Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stefnt er að því að opna íbúðahótel í
bakhúsi neðst á Laugavegi í Reykja-
vík í mars á næsta ári. Framkvæmd-
irnar fela í sér stækkun hússins og
fjölgun hótelíbúða úr fjórum í átta.
Fyrirtækið Icewear á húseignina.
Um er að ræða bakhús með hús-
númerið Laugavegur 1. Það er á bak
við eitt elsta verslunarhúsnæði
Reykjavíkur. Félag í eigu Icewear
hefur leigt hótelíbúðir í bakhúsinu.
Við framkvæmdirnar er bakhúsið
endurbyggt. Kjallari hefur verið
grafinn niður og verður þar verönd.
Að auki er nú byggð 4. hæð ofan á
húsið. Með henni bætast við 109,5
fermetrar og verður húsið 452 fer-
metrar.
Líka með íbúðir á Akureyri
Ágúst Þór Eiríksson, eigandi
Icewear, segir framkvæmdirnar við
bakhúsið kosta vel á annað hundrað
milljónir króna. Hann segir verk-
efnið hluta af starfsemi Icewear.
„Við erum að byggja átta hótel-
íbúðir og reiknum með að opna 1.
mars. Ég er þegar með þrjár íbúðir
til útleigu á Akureyri. Þetta er því
útvíkkun á starfsemi Icewear. Það
er ekki lengur kjallari í bakhúsinu,
enda grófum við niður á jafnsléttu.“
Staðsetningin er mjög góð og
myndu 8 ríflega 50 fermetra íbúðir á
þessum stað ekki kosta undir sam-
tals 200 milljónum króna.
Ásgeir Þór segir mikil tækifæri í
rekstri hótelíbúða í miðborg
Reykjavíkur. Eftirspurnin sé mikil.
Umræddar íbúðir verði í lúxus-
flokki. Hann segir einn starfsmann
hafa verið ráðinn til að sinna bók-
unum og öðrum verkefnum. Svo
bætist við þrif og annað sem tengist
rekstrinum. Lyklamóttaka verður
þar sem nú er minjagripaverslun í
framhúsinu á Laugavegi 1. Þar
verður opnuð Icewear-verslun.
Fyrirtækið Icewear á framhúsið
líka.
Framhúsið er skráð hjá Fast-
eignaskrá sem 336,5 fermetra versl-
un. Á sömu lóð er jafnframt umrætt
350 fermetra bakhús sem var byggt
1927. Bæði húsin tilheyra sömu lóð.
Samkvæmt Fasteignaskrá var
húseignin Laugavegur 1 byggð árið
1827, nánar tiltekið framhúsið.
Hins vegar segir í bókinni
Reykjavík: Sögustaður við Sund,
eftir Pál Líndal að framhúsið hafi
verið reist 1848 og er hér miðað við
það ártal.
Margir kannast við verslunina
Vísi sem er nú rekin í austari við-
byggingu við framhúsið. Þess má
geta að nú eru 100 ára liðin síðan
þeir Guðmundur Ásbjörnsson og
Sigurbjörn Þorkelsson hófu þar
verslunarrekstur og var sá síðar-
nefndi jafnan kenndur við Vísi.
Gamla húsið endurbyggt
Ásgeir Þór segir miðhúsið friðað,
en það er elsti hluti framhússins.
Viðbyggingar á einni hæð til vesturs
og austurs séu það ekki. Hann segir
standa til að rífa viðbyggingarnar og
endurbyggja miðhúsið.
„Við eigum byggingarrétt upp á
1.350 fermetra [á lóðinni]… Hug-
myndin er að endurgera húsið og
byggja eina hæð í kjallara, gera
verslun á tveimur hæðum og fara út
í portið. Við höfum leyfi til þess að
fara út í portið með verslunina,“
segir Ágúst Þór og tekur fram að
þessi uppbygging sé á hugmynda-
stigi. Ætlunin sé að auka versl-
unarrými úr 260 í 660 fermetra.
Þessi hluti Laugavegar mun taka
frekari breytingum þegar fram-
kvæmdir við nýja glerbyggingu á
Laugavegi 2-4 hefjast á næstunni.
Byggja lúxusíbúðir á Laugavegi
Icewear endurbyggir gamla vörugeymslu Þar verða átta lúxusíbúðir leigðar út til ferðamanna
Gamalt framhús frá 1848 líka endurbyggt Gert verður port sem tengir framhús og bakhús
Teikning/Davíð Kristján Pitt/Stúdíó andrúm arkitektar/Birt með leyfi
Drög Eins og teikningin sýnir verða gerðar svalir á vesturhlið bakhússins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gamla Vísishúsið Til stendur að endurbyggja framhúsið og rífa viðbyggingar til vesturs og austurs.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Breyting Verið er að byggja fjórðu hæðina ofan á bakhúsið. Hótelíbúðir verða í húsinu.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Nú er vetur!
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
S805-10D 135cm
ál snjóskófla
2.595
S805-4L 170CM
ál snjóskafa
2.190
Rúðuskafa
190Hálkusalt 5 kg
585
Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar
740 Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Veðurstofa Íslands biður fólk um að
aka ekki af stað á illa útbúnum bílum
og fylgjast vel með veðri og færð á
vegum í dag en spáð er mikilli snjó-
komu, stormi og skafrenningi suð-
vestan til framan af degi en óveðrið
færist síðan norður og austur yfir
landið þegar líður á daginn. Búast
má við slæmu skyggni víða suðvest-
anlands fram eftir degi.
Haraldur Eiríksson, veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að austan stormur gerði vart
við sig strax í morgunsárið suðvest-
anlands. Fram að hádegi yrði skaf-
renningur í borginni og um hádeg-
isbil tæki að snjóa. Mest yrði
snjókoman frá því um hádegisbil til
klukkan fjögur, fimm seinnipartinn í
dag.
Allt að 20 m/s í Reykjavík
Vindur verður á bilinu 15 til 25 m/s
suðvestan til og segir Haraldur að í
höfuðborginni gæti vindur farið í allt
að 20 m/s.
Þegar líður á daginn snýst vind-
áttin í vestanátt á höfuðborgarsvæð-
inu og lægir þá mikið að sögn Har-
aldar, en búast má við að það verði
fljótlega upp úr hádegi sem það ger-
ist, um tvö-, þrjúleytið.
Veðrið færist síðan austur og
norður yfir landið þegar líður á dag-
inn en að sögn Haraldar sleppur
Norðurlandið eitthvað betur við
storminn, þar verður úrkoma ekki
eins mikil, en þó má búast við skaf-
renningi enda er þar nokkur lausa-
snjór á jörðu.
Búast má við því að dragi verulega
úr snjókomu á höfuðborgarsvæðinu
seinni partinn í dag, um klukkan
fjögur, fimm.
Frost verður víða 1 til 10 stig en
hlánar við suðurströndina í dag.
Spáð mikilli snjókomu
og ófærð um land allt
Færist austur og norður yfir land þegar líður á daginn
Morgunblaðið/Golli
Óveður Veður verður verst á höfuð-
borgarsvæðinu upp úr hádegi.