Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Snjónum hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæð-
inu undanfarna daga. Hefur hann að mestu fallið
lóðrétt niður á borgarbúa, þó að breyting gæti
orðið þar á í dag. Í slíkum aðstæðum getur verið
gaman að vappa um dúðaður og umvafinn um-
hyggju ofan á snjóhulunni. Í það minnsta virðast
smábörnin una sér vel þar sem þau skoða heim-
inn á meðan pabbi og mamma flytja þau um og
njóta fegurðarinnar í snjókomunni.
Dúðuð og umvafin í vetrarríkinu
Morgunblaðið/Golli
Snjónum hefur kyngt niður undanfarna daga
Reykjavíkurborg
ætlar að hagræða
í rekstri sínum á
næsta ári um 1,8
milljarða króna,
líkt og fram kom í
aðgerðaáætlun
um sparnað
næstu tvö árin í
rekstri borg-
arinnar sl.
fimmtudag.
Skóla- og frístundasviði er ætlað
að hagræða á næsta ári um 670 millj-
ónir króna, velferðarsviði um 412
milljónir króna og umhverfis- og
skipulagssviði er ætlað að hagræða
um 172 milljónir á næsta ári.
Búið að kortleggja vinnuna
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var
í gær spurður hvernig velferðar-
sviðið ætlaði að ná fram þeirri hag-
ræðingu sem krafist er: „Við vitum
hvert umfangið er og við erum búin
að kortleggja hvernig vinnu okkar
verður háttað á næstunni. En það
eru ekki komnar á blað hjá okkur
ákveðnar aðgerðir eða tillögur,“
sagði Stefán.
Hann segir að nú verði hagræð-
ingarhópar settir á laggirnar, sem
eigi að móta tillögur, sem fari svo til
meðferðar á viðeigandi stöðum í
kerfinu, viðkomandi fagráðum og
loks til afgreiðslu hjá borgarráði og
borgarstjórn fyrir 1. febrúar 2016.
agnes@mbl.is
Hagræð-
ing borgar
undirbúin
Stefán
Eiríksson
Tillögur fyrir
1. febrúar 2016
Í gær var lokadagur til að ná sam-
komulagi um framtíð Reykjaneshafn-
ar. Höfnin er afar skuldsett og fundað
var í gær með kröfuhöfum sem gáfu
greiðslufrest 15. október til gærdags-
ins. Kjartan Már Kjartansson, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, sagði í gær-
kvöldi að ekki væri hægt að gefa
upplýsingar um málefni fundarins
fyrr en kauphöllinni hefði verið til-
kynnt um niðurstöðu hans og mun
það verða gert í dag. Skuldir Reykja-
neshafnar eru á annað hundrað millj-
ónir kr. og hefur bæjarstjórn áður
hafnað óskum hafnarinnar um fjár-
mögnun til að geta staðið við skuld-
bindingar hennar.
Veita engar
upplýsingar
Lárus Jónsson, fyrr-
verandi alþingismaður
og bankastjóri, and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 29. nóvember, 82
ára gamall.
Lárust fæddist í
Ólafsfirði 17. nóv-
ember 1933. Foreldrar
hans voru Unnur Þor-
leifsdóttir húsmóðir,
og Jón Ellert Sigur-
pálsson, skipstjóri og
hafnarvörður.
Lárus lauk lands-
prófi frá Héraðsskól-
anum í Reykholti 1950, stúdents-
prófi frá MR 1954 og prófi í
viðskiptafræði frá HÍ 1960.
Meðfram háskólanáminu starfaði
Lárus sem aðstoðarmaður veður-
fræðinga á Veðurstofu Íslands.
Hann var bæjargjald-
keri í Ólafsfirði 1960-
68, starfsmaður Efna-
hagsstofnunar 1968-70
og framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga 1970-71.
Lárus var alþingis-
maður fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Norður-
landskjördæmi eystra
1971-84. Á því tímabili
sat hann á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóð-
anna 1974 og 1980 og
var fulltrúi í þing-
mannasamtökum
NATO 1980-84.
Lárus var bankastjóri Útvegs-
banka Íslands 1984-87. Hann starf-
aði við ráðgjafarstörf á eigin vegum
til 1988 þegar hann varð fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda og var í því
starfi 1988-91. Síðan var Lárus
framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna 1991-99.
Lárus gegndi ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum um ævina. Hann
var m.a. bæjarfulltrúi í Ólafsfirði
1966-70 og í bæjarstjórn Akureyrar
1970-74 og formaður skipulags-
nefndar bæjarins. Stjórnarformaður
Sölustofnunar lagmetis 1988-91 og
umdæmisstjóri Rótarýhreyfing-
arinnar á Íslandi 1967-68.
Lárus skrifaði fjölda greina í blöð
og tímarit, einkum um efnahags- og
byggðamál. Hann gaf út tvær ljóða-
bækur á eigin vegum.
Eftirlifandi eiginkona Lárusar er
Guðrún Jónsdóttir (f. 1932). Þau
gengu í hjónaband 10. september
1955. Lárus og Guðrún eignuðust
fjögur börn: Jón Ellert, Unnar Þór,
Mörtu Kristínu og Jónínu Sigrúnu.
Andlát
Lárus Jónsson
Tækni í þína þágu
hitataekni.is
Bjóðum upp á fjölbreyttan
búnað svo sem loftræsingar,
hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað
og stýringar.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Eftir árangurlausan fund í kjaradeilu
starfsmanna álversins í Straumsvík
er útlit fyrir að verkfall hefjist á mið-
nætti í kvöld en ekki hefur verið boð-
aður annar fundur í deilunni. Að sögn
Ólafs Teits Guðnasonar, talsmanns
Rio Tinto á Íslandi, mæta starfsmenn
til vinnu á morgun þó svo að verkfall
skelli á, en samkomulag álversins og
starfsmanna kveður á um að starfs-
menn mæti til vinnu í tvær vikur eftir
að verkfall skellur á til þess að
slökkva á 480 kerum álversins.
Ólafur segir Gylfa Ingvarsson, tals-
mann starfsmanna í Straumsvík,
ítrekað hafa sagt við fjölmiðla að
stjórnendur hafi fengið launahækk-
anir fyrr á árinu án þess að hafa þurft
að selja frá sér störf.
„Stjórnendur og sérfræðingar eru
ekki varðir með sama ákvæði. Þeir
fengu tæplega þriggja prósenta
hækkun á árinu sem er talsvert lægra
en er verið að bjóða í þessum samn-
ingi. Það er ólíku saman að jafna þar,“
segir Ólafur og bætir við að stjórn-
endur njóti engrar verndar gegn
verktöku og geti því að sjálfsögðu
ekki afsalað sér einhverri vernd sem
þeir hafa ekki. „Það væri til dæmis
hægt að setja mitt starf í verktöku, ég
hef ekkert að selja í því,“ segir Ólafur.
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfs-
manna, sagði í samtali við Morgun-
blaðið fund gærdagsins hafa verið
mjög stuttan og árangurslausan.
Hann segir afstöðu samninganefnd-
arinnar óbreytta, starfsmenn ætli að
standa fast á því að nýjar heimildir til
verktöku verði ekki heimilaðar.
Trúnaður ríkir um samninginn
Aðspurður hvort Rio Tinto hafi
aðrar fyrirætlanir um raforku en að
nýta hana í álverið og hvort Rio Tinto
sé heimilt að framselja orkuna frá
Landsvirkjun komi til lokunar álvers-
ins segist Ólafur ekki geta tjáð sig um
orkusamninginn, þar sem um hann
ríki trúnaður. Hann segist aftur á
móti ekki vita til þess að slíkt hafi
nokkurn tíma komið til umræðu hjá
Rio Tinto og auk þess sé enginn sæ-
strengur til staðar.
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður
samskiptasviðs Landsvirkjunar, seg-
ir Landsvirkjun og Rio Tinto hafa
gert með sér nýjan rafmagnssamning
árið 2010 um orkusölu til álversins
sem staðfestur var við endurskoðun í
desember 2014, fyrir ári. Sá samning-
ur gildi til ársins 2036. Magnús bar
fyrir sig trúnað um samninginn
spurður um heimild til Rio Tinto til að
framselja orkuna.
Verkfall í álverinu í Straums-
vík á miðnætti ef ekki semst
Enginn samningafundur í dag Óljóst um orkuna ef álverinu verður lokað