn- ingar sjómanna á Vestfjörðum voru og eru í mörgu tilviki betri en gengur og gerist vítt og breitt um landið. Ástæðan er sú að oft eru út- vegsmenn á Vestfjörðum með þekkingu og reynslu af störfum til sjós og hugarfar bundið við fyrri störf og skilning á því sem betur má fara í samningum. Þegar vel tókst til var oft sátt um það sem báðir aðilar höfðu hag af. Guð- mundur var slíkur sáttasemjari, þótt hann héldi fullum trúnaði við sinn málstað. Eftir að samningar voru í höfn var samt mottó hjá Guðmundi að láta skipverja njóta vafans ef ágreiningur var uppi. Við eigum varla eftir að vinna að kjara- samningum með manni, sem byrj- aði sem formaður verkalýðsfélags og síðan formaður útgerðar- manna. Blessuð sé minning heiðurs- manns. Pétur Sigurðsson. Við björgunarsveitarfólk á norðanverðum Vestfjörðum kveðj- um í dag forystumann okkar í rúma fjóra áratugi. Meðan Guðmundur og félagar stóðu vaktina voru allt aðrir tímar. Fundum og leitum var oft á tíðum stjórnað frá heimili Guðmundar í Silfurgötunni. Búnaður og tæki björgunarsveitarmanna voru að öllu leyti miklu fábrotnari en í dag. Alla tíð hefur Guðmundur stutt mjög við björgunarsveitirnar og aðstoðað þær við að bæta og end- urnýja búnaðinn. Hann þekkti nauðsyn þess að hafa besta mögu- lega búnað þegar mest á reynir. Undirritaður var ásamt öðru slysavarnafólki að safna fyrir stórum yfirbyggðum björgunar- bát til Ísafjarðar árið 1987. Guð- mundur vildi fá að fylgjast með störfum okkar yngri og óreyndari manna. Við upplýstum Guðmund reglulega um stöðu mála og hann veitti okkur ómetanleg ráð og stuðning. Mín skoðun er að kaup á þess- um stóra yfirbyggða bát hefðu aldrei heppnast án aðkomu hans. Síðan stakk hann upp á nafninu Daníel Sigmundsson, en Daníel og Guðmundur voru félagar og störf- uðu lengi saman að björgunar mál- um. Nú hafa þeir sameinast á öðr- um vettvangi. Við í Björgunarfélagi Ísafjarð- ar, sem varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta og Björgun- arsveitarinnar Skutuls, þökkum Guðmundi fyrir samfylgdina, stuðninginn og trúfestuna við fé- lagsskap okkar alla tíð. Fyrir hönd Björgunarfélags Ísafjarðar, Jóhann Ólafson. Það var mikil gæfa að þekkja Guðmund Guðmundsson. Löngu áður en ég kynntist honum hafði ég heyrt af þessum dugmikla út- gerðarmanni sem allir litu upp til. Þeim Guðfinni Einarssyni föður mínum var mjög vel til vina og á milli þeirra ríkti gagnkvæm virð- ing. Þeir voru báðir í stórum og öfl- ugum hópi útgerðarmanna og fisk- verkenda við Djúp þegar ég var að alast þar upp, sem helguðu sjávar- útveginum líf sitt og unnu byggð- unum sem höfðu fóstrað þá. Í hug- um þeirra voru hagsmunir atvinnurekstrarins og byggðanna samtvinnaðir. Ef vel gekk í sjávar- útveginum vegnaði íbúunum vel. Þetta var löngu áður en menn höfðu fundið upp hugtök eins og samfélagsleg skylda. Enda fannst þeim það engin kvöð að vinna í þágu samfélagsins síns; það var bara sjálfsagður og eðlilegur hlut- ur. Gott er til þess að vita að enn er þessi hugsunarháttur víða við lýði, meðal annars fyrir vestan. Upphaf útgerðarsögu Guð- mundar var dæmigerð fyrir marga af hans kynslóð. Ungur fór hann á sjó og varð farsæll og dugmikill skipstjóri. En árið 1954 stofnaði hann ásamt fleirum til útgerðar. Hrönn hf., útgerðarfyrirtækið sem hann var í forsvari fyrir ásamt aflaskipstjóranum mikla Ásgeiri Guðbjartssyni, var nafntogað. Guðmundur stóð fyrir rekstrinum í landi og í brúnni á Guðbjörgunum var aflaskipstjórinn Ásgeir og vakti aðdáun um land allt hjá þeim sem fylgdust með í sjávarútvegi á þessum tíma. Guðmundur var maður sem naut mikillar virðingar og það mjög að verðleikum. Hann var í forsvari fyrir vestfirska útvegs- menn um áratugaskeið. Formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða og í stjórn LÍÚ fyrir þeirra hönd. Ég minnist funda í Útvegsmanna- félaginu. Guðmundur stjórnaði þar með festu og af yfirvegun og naut þar reynslu sinnar og innsýnar jafnt til sjós og lands. Það var ætíð gott að leita til hans. Hann var tilbúinn að greiða úr erindum manns og liðsinna. Þó að árin færðust yfir Guð- mund var hann ótrúlega ern og hress. Það var því ætíð uppörvandi og skemmtilegt að hitta hann. Þessi lífsreyndi maður hafði mikið til málanna að leggja. Áhugi hans á samtíð sinni var mikill og þar fór maður sem virtist alltaf ungur í anda. Stundum hringdi Guðmund- ur í mig til þess að ræða mál sem honum voru hugleikin. Og þegar mikið lá við gerði hann mér líka boð um að hitta sig. Samræðurnar við hann lýstu kvikum huga og brennandi anda og hann gat um leið miðlað víðtækri þekkingu og innsæi manns með margháttaða og mikla reynslu. Síðari árin bjó hann syðra yfir veturinn en hélt til í sumarbústað sínum í Tunguskógi í nágrenni Ísa- fjarðar sumarlangt. Þar naut hann einstæðrar umönnunar og alúðar dætra sinna, sem dvöldu jafnan hjá honum og sinntu honum svo sem best verður á kosið. Við Sig- rún minnumst heimsókna til hans í sumarbústaðinn og góðrar sam- veru þar sem víða var komið við. Það voru notalegar og ógleyman- legar stundir. Guðmundur Guðmundsson var eftirminnilegur og virðingarverð- ur maður sem gott var að fá að kynnast. Blessuð sé minning þessa athafnasama merkismanns. Einar K. Guðfinnsson. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga að kærum vinum sanna vestfirska víkinga, þau Guð- rúnu Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson. Vegir okkar lágu fyrst saman þegar Guðmundur kom með Guð- rúnu konu sína suður fyrir rúmum 40 árum. Hún var með alvarlegan sjúkdóm sem tókst að ráða við. Nokkrum árum síðar hringdi Guð- rún, bað um innlögn á spítala til þess að deyja sem varð innan tveggja vikna. Hún hafði þá í hálft ár glímt ein við einkenni krabba- meins, sagðist ekki hafa viljað fylla Guðmund áhyggjum. Seinna stímdi þrautreyndur skipstjórinn Guðmundur með okk- ur um Jökulfirði. Öryggisatriði voru brýnd fyrir landkröbbunum þegar farið var um borð í skektu og róið til lands víðs vegar í tvo fal- lega daga. Stórkostlegt var að heyra lýsingar hans á lífi fólks meðan byggð hélst þar. Guðmundur hélt reisn sinni fram á þetta ár. Hann gekk um hnarreistur og hiklaus þrátt fyrir dapra sjón. Hann var glaðsinna, stutt í bros og hlátur, hugurinn óbilaður. Nú skyldi halda veislu að vori og salur leigður. En elli kerling eirir engum. Það samkvæmi mun eiga sér stað með Guðrúnu í vestfirsku himnaríki. Við vottum fjölskyldunni inni- lega samúð. Asta og Árni Kristinsson. Falls er von af fornu tré, segir máltækið. Guðmundur Guð- mundsson skipstjóri og útgerðar- maður á Ísafirði er nú fallinn frá á hundraðasta aldursári. Með hon- um er fallinn frá mikill drengskap- armaður, sem um langt árabil setti svip sinn á ísfirzkt mannlíf. Hann var kraftmikill athafnamaður, sem kom víða við á langri ævi. Hann var ekki hár í loftinu, en lengst af kvikur í hreyfingum, svo að ósjálf- rátt veittu menn honum athygli og þegar hann tók til máls lögðu menn við hlustir. Guðmundur var fæddur í Hnífs- dal og ungur að árum hóf hann sjó- mennsku, ákveðinn í að gera sjó- mennskuna að lífsstarfi sínu. Hann hafði löngun til að takast á við ögr- andi verkefni. Hann vildi hafa mannaforráð. Stjórna. Þess var ekki langt að bíða, að hann sæi æskudrauma sína rætast. Hann var ekki orðinn 24 ára gamall, þeg- ar honum var falin skipstjórn á Bryndísi í ársbyrjun 1940. Hann var kappsfullur og ákveðinn í að veita eldri skipstjórunum sam- keppni í sjósókn og aflabrögðum. Það gekk eftir. Síðar tók hann við skipstjórn á Hafdísi, einum af Sví- þjóðarbátunum, eins og þeir voru kallaðir. Þrjátíu og átta ára gamall varð Guðmundur að hætta sjó- mennsku vegna heilsubrests, ósáttur. En Guðmundur kunni að taka þeim áföllum, sem lífinu fylgja. Hann breytti um lífsstíl og tók sér fyrir hendur ný og ögrandi verkefni. Þá hófst farsælt samstarf hans og Ásgeirs Guðbjartssonar með stofnun Hrannar hf. og út- gerð á Guðbjörgunum. Það sam- starf stóð næstu áratugina. Hann hafði fastmótaðar lífsskoðanir. Tvennt skiptir mestu máli fyrir stjórnanda: að kunna að laða að sér hæfileikamenn og geta tekið ákvarðanir. Á skipi er einn skip- stjóri sem ræður og hann tekur ákvarðanir. Einn. Guðmundur lá aldrei á skoðun- um sínum, en var ávallt tilbúinn til málamiðlana, þegar það átti við. Hann var ákveðinn talsmaður strjálbýlisins, sannfærður um að heimamenn þekktu bezt umhverfi sitt og þá möguleika, sem þar finn- ast. Atvinnulíf og mannlíf væri samofið og þátttaka í félags- og framfaramálum meira gefandi en í borgarsamfélagi. Það var einlæg sannfæring hans, að menn væru nær kviku samtíðarinnar í strjál- býli heldur en í borgarsamfélagi. Hann taldi því mikilvægt fyrir þjóðina alla, að sjór væri sóttur frá öllum landshornum. Guðmundur var í alla staði skemmtilegur samstarfsmaður, kappsamur og vildi ná árangri. Framfarir í atvinnulífinu voru alla tíð hans meginmarkmið. Á efri ár- um naut hann þess, að hafa verið þátttakandi í uppbyggingu góðra mála. Það var honum mikils virði. Hann lét sig varða samfélagið og sýndi það í verki. Guðmundur var jafnan kátur og lífsglaður á mannamótum og þótti gaman að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann var hafsjór af fróðleik og minnugur til hinzta dags. Ég tel, að hann hafi verið sáttur við sitt ævistarf, þegar hann kvaddi. Lífið hafði fært honum það, sem hann óskaði sér ungur: góða fjölskyldu, góða vini og mannaforráð. Á kveðjustundu minnist ég með einlægu þakklæti þeirra stunda, sem ég átti með honum og kveð hann með miklum trega. Jón Páll Halldórsson. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞORVALDSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, Spóahöfða 18, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 15. . Eiríkur Grétar Sigurjónsson, Sigurjón Eiríksson, Helga Einarsdóttir, Þorvaldur Eiríksson, Sólveig Garðarsdóttir, Una Lilja Eiríksdóttir, Ævar Sigdórsson, Helgi Þór Eiríksson, Anna Níelsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir, Vilhjálmur Matthíasson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Baðsvöllum 16, Grindavík, lést þriðjudaginn 24. nóvember. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 1. desember klukkan 14. . Ágúst Þór Ingólfsson, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Guðrún Bára Ingólfsdóttir, David C. Bustion, Magnús Ingólfsson, Bergljót S. Steinarsdóttir, Ólafur Sigurpálsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÍVAR SIGURÐSSON, vélfræðingur, Skipalóni 12, lést á Sólvangi 22. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. desember klukkan 13. . Guðrún Emilsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Björn Bárðarson, Emil Lárus Sigurðsson, Ellý Erlingsdóttir, Kristján Sigurðsson, Berta Faber, barnabörn og langafabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUNNARSSON vélfræðingur, Drápuhlíð 37, Reykjavík, sem lést laugardaginn 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. desember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. . Jón A. Sigurbjörnsson, Lára Guðmundsdóttir, Jóhannes E. Jóhannesson, Sveinfríður Á. Jónsdóttir, Ómar Jóhannesson, Inga H. Hannesdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Rúnar Magnússon, Gunnlaugur Jóhannesson, Elín Þ. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.