Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Á sunnudaginn, 29. nóvember, verða ljósin tendruð á Óslóartrénu við hátíðalega athöfn á Austurvelli og hefst hún klukkan 15.30. Dagskráin verður með hefð- bundnum hætti. Lúðrasveit leikur, Stefán Hilmarsson og Ragnheiður Gröndal syngja jólalög og jólasvein- ar heilsa upp á börnin. Kynnir verð- ur Gerður G. Bjarklind. Fyrir hönd Reykvíkinga mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veita grenitrénu viðtöku frá Khamshajiny (Kamzy) Gun- aratnam, varaborgarstjóra Óslóar, sem afhendir Reykvíkingum tréð að gjöf. Að loknu þakkarávarpi mun hin sjö ára norskíslenski Birk- ir Elías Stefánsson tendra ljósin á trénu. Dagskrá hátíðarinnar verð- ur túlkuð á táknmáli. Boðið verður upp á heitt kakó og kaffi. Ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli Morgunblaðið/Styrmir Kári Austurvöllur Jólasveinarnir gera ætíð mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni. Ásýnd Jólaþorpsins í Hafnarfirði er að breytast og verð- ur allur miðbær Hafnarfjarðar eitt stórt jólaþorp. Þorp- ið í ár mun ná frá Byggðasafninu að Íshúsi Hafnar- fjarðar og munu íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í bænum leggja sitt af mörkum til að taka þetta stóra skref, segir í frétt frá bænum. Þúsund jólakúlum var komið fyrir á jafnmörgum bílum í Hafnarfirði í fyrrinótt til að vekja athygli á þessum breytingum. Kúlunum fylgdu jólabros, góðar óskir um gleðilega aðventu og hamingjurík jól. Eins og áður verður jólamarkaður í jólahúsum á og við Thorsplan og þau verða opin frá 12.00-17.00 laugardaga og sunnudaga á aðventunni auk 22. og 23ja de- sesmber en þá verða þau opin frá klukkan 18.00 til kl. 21.00. Dagskrá á sviði hefst kl. 13.30 og kl. 14.30 verður spilað jólabingó. Jólaböll, andlist- málun, myndataka með jólasveini, skátaævintýri og margt fleira verður í boði að auki. Kveikt var á jólatrénu á Thorsplani í gærkvöldi og kveikt verður á Cuxhaven-trénu við höfnina í dag, kl. 15.00. Miðbær Hafnarfjarðar breytist í jólaþorp Jólakúla fest á bíl. Aðventuhátíð verður haldin í Kópa- vogi 28. og 29. nóvember með jóla- dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu við menningarhúsin í Hamraborg og verður einnig dag- skrá í menningarhúsunum laugar- dag og sunnudag. Tendrað verður á jólatré bæjarins klukkan 16 á laugardegi og slegið upp jólaballi með söng og leik. Jóla- sveinarnir og jólakötturinn líta í heimsókn og jólaandinn svífur yfir vötnum á jólamarkaði. Dagskrá aðventuhátíðarinnar við menningarhúsin hefst klukkan 13 í dag. Þá verður opnður markaðurinn Hönnun og handverk í Kópavogi í Gerðarsafni og jólamarkaður á túni menningarhúsanna. Bragi Valdimar Skúlason kemur í jólaheimsókn í Bókasafn Kópavogs og ræðir um jólasveina og nýju plötuna sína. Klukkan 16 hefst aðventu- dagskrá. Sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tendra á jóla- trénu, sem er gjöf frá vinabæ Kópa- vogs, Norrköping. Síðan tekur við fjölbreytt jóladagskrá. Morgunblaðið/RAX Hamraborg Dagská helgarinnar verður í menningarhúsinu og nágrenni þess. Fjölbreytt aðventu- hátíð í Kópavogi Í dag, laugardaginn 28. nóvember, verða ljósin tendruð á jólatré Mos- fellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16.00. Athöfn- in á torginu hefur um árabil mark- að upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólahljómsveit Mosfells- bæjar spilar hátíðleg lög í anda jólanna. Leikskólabörn koma og að- stoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu. Skólakór Varmárskóla syngur fyrir gesti og gangandi. Kveikt á jólatré Mosfellinga Hinn árlegi jólabasar KFUK verður haldinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 laugardaginn 28. nóv- ember kl. 14.00-17.00. Á boðstólum verður handverk ásamt ljúffengum kökum, t.d. jólasmákökur og tertur, sultur og marmelaði. Þá verður einn- ig boðið upp á nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði með rjóma á vægu verði. „Hægt er að gera góð kaup á frábærum og einstökum jólagjöfum og styrkja um leið starf KFUM og KFUK,“ segir í tilkynningu. Basarinn er mikilvæg fjáröflun fyrir starf- semi KFUM og KFUK og allur ágóði af honum rennur til starfs félagsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á basarinn. Basar til styrktar KFUM og KFUK Jólaljósin verða tendruð á Akra- torgi, Akranesi laugardaginn 28. nóvember 16.00. Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri aðtoðar barna- börn Bjarna Þóroddssonar, sem gróðursetti tréð fyrir 20 árum við að tendra ljósin á trénu. Jóla- skemmtun hefst klukkan 14. Skóla- kór Grundaskóla og lúðrasveit Tón- listarskóla Akraness flytja nokkur jólalög og jólasveinar kíkja í heim- sókn. Morgunblaðið/Eggert Ljós á Akratorgi ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Félagsstarfið blómstrar nú þegar komið er fram á vetur. Karlakórinn Kári, sem skipaður er 25 körlum úr Grundarfirði, Stykkishólmi og Snæ- fellsbæ, æfir annan hvern mánudag í Grundarfjarðarkirkju en hinn mánudaginn inni í Stykkishólms- kirkju. Kirkjukórinn æfir svo á þriðjudagskvöldum og er það gít- arleikarinn Sigurgeir Sigmundsson sem leikur undir kórsönginn á gítar. Lionsklúbburinn hefur í nógu að snúast þessa dagana og Kvenfélagið Gleym mér ei hyggur á utanlands- ferð um næstu helgi.    Blóðsykursmæling fyrir til- stilli Lionsklúbbs Grundarfjarðar fór fram sl. laugardag í samvinnu við Heilsugæslustöðina hér. Hjúkr- unarfræðingur og sjúkraflutnings- maður á vakt sáu um að gera mæl- inguna og á þeim þremur tímum sem mælingar stóðu yfir létu 89 manns athuga stöðu sína. Af þeim var átta boðið að koma til frekari athugunar á Heilsugæslustöðinni. Þessi viðburður fer fram í tengslum við alþjóðlegan sykursýkisdag Lions 14. nóvember ár hvert og er liður í forvarnarstarfi Lionshreyf- ingarinnar.    Í tengslum við blóðsykursmæl- inguna afhentu Róbert W Jörg- ensen og Sigríður Finsen, fulltrúar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands, Heilsugæslustöð- inni í Grundarfirði blóðþrýst- ingssírita þennan sama dag og tók hjúkrunarfræðingurinn Edda Ýr Þórsdóttir við gjöfinni fyrir hönd Heilsugæslustöðvarinnar. Í stuttri tölu sem Róbert flutti greindi hann frá því að Hollvinasamtökin vildu gjarna nota tækifæri sem þetta til að tengja afhendingu gjafa við, þar sem Lionsklúbbarnir væru svo ötul- ir í stuðningi við heilbrigðiskerfið.    Aðventan bíður handan við hornið og af því tilefni verður margt um að vera í Grundarfirði 1. sunnu- dag í aðventu. Dagurinn hefst á guðsþjónustu í Grundarfjarðar- kirkju kl. 11, eftir hádegið stendur kvenfélagið fyrir sínum árlega að- ventu- og fjölskyldudegi í Sam- komuhúsinu. Kl. 17.00 verður stór- söngvarinn Þór Breiðfjörð með tónleika í Grundarfjarðarkirkju og að þeim loknum verður tendrað á miðbæjarjólatrénu. Það er Lions- klúbburinn sem sér um að útvega og setja upp jólatréð og síðan að tendra ljósin en kirkjukórinn að- stoðar við sönginn. Miðbæj- arjólatréð hefur um nokkurra ára skeið verið fengið frá Skógrækt- arfélagi Eyrarsveitar úr skóg- arlundi ofan við byggðina en þar var byrjað að gróðursetja árið 1987. Félagsstarfið blómstrar Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Tækið afhent Edda Ýr Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við blóðþrýst- ingssíritanum fyrir hönd Heilsugæslustöðvarinnar í Grundarfirði. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra við- burða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 26 dagar til jóla Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur hafnað beiðni frá EAB Ný orku ehf. um uppbyggingu vind- myllugarða í sveitarfélaginu. Fé- lagið hefur umboð fyrir samnefnt vindorkufyrirtæki í Þýskalandi sem hefur haft áform um uppsetningu vindmyllugarða hér á landi. Fulltrúar frá EAB Ný orku komu í sumar til fundar við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Þar var óskað eftir samstarfi um uppbyggingu vindmyllugarðs, eða -garða, til raf- orkuframleiðslu. Sveitarstjórnin frestaði umfjöllun á fundi sínum 10. júní sl. en tók málið fyrir að nýju núna í vikunni. Þar var ákveðið að hafna óskum fyrirtækisins. Telur sveitarstjórnin að Eyja- fjarðarsveit henti „alls ekki“ fyrir vindmyllugarð, eins og áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir. EAB Ný orka hefur óskað eftir samstarfi við fleiri sveitarfélög, m.a. Norðurþing og Rangárþing ytra, án þess að þar hafi verið skrif- að undir formlegt samstarf. Þá var gerð viljayfirlýsing með Fallorku, orkufyrirtæki á Akureyri. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fall- orku, segir viljayfirlýsinguna við EAB Ný orku enn í gildi og hafi ekki verið háð samstarfi við Eyja- fjarðarsveit. Hugmyndir þýska fyr- irtækisins gangi út á stóran vind- myllugarð en Fallorka sé á eigin vegum einnig að skoða ýmsa smærri möguleika í raforkufram- leiðslu. bjb@mbl.is Eyjafjarðarsveit hafnar samstarfi um vindmyllugarð KAI Pure Komachi 2: • Kai hefur framleitt hágæðahnífa í yfir 100 ár • Hnífarnir eru úr High-carbon ryðfríu stáli og með non-stick litaðri húð • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi Hágæða hnífar Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18, laugard. kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.