Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
François Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær, að
Frakkar myndu mæta „her ofstækismannanna“, sem stóð
fyrir hryðjuverkaárásum í París fyrir hálfum mánuði, með
söngvum, tónleikum og leiksýningum.
„Við munum ekki gefast upp fyrir ótta og hatri,“ sagði
Hollande í athöfn, sem haldin var til að minnast þeirra sem
létust í árásunum 13. nóvember. „Ég heiti því, að Frakkar
munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að útrýma her
ofstækismannanna, sem framdi þessi ódæði.“
Minningarathöfnin fór fram í L’hôtel des Invalides í París
þar sem Napóleon Frakklandskeisari er grafinn. Um 2.600
manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal nokkrir sem
særðust í árásunum og myndum af þeim, sem létu lífið, var
varpað á risastóra skjái. 130 létust í árásunum, að stórum
hluta ungt fólk, og 350 særðust.
Fjölskyldur nokkurra fórnarlamba afþökkuðu boð um að
taka þátt í athöfninni og sögðu, að frönsk stjórnvöld hefðu
ekki gripið til nægra varúðarráðstafana eftir árásina á rit-
stjórnarskrifstofur háðblaðsins Charlie Hebdo og verslun
gyðinga í París í janúar.
„Þökk, herra forseti, stjórnmálamenn, en við afþökkum
handaband ykkar og minningarorð og við teljum ykkur að
hluta ábyrga fyrir því sem gerðist,“ skrifaði Emmanuelle
Prevost á Facebook-síðu sína. Bróðir hennar var meðal
þeirra 90, sem létu lífið í árás hryðjuverkamannanna á Ba-
taclan-tónleikahúsið 13. nóvember. AFP
Látum ekki óttann
og hatrið sigra
Frakkland
Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
Til sölu fallegt eintak af Mercedes-Bens ML 500 AMG útlitspakki. Árgerð 2006.
Ekinn aðeins 110 Þ.KM. Næsta skoðun 2016 BENSÍN knúinn. Skráður 5 manna.
SJÁLFSKIPTUR. 5000cc slagrými. 5 dyra. 303 hestöfl. 4 heilsársdekk. FJÓRHJÓLADRIF
Verð kr. 3.990.000. Skipti: ÓDÝRARI
Nánari upplýsingar veitir Bílasala Íslands í síma 510 4900, Skógarhlíð 10
Ökutækið er á staðnum.
MERCEDES-BENZ ML 500
Aldrei hafa fleiri ný tilfelli HIV-
smits, sem veldur alnæmi, greinst í
Evrópu á einu ári en í fyrra. Fjölg-
unin er einkum í Rússlandi og meðal
innflytjenda, sem smituðust af veir-
unni eftir að þeir komu til álfunnar.
„Þrátt fyrir allar þær aðgerðir,
sem gripið hefur verið til í barátt-
unni gegn HIV greindust yfir 142
þúsund ný tilfelli í Evrópu, mesti
fjöldi til þessa. Þetta er mikið
áhyggjuefni,“ segir Zsuzsanna
Jakab, yfirmaður Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO) í Evr-
ópu, í skýrslu sem kom út í vikunni.
Fram kemur í skýrslunni, að 4,4%
fleiri hafi greinst með HIV-smit í
fyrra samanborið við árið 2013. 60%
þessara tilfella voru í Rússlandi og
fjölgunin er mest þar og í austur-
hluta Evrópu en dregið hefur úr ný-
gengi HIV-smits í vesturhluta álf-
unnar.
Fleiri ungmenni látast
Í gær voru einnig birtar nýjar töl-
ur frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) sem sýndu, að þre-
falt fleiri ungmenni deyja úr alnæmi
nú en en fyrir fimmtán árum.
Alnæmi er algengasta dánarorsök
ungmenna í Afríku og önnur algeng-
asta dánarorsök ungmenna í heim-
inum.
AFP
HIV-próf Árlegi alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember. Víða eru við-
burðir í tilefni dagsins til að vekja athygli á baráttunni gegn HIV og al-
næmi. Í Mónakó verður boðið upp á ókeypis HIV-próf og á myndinni er Stef-
anía Mónakóprinsessa ásamt sjálfboðaliðum að kynna það átak.
Metfjölgun HIV-
smitaðra í Evrópu
Alnæmi alvarleg ógn við ungmenni
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússnesk stjórnvöld ákváðu í gær að
beita refsiaðgerðum gegn Tyrkjum
fyrir að hafa skotið niður rússneska
herþotu við landamæri Tyrklands og
Sýrlands á þriðjudaginn var. Hefur
meðal annars verið hætt við áform
um að hætta við vegabréfsáritanir
sem tyrkneskir ferðamenn til Rúss-
lands þurfa að verða sér úti um. Þá
létu stjórnvöld í veðri vaka að von
væri á fleiri þvingunum gagnvart
Tyrkjum.
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip
Erdogan, varaði Rússa við því að
„leika sér að eldinum,“ og gagnrýndi
viðbrögð þeirra hart, auk þess sem
hann mótmælti stuðningi Rússa við
Assad.
Óskar eftir fundi með Pútín
Engu að síður sagði Erdogan jafn-
framt að hann vildi hitta Vladimír
Pútín, forseta Rússlands, í París í
næstu viku, en þá verður haldin
loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna. Stjórnvöld í Moskvu gáfu þó
lítið fyrir þá beiðni meðan Tyrkir
hefðu enn ekki beðist afsökunar á því
að hafa grandað þotunni.
Sergej Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði Tyrki hafa farið yf-
ir strikið, og varaði við alvarlegum
afleiðingum fyrir Tyrki og áhrif
þeirra í Mið-Austurlöndum. Rússar
hafa þó tekið fyrir það að þeir muni
svara fyrir sig með hervaldi, en
Tyrkir eiga aðild að Atlantshafs-
bandalaginu.
Dímítrí Peskov, talsmaður Pútíns,
sagði að forsetinn hefði fengið að vita
af ósk Erdogans um fund, en að hann
hefði engu svarað.
Varaðir við því „að
leika sér að eldinum“
Erdogan gagnrýnir refsiaðgerðir Rússa gegn Tyrklandi