Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Breyttu heimilinu með gluggatjöldum frá okkur Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is Eigum á lager Ford F350 Lariat 2016 og Dodge Ram 3500 Ford F350 2016 Lariat Dodge Ram 3500 Longhorn 2016 • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • Bílasala • Verkstæði Umboðsaðilar BL á Selfossi IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80 Olíufélög gagnrýna niðurstöður í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn og vísa því á bug að um einhvers konar samhæfða verðlagningu sé að ræða á eldsneyti til neytenda. Þá gagnrýna félögin harðlega samanburð skýrsluhöfunda á álagningu bifreiðaeldsneytis við Bretland. Í svari sem fékkst frá Skeljungi segir m.a. að sú niðurstaða Sam- keppniseftirlitsins að lítraverð á bif- reiðaeldsneyti sé of hátt hérlendis sé m.a. fengin með því að bera saman eldsneytisverð á Íslandi og Bret- landi þar sem bensínverð sé með því lægsta í Evrópu. ,,Mikill munur er á þessum tveimur markaðssvæðum. Íslenski markaðurinn þjónar t.d. 0,33 milljónum íbúa en sá breski 62,5 milljónum íbúa,“ segir í svarinu. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, tekur í sama streng og segir samanburðinn við Bretland hvorki raunhæfan né sanngjarnan. Mun- urinn sé hundraðfaldur þegar litið er á smásölumarkaðina hér og í Bret- landi. Í Bretlandi séu seldir 33 millj- arðar lítra á smásölumarkaði en til samanburðar sé markaðurinn hér sé tæplega 300 milljónir lítra. Það sé um hundraðfaldur munur. Á breska markaðinum búi 63 milljónir, þar sé eldsneyti framleitt og hreins- unarstöðvar í landinu og markaður- inn gjörólíkur hinum íslenska. Rangar forsendur í skýrslunni N1 telur forsendur Samkeppn- iseftirlitsins rangar í þessum efnum, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu í gær, þar sem útreikn- ingar í skýrslunni á smásöluverði eldsneytis á Íslandi byggist í meg- inatriðum á samanburði við Bret- land. „Ef eldsneytisverð á Íslandi (án opinberra gjalda) væri 14-16 krónum lægra, líkt og Samkeppn- iseftirlitið virðist telja eðlilegt, væri það lægra eða svipað meðalverði bensíns í OECD-löndum, til dæmis lægra en í Danmörku og á sama reki og í Svíþjóð. Það er því miður ekki raunhæft enda ljóst að landfræðileg staða Íslands, smæð markaðarins, hár hlutfallslegur flutnings- og dreifingarkostnaður og hár fjár- magnskostnaður hefur óhjákvæmi- lega í för með sér að verð á eldsneyti sé nokkuð hærra hér á landi en í flestum OECD-löndum,“ segir í yf- irlýsingu N1. Mikilvæg vísbending um að álagn- ing eldsneytis hér á landi sé ekki of há sé sú staðreynd að arðsemi af rekstri íslenskra olíufélaga á síðustu árum sé minni en almennt þyki eðli- legt að gera kröfur um. „Þetta er raunar staðfest í frummatsskýrsl- unni,“ segir í yfirlýsingu N1. Félögin vísa því einnig á bug að einhvers konar meðvituð eða ómeð- vituð samhæfing verðlagningar á bifreiðaeldsneyti sé til staðar. Í til- kynningu N1 segir að félagið og starfsmenn þess finni þvert á móti fyrir harðvítugri samkeppni á smá- sölumarkaði eldsneytis, þar sem fé- lögin öll keppi í sífellu um viðskipti einstaklinga með margvíslegum hætti, svo sem afsláttartilboðum og aukinni þjónustu. „Umfangsmiklar markaðsaðgerðir allra olíufélaganna allt árið um kring eru að mati félags- ins órækur vitnisburður um heil- brigða samkeppni. Samkeppniseftirlitið vísar til þess í rökstuðningi sínum í þessum efnum að gagnsæi sé of mikið á eldsneyt- ismarkaði og verðupplýsingar séu of tíðar og nákvæmar. N1 á erfitt með að taka undir þessi sjónarmið og tel- ur fremur að sú mikla vinna sem að- ilar á markaði virðast leggja í verð- greiningar, ef marka má skýrsluna, sé vitnisburður um virka samkeppni um hylli neytenda. Þá kemur fram í frummatsskýrslunni að N1, sem hef- ur mesta markaðshlutdeild olíufé- laga, sé nær undantekningarlaust fyrst félaga til að lækka verð, sem hlýtur að teljast til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir í yfirlýsingunni. Blóðug samkeppni Jón Ólafur segir að Samkeppn- iseftirlitið hafi fengið öll gögn sem það vildi til að vinna skýrsluna og einnig hafi verið svarað spurn- ingalistum sem Samkeppniseftirlitið sendi. ,,Manni sýnist við fyrstu yf- irferð að þeir gefi ekki mikið fyrir okkar skýringar á ýmsum sviðum. En á sama hátt þegar þeir eru að nálgast sitt mat á álagningu og hvað eldsneytisverð gæti lækkað, þá gef ég ekkert meira fyrir þær skýringar en þeir fyrir mínar,“ segir hann. Jón Ólafur hafnar algerlega full- yrðingum skýrsluhöfunda um svo- nefnda þegjandi samhæfingu milli félaganna. „Þeir sem fylgjast með þessum markaði sjá að hér ríkir blóðug samkeppni. Við erum að keyra á afsláttartilboðum alla daga, við erum með vildarkerfi og sífellt að reyna að vekja athygli neytenda á okkur og reyna að fá þá til okkar. Ég hefði því talið að það væri merki um að hér væri mikil samkeppni. Ég verð að segja að við sem störfum hjá félaginu sitjum ekki auðum höndum alla daga. Við erum sífellt að berjast á þessum markaði.“ Í skýrslunni kemur fram að of margar bensínstöðvar séu á landinu. Jón Ólafur bendir á að í Reykjavík er Olís með sjö bensínstöðvar og sex ÓB stöðvar (mannlausar sjálfs- afgreiðslustöðvar) í útjöðrum borg- arinnar. ,,Ég held að við séum nú ekki að kæfa borgarbúa með bens- ínstöðvum,“ segir hann og bætir við að furðu veki að á sama tíma og Samkeppniseftirlitið gagnrýnir fjölda bensínstöðva sé lagt til að þeim verði fjölgað með innkomu nýrra aðila á eldsneytismarkaðinn. „Mér finnst mjög sérstakt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kem- ur fram að þeir telji matvörumark- aðina besta til þess að koma inn á þennan markað. Hvers vegna taka þeir eina grein í smásölu umfram aðrar? Af hverju nefna þeir ekki byggingarvöruverslanir eða apótek eða einhverja aðra sem hefðu kannski áhuga?“ Áhuga á að selja Costco og Krónunni eldsneyti Hann hafnar því líka að um að- gangshrindranir sé að ræða. Fram hafi komið að bæði Costco og Krón- an hafi lýst áhuga á að koma inn á þennan markað. ,,Við höfum talað við fulltrúa beggja fyrirtækja á und- anförnum misserum. Við erum mjög áhugasamir um að selja þeim elds- neyti. Það hafa ekki tekist neinir samningar en það verður spennandi að sjá hvert það leiðir,“ segir Jón Ólafur sem gagnrýnir líka staðhæf- ingu um að unnt sé að lækka elds- neytisverð um 15 krónur. Afkoma ol- íufélaga hafi ekki verið burðug hin síðari ár og hver maður sjái að þessi staðhæfing gangi ekki upp. Í svari Skeljungs er bent á að fé- lagið hafi á liðnum árum bent á ým- islegt sem fjallað er um í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, s.s. kostn- aðarsamt dreifikerfi og heftan að- gang að birgðastöðvum olíufélag- anna. „Eldsneytismarkaðurinn hér á landi er ólíkur því sem er í ná- grannalöndum okkar. Almennt sjá ekki sömu aðilar um smásölu á elds- neyti og einnig um innflutning og birgðahald, eins og hér tíðkast,“ seg- ir þar. omfr@mbl.is Vísa á bug staðhæfing- um um samhæfingu  Gagnrýna harðlega samanburð við breska markaðinn Morgunblaðið/RAX Umferð Olíufélög hafna því að álagning á bifreiðaeldsneyti sé óeðlilega há. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.