Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Snyrting Snjórinn setur sinn svip á umhverfið í Grasagarðinum í Laugardal, en ekki er gott að hann safnist saman á greinum og því sér Hannes Þór Hafsteinsson um jólaklippinguna í tíma.
Golli
Kynferðisbrot reyn-
ast dómstólum oft erfið
í meðförum. Í þeim
felst inngrip í líf brota-
þola sem árásarmaður
hefur engan rétt til.
Engin áhöld eru um að
fyrir slík brot ber að
refsa.
Í íslenskum rétti,
eins og í rétti allra ann-
arra ríkja sem skyld
eru okkur að menn-
ingu og lögum, er í refsirétti höfð í
heiðri regla sem við öll könnumst
við, reglan um sakleysi þar til sekt
sannast. Í henni felst að við viljum
frekar taka áhættuna á að sekur
maður sleppi en að saklausum sé
refsað. Það getur eyðilegt líf manns
að verða dæmdur fyrir glæp sem
hann ekki hefur framið. Slíkt viljum
við flest umfram allt forðast.
Líklega er sönnunarstaðan um
sekt ekki jafnerfið í neinum brota-
flokki eins og í flokki kynferð-
isbrota. Þetta stafar af því að kyn-
mök, þar sem báðir aðilar eru
samþykkir, er eðlilegur þáttur í
mannlífinu. Ef annar
aðilinn er sakaður um
að hafa þvingað hinn til
kynmaka en heldur því
fram að mökin hafi far-
ið fram að vilja beggja,
vandast málið. Vera
kann að sönn-
unargögnum sé til að
dreifa um ofbeldið, þó
að sakborningur neiti
sök sinni. Séu þau
nægileg til að upphefja
vafa um sökina ber
auðvitað að telja brotið
hafa verið framið og
kveða á um refsingu hins sakaða
manns. Ef á hinn bóginn, eins og al-
gengt er, orð standa á móti orði og
ekki er unnt að færa fram sönn-
unargögn um sökina, verður að
sýkna. Vera kann að sá sem sýkn-
aður er hafi framið brotið þó að sök-
in hafi ekki sannast. Sé það raunin
er vitaskuld slæmt að hann skuli
sleppa. Það eru hins vegar útgjöld
sem við verðum að greiða í þágu
þess markmiðs sem við flest viljum
hafa í heiðri, að refsa ekki þeim sem
er saklaus af glæp.
Svo er annað einkenni á þessum
flokki afbrota sem gerir hann oft
frábrugðinn öðrum, en það er staða
brotaþola. Yfirleitt finnst þeim sem
kæra svona brot að þeir eigi per-
sónulega mikið í húfi um að sakfellt
sé. Það er vel skiljanlegt. Þessi að-
staða getur samt ekki að réttum lög-
um valdið því að slakað sé á kröfum
um sönnun brots. Þetta verða menn
að skilja. Hversu mjög sem þeir vilja
fremur trúa kæranda en hinum sak-
aða, þá geta stofnanir réttarríkisins
ekki beitt slíkum viðmiðunum. Það
verður einfaldlega að sanna sökina
þannig að hún sé hafin yfir skyn-
samlegan vafa. Þá verða menn að
muna að ekki er nægilegt að sanna
að mök hafi átt sér stað, heldur
verður líka að gera kröfu til þess að
hinum sakaða hafi mátt vera ljóst að
hinn aðilinn hafi verið þeim andsnú-
inn.
Stundum virðist mega ráða af um-
ræðum samfélagsins um þennan
málaflokk að konur séu líklegri en
karlar til að sakfella karlmenn sem
sakaðir eru um að hafa nauðgað
konu. Fjölga þurfi konum í dóm-
arastétt til að fjölga sakfellingum!
Þetta er undarlegur málflutningur
og vonandi er ekkert til í honum,
jafnvel þó að fræðimenn í refsirétti
hafi heyrst halda þessu fram. Því
veldur þá áreiðanlega einhvers kon-
ar jafnvægisleysi og hughrif frá fólki
sem fer fram með málflutning í
þessa veru. Dómari er dómari og
hefur sömu starfsskyldur hvort sem
hann er karl eða kona. Ég fullyrði
líka og þykist hafa reynslu því til
stuðnings, að karlmenn eru ekki síð-
ur en konur viljugir til að refsa of-
beldismönnum ef sök þeirra er sönn-
uð, hvort sem er í þessum málaflokki
eða öðrum. Ég reyndar þekki til
dómsmála í þessum flokki þar sem
sakborningi hefur verið refsað (af
karlkynsdómurum) þó að öllum sem
um þinguðu hafi átt að vera ljóst að
sökin hafi verið ósönnuð. Þar geta
setið á sakarbekk ungir menn, sem
verða þá að sæta þeim örlögum að
sitja í fangelsi þó að allt eins sé lík-
legt að þeir hafi engan glæp framið.
Slíkir hættir geta eyðilegt líf manna
algerlega að ófyrirsynju. Þeir sem
hæst hrópa um sakfellingar ættu að
leiða hugann að örlögum slíkra
manna.
Flestir dómarar eru sér vel með-
vitaðir um að verkefni þeirra er ekki
að svara því hvað gerst hafi í raun
og veru í þeim tilvikum sem fyrir þá
eru lögð. Oft er alls ekki unnt að
svara spurningu um þetta, nema
vera þá gæddur einhvers konar guð-
legu innsæi. Ég þekki engan dómara
sem hefur yfir henni að ráða og hefði
sjálfur beðist lausnar frá starfi sem
dómari sama dag og slík krafa hefði
verið gerð til mín. Spurningin sem
dómarinn þarf að svara er miklu ein-
faldari: Hvað hefur sannast lögfullri
sönnun í málinu sem ég hef fyrir
framan mig um sök hins sakaða
manns? Þetta verkefni er af mann-
legum toga og gerir starfandi dóm-
urum fært að gegna störfum sínum.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Líklega er sönn-
unarstaðan um sekt
ekki jafnerfið í neinum
brotaflokki eins og í
flokki kynferðisbrota.
Þetta stafar af því að
kynmök, þar sem báðir
aðilar eru samþykkir,
er eðlilegur þáttur
í mannlífinu.Jón Steinar Gunnlaugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Guðlegt innsæi?