Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
✝ Guðrún DagnýKristjánsdóttir
fæddist í Hvammi
við Fáskrúðsfjörð
28. september
1925. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 12.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Magnúsdóttir, f. 6.
júlí 1902, d. 3.
október 1925, og Kristján Jó-
hannsson, f. 1. nóvember 1893,
d. 25. október 1942, sem bjuggu
á bænum Stekk í Hvammi við
Fáskrúðsfjörð. Gróa Ein-
arsdóttir gekk Guðrúnu í móð-
ur stað og varð seinni kona föð-
ur hennar og bjuggu þau í
Hvammi þar til heimilið leystist
upp eftir að Kristján dó. Gróa
var alin upp á Holtahólum og
var fædd 14. febrúar 1887, d.
25. júlí 1949. Kristján og Gróa
eignuðust ekki börn saman en
tóku að sér Svandísi Sigurð-
ardóttur, f. 1. desember 1940,
d. 29.11. 1994.
Guðrún var yngst fjögurra
systkina. Þau voru Davíð, f. 4.7.
1922, d. 22.10. 1925, Guðmund-
ur, f. 31.8. 1923, d. 12.2. 1944,
ar nemi, f. 1995. c) Ágúst við-
skiptafræðingur, f. 1981, giftur
Ester Ösp Guðjónsdóttur, f.
1981. Dóttir þeirra er Hrefna
Ýr, f. 2013. 2. Pétur Óm-
armannauðsstjóri, f. 27. desem-
ber 1952. Dóttir hans og Nínu
Breiðfjörð Steinsdóttur er Guð-
rún Dagný, f. 1975, í sambúð
með Engilbert Ágústi Óskars-
syni bifvélavirki. Dóttir þeirra
er Nína Magnea, f. 2011. 3.
Ágústa Sigrún, söngkona og
mannauðsstjóri, f. 1. september
1965. Sonur hennar og Ólafs
Garðarssonar er Mikael, f. 7.
apríl 2004.
Guðrún og Ágúst kynntust í
Vestmannaeyjum 1943, þar sem
Ágúst lagði stund á nám í hús-
gagnasmíði en Guðrún vann á
sjúkrahúsinu við aðhlynningu.
Þau bjuggu á nokkrum stöðum
í Reykjavík og í Keflavík, þar
til þau fluttu í Kópavoginn, árið
1952, fyrst á Kópavogsbraut 4 á
meðan þau byggðu sér heimili
að Álftröð 3. Guðrún var lengst
af heimavinnandi og vann sem
prjónakona og gegndi hlutverki
dagmömmu fyrir barnabörnin.
Guðrún var einn af stofnfélög-
um Handprjónasambands Ís-
lands og sinnti prjónamennsk-
unni af natni. Guðrún bjó
síðustu árin að Lækjasmára 2
eða þar til hún flutti á hjúkrun-
arheimilið Sunnuhlíð.
Útför Guðrúnar fór fram 26.
nóvember 2015. Að hennar ósk
var útförin ekki auglýst.
og Hjalti, f. 10.10.
1924.
Guðrún giftist
Ágústi Metúsalem
Péturssyni frá
Höfnum v/Bakka-
flóa, húsgagnasmið
og tónlistarmanni,
hinn 2. nóvember
1946. Ágúst var
fæddur 29. júní
1921 en lést 28. júlí
1986. Guðrún og
Ágúst eignuðust þrjú börn. 1.
Kristrún Harpa geislafræð-
ingur, f. 28. júní 1948, gift Sig-
urði Harðarsyni rafeindavirkja,
f. 1944. Börn Hörpu frá fyrra
hjónabandi eru: a) Hrönn,
hjúkrunarfræðingur, f. 1967. Í
sambúð með Ólafi Atla Sigurðs-
syni vélfræðingi, f. 1963. Börn
Hrannar frá fyrra hjónabandi
eru Heiða Björg, listakona, f.
1988 og Hörður Freyr háskóla-
nemi, f. 1990, og dóttir Harðar
er Anika Ýr, f. 2013. b) Marinó,
prentari, f. 1969, giftur Herdísi
Bragadóttur lyfjatækni, f. 1967.
Börn þeirra eru Bragi há-
skólanemi, f. 1992 í sambúð
með Elínóru Guðmundsdóttur
háskólanema. Sonur þeirra er
Sebastían Marinó, f. 2013. Arn-
Mamma lifði sinu lífinu fyrir
aðra. Yngri kynslóðin átti alltaf
alveg sérstakan stað í hennar
hjarta og hún var alltaf boðin og
búin til að aðstoða, elda, baka,
prjóna og sauma til að létta undir
með öðrum. Hún var mjög góð
prjónakona, ein af stofnendum
Handprjónasambands Íslands,
stofnfélagi nr. 90 ef ég man rétt.
Hún var svo vandvirk og fékk allt-
af hrós fyrir fallegt hekl í opnar
peysur og góðan frágang. Hún
kenndi mér að prjóna og að vanda
mig við prjónaskapinn og dró mig
svo að landi þegar þolinmæðina
þraut.
Hún var heimavinnandi og
gegndi hlutverki dagmömmu fyr-
ir barnabörn systkina minna,
þannig að það má segja að ég hafi
alist upp í stórum systkinahóp, þó
svo að ég væri algert örverpi.
Þegar sonur minn Mikael fæddist
fannst henni verst að geta ekki
orðið mér að liði og passað hann
fyrir mig eins og hún hafði gert
fyrir hin barnabörnin. Þá var hún
að verða áttræð og hafði ekki
heilsu til að eltast við uppátækja-
saman dreng. Það var sterkur
strengur á milli þeirra. Mamma
vildi reyndar að hann yrði skírður
Bjartur sem kannski lýsir því best
hvernig hún hugsaði til hans.
Það var ekki fyrr en pabbi dó
árið 1986 að mamma fór út á
vinnumarkaðinn, þá var hún 61
árs gömul og fékk vinnu við ræst-
ingar á barnadeild 20 á Kópavogs-
hæli. Henni líkaði vel að vinna
þar, skúringarnar gátu reyndar
tekið á, en hún naut þess að vera
allt í kringum börnin og það voru
margar sögurnar sem hún kom
með heim í Álftröðina af deildinni.
Umönnunarstörf áttu vel við hana
og hún sagði mér einhvern tím-
ann að hún hefði líklega farið í
hjúkrun, ef það hefði verið hægt á
þeim tíma.
Lífið fór ekki mjúkum höndum
um mömmu og hún missti mikið.
Þegar hún var 18 ára gömul voru
hún og Hjalti bróðir hennar þau
einu sem voru eftirlifandi úr fjöl-
skyldunni, auk Gróu stjúpmóður
hennar. Mamma mætti þessum
missi með því að koma sér upp
ákveðinni brynju eða skráp, sem
erfitt var að komast inn fyrir.
Þrátt fyrir það skynjaði maður
alltaf væntumþykju og viljann til
að taka á sig allar byrðar, áhyggj-
ur og sorgir sem þjökuðu. Hún
virtist geta tekið endalaust við og
þörfin fyrir að líkna og lina þján-
ingar annarra var mjög einlæg.
Mér finnst eiginlega ótrúlegt
að hún hafi verið mamma mín.
Það var svo stórt kynslóðabil á
milli okkar, nokkrir hugarheimar
og ólíkur þankagangur. Tímarnir
sem hún lifði og áföllin sem hún
gekk í gegnum voru eitthvað svo
fjarlæg og forn. Hún var eigin-
lega allt í senn, mamma mín og
allar ömmurnar og afarnir sem
ég kynntist aldrei.
Það var svo fallega gert af þér,
mamma, að leyfa okkur Mikael
að vera hjá þér þegar þú kvaddir
við tóna úr laginu hans pabba,
Stjörnubjart. Augnablikið var
nánast áþreifanlegt þegar pabbi
kom og sótti þig undir þessum
fallegu tónum og orðum. Það er
gott af vita af ykkur, loksins sam-
einuðum, eftir tæplega 30 ára að-
skilnað. Ég get alveg unað ykkur
þess, en mikið væri nú gott að fá
að kíkja í heimsókn við og við og
fá hlýtt faðmlag og ástríkt augna-
ráð. Við Mikael erkiengill örkum
áfram æviveginn, þakklát fyrir
lífið og veganestið. Hittumst heil.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir.
Að leiðarlokum móður minnar
langar mig að þakka henni fyrir
þá hjálp sem hún veitti mér. Allt-
af gat ég leitað til hennar þegar
mig vantaði pössun fyrir börnin
mín. Hún hafði einstakt lag á
börnunum, var fljót að komast að
því hvað hverju barni líkaði best
og fengu þau að njóta sín á heim-
ili þeirra pabba. Mömmu var
margt til lista lagt. Hún var
myndarleg húsmóðir og nákvæm
í öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Jólasmákökurnar hennar
voru t.d. alltaf allar jafn stórar og
letibrauðið, hjónabandssælan og
sandkakan alltaf nákvæmlega
eins á bragðið. Hún var afbragðs
góð saumakona, hafði sótt saum-
anámskeið sem ung kona og naut
sín við að hanna og sauma sín eig-
in föt sem og á okkur börnin.
Þegar tími gafst til settist hún
svo niður með prjónana, prjónaði
lopapeysur, sem hún ýmist seldi í
Handprjónasambandið eða gaf
börnum og barnabörnum, ullar-
sokka í öllum stærðum, gerðum
og litum allt eftir óskum hvers og
eins fjölskyldumeðlims.
Mömmu var mjög umhugað
um að öll samskipti innan fjöl-
skyldunnar færu fram í friðsemd
og hafði oft orð á því að við ætt-
um ekki að vera að kýtast heldur
halda friðinn innan hópsins. Því
fannst yngri syni mínum friðar-
lilja vera eina blómið sem hæfði
að gefa ömmu sinni. Mamma
gætti vel að þessari lilju og nú 27
árum síðar blómstra mörg af-
kvæmi þessarar lilju í stofum
fjölskyldumeðlima.
Ég naut þeirrar gæfu að búa í
nágrenni við móður mína og gat
því heimsótt hana daglega. Síð-
asta eina og hálfa árið dvaldi hún
á Sunnuhlíð og fannst mér gott
að koma til hennar þangað,
spjalla, bregða á leik eða bara
vera. Hún sagði mér margt frá
uppvaxtarárum sínum í Fá-
skrúðsfirði, lífinu í Eyjum, sínum
fyrstu búskaparárum með pabba
o.fl. En báðar vissum við að
hverju dró og nú þegar ég kveð
mömmu mína verður mér hugsað
til þessara stunda, þær eru mér
mjög kærar í minningunni.
Sér lítil bára leikur eftir ljósan dag
við síðasta geisla, senn er komið
sólarlag.
Um grund og engi glóir dögg sem glitri
tár,
hún færir smyrsl á foldar mein svo
fækki sár.
(Jónína Þ. Magnúsdóttir,
móðursystur Guðrúnar.)
Ég kveð þig milda móðir mín.
Þín
Kristrún Harpa.
Nú þegar við höfum kvatt
tengdamóður mína, Guðrúnu
Dagnýju Kristjánsdóttur, og
fylgt henni síðasta spölinn, kem-
ur smátómarúm í hugann. Hún
var tilbúin og í raun beið eftir að
takast á við nýtt hlutverk. Guð-
rún var við góða heilsu þangað til
síðustu tvö árin, en hún náði að
verða 90 ára fyrir rúmum mánuði
og var furðuhress í veislu sem
nánustu ættingjar héldu henni.
Guðrúnu sá ég fyrst þegar við
Harpa dóttir hennar kynntumst.
Alveg frá fyrsta degi var sam-
band okkar mjög gott enda Guð-
rún einstaklega þægileg kona í
allri umgengni. Hún var alltaf
eins, róleg í fasi og glaðlynd. Við
ferðuðumst oft saman, bæði inn-
an- og utanlands, með fjölskyld-
unni. Það skilur eftir góðar minn-
ingar. Guðrún var af þeirri
kynslóð sem hélt í gamlar hefðir.
Hjá henni lærði ég að borða
kæsta skötu á Þorláksmessu sem
mér hafði aldrei dottið í hug að
reyna áður. Hún var lagin með
prjónana og á ég enn nokkur pör
af þykkum vönduðum ullarsokk-
um sem ég nota á fjöllum við
vinnu mína. Ég vil með þessum
fáu línum þakka þennan tíma og
er þess fullviss að Guðrún er nú
þegar búin að hitta sína nánustu
sem á undan hafa farið, ef fram-
hald er eftir þetta líf. Ég hef þá
trú, því oft hef ég orðið fyrir til-
vikum sem ekki er hægt að út-
skýra á annan hátt.
Sigurður Harðarson.
Í fáum orðum vil ég kveðja
kæran vin, fyrrverandi tengda-
móður mína, sem látin er rúm-
lega 90 ára gömul. Það eru rétt
rúm 50 ár síðan ég kynntist þess-
ari góðu og rólyndu konu. Guð-
rún var ekki vinamörg, en vinum
sínum var hún tryggur og ráða-
góður félagi. Í mínum huga er
hennar staður við eldhúsglugg-
ann í Álftröð 3, við eldhúsborðið.
Þangað var gaman að koma og
spjalla við hana yfir kaffibolla og
reykja með henni sígarettuna
sína. Þar voru heimsmálinn
rædd, draumar ráðnir og spáð í
framtíðina. Þar sátum við þegar
John Lennon var myrtur og vor-
um bæði jafnslegin. Ég var þá á
fyrri önn Lögregluskólans, en
gisti hjá henni og Ágústi á með-
an, þar sem ég var þá búsettur á
Akranesi. Sá tími er mér mjög
minnisstæður.
Eitt sinn kom ég til hennar í
kaffi, en hún var að vandræðast
yfir því að eiga ekkert með
kaffinu nema freðna hjónabands-
sælu.
Hún lagði hana nú samt á
borðið og lét mig hafa góðan hníf.
Ég skar, beitti kröftum, í gegn-
um kökuna og diskinn með í leið-
inni. Eftir þetta sagði hún ávallt
við mig er hún rétti mér hníf og
kaka var á borðum: „það er disk-
ur undir kökunni,“ og hló dátt
við.
Guðrún hafði mikið gaman af
draumum og draumráðningum.
Marga draumana ræddum við og
réði hún þá yfirleitt. Í seinni tíð
þá hringdum við í hvort annað, ef
okkur dreymdi eitthvað sem okk-
ur fannst merkilegt, skemmtileg
símtöl. Tveir draumar eru mér
sérlega minnisstæðir; ég rétt
orðinn 18 ára og dreymdi að ég
elti bandhnykil. Mitt fyrsta barn
fæddist átta mánuðum seinna.
Annar draumur sem mig
dreymdi líklega 20 ára, rættist
ekki fyrr en 17 árum síðar;
minnti hún mig þá á þann draum.
Í þessi 50 ár hefur hún hringt í
mig á afmælisdaginn minn, ef ég
hef ekki verið nálægt henni. Þau
símtöl hafa stundum dregist á
langinn. Ég bjó í nokkur ár rétt
hjá henni, eftir að ég skildi við
dóttur hennar. Þá voru heim-
sóknir mínar til hennar tíðar.
Hún bar annarra hag ávallt fyrir
brjósti og börn mín, af seinna
hjónabandi, voru henni hugleikin
og spurði hún ávallt um hag
þeirra, jafnt og þeirra sem voru
ömmubörn hennar. Í bílskúrnum
hennar og Ágústs unnum við
bæði í nokkur ár við frágang á
fiskveiðinæloni fyrir Marinó mág
hennar, aukavinna okkar beggja.
Þetta var skemmtilegt sam-
starfsverkefni, nokkurs konar
vaktavinna, en gátum samt átt
gott spjall yfir verkefninu. Hjá
henni lærði ég að baka laufa-
brauð. Hnoða deigið, fletja það út
og steikja, en útskurðurinn var
sérfag Ágústs og Marinós, þeir
voru sérfræðingarnir í þeim efn-
um.
Efir að ég flutti vestur á Ísa-
fjörð, tilheyrði að hringja í hana
og ræða þennan bakstur, fyrir
hver jól, hvernig hann tókst og
hve margar kökur voru bakaðar.
Eftir að Ágúst dó og hún flutti í
Lækjasmárann, hélt ég áfram að
heimsækja hana, kannski of
sjaldan, en ávallt var gott að
koma til hennar og spjalla yfir
kaffibolla.
Ég á fallegar og góðar minn-
ingar um þessa góðu konu, sem
ég tel að hafi verið einn af mínum
bestu vinum í lífinu.
Guð vaðveiti minningu hennar.
Aðstandendum hennar votta ég
mína innilegustu samúð.
Önundur Jónsson.
Í dag kveð ég með söknuði
fyrrverandi tengdamömmu og
vinkonu sem lokið hefur lífs-
göngu sinni eftir langa og farsæla
ævi. Guðrún og Ágúst maðurinn
hennar voru meðal frumbyggja í
Kópavogi og byggðu sér hús í
Álftröðinni. Ágúst lést árið ’86 og
var það mikill missir fyrir hana
og alla sem hann þekkti. Eftir
það bjó hún ein og sá um sig sjálf.
Hún var mjög myndarleg hús-
móðir og mikil prjónakona og
eigum við mæðgur allar lopa-
peysur eftir hana. Eftir að ég
flutti í Kópavoginn kom ég oft í
kaffi og spjall. Alltaf var heima-
bakað á boðstólum, til dæmis hin
fræga hjónabandssæla, krydd-
brauð og margt fleira. Ekki
fannst Guðrúnu heldur leiðinlegt
ef Kolli vinur hennar var með í
för og gaukaði að honum smá
nammi. Guðrún var alla tíð mjög
heilsuhaust en svo varð hún fyrir
því óhappi að detta heima hjá sér
og lærbrotna. Þá varð mikil
breyting á hennar högum og hún
gat ekki flutt aftur heim. Hún var
ekki alveg sátt við það en flutti í
Sunnuhlíð þar sem var mjög vel
hugsað um hana.
Kæra Guðrún mín, ég óska þér
góðrar ferðar og ég trúi því að
Gústi hafi tekið vel á móti þér.
Guð geymi þig. Kveðja frá Hildi
Ýri og Kolla.
Þín,
Nína.
Guðrún Dagný
Kristjánsdóttir
Með kærleik og virðingu
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Sævar Jón Andrésson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti
undirbúnings og framkvæmd
útfarar ásamt vinnu við dánar-
bússkiptin. Við þjónum með
virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
KATRÍN JÓNSDÓTTIR
frá Langholtskoti
lést á Ási í Hveragerði 23. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Hruna 1.
desember og hefst klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hrunakirkju.
.
Aðstandendur hinnar látnu.
Yndislegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN KRISTINN DANÍELSSON,
Jói Dan,
söngvari og lífskúnster frá
Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð,
lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík,
mánudaginn 23. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá
Dalvíkurkirkju laugardaginn 5. desember klukkan 13.30.
Þeim sem vildu minnast Jóhanns er bent á reikning sem
stofnaður hefur verið til stuðnings við hljóðfærakaup fyrir
Tónlistarskóla Dalvíkur: 0177-05-400700 kt. 081271-3999.
.
Yngvi Örn Stefánsson, Ragnheiður E. Ragnarsdóttir,
Anna G. Jóhannsdóttir,
Gísli Már Jóhannsson,
A. Kristín Jóhannsdóttir, Rúnar D. Bjarnason
og barnabörn.
Útför systur okkar, mágkonu og frænku,
SIGRÍÐAR HELGU
ÞORBJARNARDÓTTUR
líffræðings, Meistaravöllum 17,
Reykjavík,
verður gerð frá Neskirkju miðvikudaginn
2. desember klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Íslands,
.
Guðmundur Þorbjörnsson, Auðbjörg Ingimundardóttir,
Njáll Þorbjörnsson, Jóna Jónsdóttir,
Laufey Þorbjarnardóttir, Jón Sigurðsson,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jónas Matthíasson,
Guðrún Þorbjarnardóttir, Guðmundur Sigurðsson
og fjölskyldur.