Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 kíktu í heimsókn Opnunarhátíð í dag 28. nóv. frá kl. 10-18 Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is L i f and i v e r s l un Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil Verð að eins 13.900 kr. Ný stærri og glæsilegri verslun Frábær opnunar- tilboð Elite fiskabúr 54 l. TILBOÐ • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari Jólasveinninn kemur við kl. 2 með gotterí fyrir börnin. Bjarni trubardor kemur kl. 3 og spilar fyrir gesti. Hunda- og kattafóður á frábæru verði Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Nesprestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Embættið veitist frá 1. febrúar 2016. Biskup Íslands skipar í embætti sóknarprests til fimm ára. Í Nesprestakalli er ein sókn, Nes- sókn, með rúmlega ellefu þúsund íbúa og eina kirkju, Neskirkju í Reykjavík. Nesprestakall er á samstarfs- svæði með Hallgrímsprestakalli, Dómkirkjuprestakalli, Háteigs- prestakalli og Seltjarnarnes- prestakalli. Umsóknarfrestur er til 5. janúar næstkomandi. Núverandi sóknarprestur í Nes- prestakalli er sr. Örn Bárður Jóns- son. Hann hefur verið í leyfi og starfar erlendis um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum frá Bisk- upsstofu hefur sr. Örn Bárður nú sagt embættinu lausu. Prestar kirkjunnar eru sr. Skúli Sigurður Ólafsson og sr. Sigurvin Jónsson. sisi@mbl.is Embætti laust til umsóknar Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent á sérstöku afmælisþingi Rannís sl. fimmtudag, en um þessar mundir eru 75 ár síð- an Rannsóknaráð Íslands var stofn- að. Tveir ungir vísindamenn hlutu verðlaunin. Dr. Sesselja Ómars- dóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech, og dr. Egill Skúlason, eðlisefnafræð- ingur og dósent við raunvís- indadeild Háskóla Íslands, hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem jafn- framt er formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti Sesselju og Agli verðlaunin. Sesselja er fædd árið 1975 og lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún varði svo doktorsritgerð sína frá Háskóla Ís- lands vorið 2006 á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna. Egill Skúlason er fæddur árið 1979 og lauk meistaraprófi í reikni- efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og síðan doktorsprófi 2009 í verkfræðilegri eðlisfræði frá Danska tækniháskólanum. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin, sem nú eru 3 milljónir króna, hafa verið veitt frá árinu 1987, í fyrsta sinn á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Vísindamenn verðlaunaðir Afhending Verðlaunahafarnir ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Tveir ungir vísindamenn hlutu Hvatningarverðlaunin Vinna er nú hafin við að setja upp tæplega 400 fer- metra skautasvell á Ingólfstorgi sem umbreytist í Ing- ólfssvell í desem- ber. Nova stendur að svellinu í sam- starfi við Sam- sung í tilefni af 8 ára afmæli Nova 1. desember og þann dag verður svellið opnað formlega kl. 20. Svellið verður opið frá hádegi og fram á kvöld til og með 23. desember. Svell í Sahara-eyðimörkinni Jólaþorp mun rísa í kringum Ing- ólfssvellið þar sem hægt verður að kaupa veitingar og útivistarfatnað. Frítt er inn á svellið, hægt að leigja skauta og hjálma og leigja sérstakar skautagrindur. Hægt verður að panta svellið fyrir skólahópa og fyrir- tækjahópa. Nova er í samstarfi við hollenskt fyrirtæki um uppsetningu á skauta- svellinu. Hefur það meðal annars sett upp svell í Sahara-eyðimörkinni og Suður-Afríku. Skautasvell á Ingólfstorgi í desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.