Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Sjóveikur í München segirsögu Ungs Manns sem eftirófullnægjandi tímabil í list-námi á Fróni ákveður að hleypa heimdraganum og halda út í lönd. Fyrir röð tilviljanna verður München, af öllum borgum, fyr- irheitna landið. Dvölin þar er væg- ast sagt ekki dans á rósum og fylgir lesandinn Ungum Manni í gegnum röð niðurlæginga og skipbrota áður en hann um síðir kemst heim, hrak- inn en þó einhvers vísari. Hallgrímur Helgason skrifar hér í fyrsta sinn sjálfsævisögulegt verk og þótt ein- hverjum nöfnum hafi verið breytt og eftirminnilegu atriði á bak við gluggatjöld bætt inn fylgir bókin að sögn höfundar veruleikanum nokkuð nákvæm- lega. Þó er eitt veigamikið atriði skáldskapur – Ungur Maður er afspyrnu slappur í maganum og selur reglulega upp svartri torkennilegri ælu sem er bæði honum og lesanda mikil ráð- gáta framan af. Þótt Hallgrímur hafi ekki skrifað verk af þessu tagi áður eru flest höfundareinkenni hans þó til staðar. Hann heldur yf- irleitt ákveðinni fjarlægð við við- fangsefnið, eins þegar viðfangið er hann sjálfur. Fjarlægðin er að hluta fengin með húmor en einnig ein- hverri tilfinningu fyrir stærra sam- hengi hlutanna. Jafnvel þegar text- inn hverfist um dramatíska atburði í lífi Ungs Manns þá er frásögnin allt- af meðvituð um að lífið heldur áfram – eins ósanngjarnt og það er. Þetta er ágætt stílbragð sem gefur Ung- um í senn minna og meira vægi. Minna af því bæði Ungur og lesand- inn skilja hversu smár hann er í stóra samhenginu en meira af því sérhvert atriði er ekki einangrað og bundið við Ungan Mann heldur vís- ar út fyrir sig og þannig verður hann hluti af heiminum. Þetta er enn frekar undirstrikað með vís- unum í listasöguna sem fléttast saman við persónulega sögu Ungs, tilvistarkreppa hans er samofin til- vistarkreppu listarinnar á 20. öld- inni. Stíllinn er, eins og ávallt hjá Hall- grími, plássfrekur og spruðlandi af hugmyndum og hér nær hann mjög góðu jafnvægi milli sögu og stíls. Hugmyndirnar, myndlíkingarnar og orðafimleikarnir styðja og skerpa frásögnina – lesandinn tapar ekki þræðinum í flugeldasýningunni eins og stundum hefur gerst, heldur fellur bjarminn af henni á Ungan Mann og umhverfi hans og lýsir það upp. Hallgrímur er líka einlægari en oft áður þótt lýsingin á Ungum verði seint talin tilfinningasöm. Höf- undur hlífir honum hvergi og er stundum grimmur en þó er engri mannfyrirlitningu fyrir að fara. Ungur er ungur á þann máta sem erfiðastur er – þetta er ekki frásögn manns sem nýtur æsku og frelsis og drekkur barmafullan bikar lífsins, þetta er krumpaður og bældur ung- ur maður sem reynir að leika með í leikriti þar sem allir aðrir hafi feng- ið handrit en hann einn er ut- anveltu, fullkomlega óviss um hlut- verk sitt. Sjálfið er krumpað og sjálfið er bundið tungumálinu, rödd- inni og því táknrænt hvað Ungur á erfitt með að tjá sig í Þýskalandi. Þrátt fyrir einhverja kunnáttu í tungumálinu hljómar hann ekki eins og hinn viti borni maður á þýsku og eykur þetta enn á hjálparleysi Ungs og framandleika heimsins: „Ungur gekk líkt og háfætt barn inn í braut- arhofið í Frankfurt, ómálga og ótta- sleginn, ein stór augu“ (6). Hann var utanveltu á Íslandi kaldastríðsins þar sem hver hugsun var flokkuð til hægri eða vinstri, í Morgunblaðið eða Þjóðviljann, en er ekki síður á skjön í Evrópu þar sem allt hefur þegar verið sagt og gert. Hann sveiflast á milli minnimátt- arkenndar vegna smæðar og hall- ærisleika Íslands og vonbrigða yfir Evrópu. Samtíminn er óbærilegur og Ungur er „fastur í fangelsi tím- ans, klefa nr. 1981“ (48). Þótt Ísland Ungs sé vissulega ansi svart/hvítt verður ekki fram hjá því litið að sýn hans á samtímann er myljandi fynd- in. Lýsingarnar á óbærilegum von- arstjörnum úr Lærða skólanum sem hann losnar ekki við þótt hann flýi land eru gulls ígildi og ekki síður sú mynd sem dregin er upp af „listrón- um“ sem eru því miður ekki bundnir við Ísland áttunda áratugarins. Hin óþolandi krafa Íslendingsins um að drekka til að vera maður með mönnum er tekin fyrir og sömuleið- is hin landlæga karlremba sem get- ur falist í róttækum, hugsjónaglöð- um listamannaklíkum. Það er nefnilega lúmskur feminískur und- irtónn í bókinni sem birtist t.d. í lýs- ingum á samferðakonum Ungs í Mynd og hand þar sem „sambúðin gerði allar konur að mæðrum“ (64). Fyrstu tilburðir Ungs í sam- skiptum við hitt kynið eru svo í takt við annað fremur óbærilegar – klaufalegur dans sem ekki næst nein sveifla í, andvana fæddar til- raunir sem fá lesandann til að kreppa tærnar í skónum. Þá er ónefnt ofbeldið sem Ungur Maður verður fyrir á jólanótt í Flórens. Samfélagsumræður um þann stutta kafla bókarinnar sem snýr að nauðguninni segja raunar minnst um gæði skrifanna en sýna svo ekki verður um villst að umræðan um karlmenn sem fórnarlömb nauðg- ana er skuggalega stutt á veg kom- in. Uppköstin sem hrjá Ungan eru ráðgáta framan af. Hallgrímur hef- ur talað um uppköstin sem eins kon- ar morgunógleði – og eftir níu mán- aða morgunógleði má búast við fæðingu, fæðingu listamanns, fæð- ingu rithöfundar. Augnablikið þeg- ar Ungur gerir tenginguna milli æl- unnar og ritlistarinnar er reyndar örlítið upphafið og klaufskt en höf- undur bætir það upp með loka- hnykknum – því hvað á betur við, hvað er dásamlegra, íslenskara og kaldhæðnislegra en að höfundur hefji sinn feril með því að rita minn- ingargrein í Morgunblaðið? Í lok bókar hefur engum álögum verið lyft af Íslandi eða heiminum. Múrinn er ekki fallinn og kjarn- orkuváin er ekki horfin. Mogginn og Þjóðviljinn koma ennþá út – en hins vegar hefur Ungur Maður fundið þótt ekki sé nema eitt brot í sjálfs- mynd sína – og í því felst allur gald- urinn. Höfundurinn „Stíllinn er, eins og ávallt hjá Hallgrími, plássfrekur og spruð- landi af hugmyndum og hér nær hann mjög góðu jafnvægi milli sögu og stíls,“ segir rýnir um sögu Hallgríms Helgasonar. Raunir Hallgríms unga Skáldsaga Sjóveikur í München bbbbm Eftir Hallgrím Helgason. JPV forlag, 2015. Innbundin, 325 bls. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eva Björk Harpa, Stúdío Ólafs Elíassonar og Höfuðborgarstofa kalla eftir til- lögum að listaverkum sem nýta sér ljósahjúp Hörpu með frumlegum hætti. Eitt verk verður valið og sýnt á Vetrarhátíð í Reykjavík. Verð- launaféð er 200.000 krónur. „Með verkefninu er kominn fram nýr og stærri vettvangur fyrir stafræna list í Reykjavík sem er ætlað að marka Reykjavík sess sem fram- sækinni höfuðborg á sviði tækni og lista,“ segir í tilkynningu. Umsókn- arfrestur er til 23. desember og upplýsingar á: harpa.is/ljosverk. Vilja ljósaverk á glerhjúp Hörpu Morgunblaðið/Eggert Litadýrð Samkeppnin er opin öllum sem vinna með ljós eða list í einhverju formi. Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar Njála (Stóra sviðið) Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Margverðlaunað meistarastykki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar Sókrates (Litla sviðið) Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00 Fim 3/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR H Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 Lokasýning Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Björn Hlyn Haraldsson. Heimkoman (Stóra sviðið) Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 Lokasýning Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.