Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Elsku pabbi
minn, fyrstu minn-
ingarnar bera mig
heim til Eyja, á
Gerðisbrautina en það voru for-
réttindi að fá að alast upp í þess-
ari paradís og við lékum okkur
við Bússuna, Urðirnar, Helga-
fellið og bryggjurnar, þetta var
yndislegur tími sem gott er að
eiga í hjarta sínu á stundum sem
þessum. Tilhlökkunin að fá þig
heim af sjónum var mikil, við
fylgdumst með ljósunum á bát-
unum sem voru að koma inn,
með kveikt á útvarpsbylgjunni
og biðum eftir að heyra í þér í
talstöðinni.
Þú varst mikill gæfumaður til
sjós, varst ávallt með góðan
mannskap á Halkion VE-205
sem okkur fannst að sjálfsögðu
langflottasti báturinn. Þú fisk-
aðir vel, aflakóngur á vertíðinni
1962, björguðuð áhöfnunum á
Berg VE-44 og Erlingi IV
VE-45 en því miður drukknuðu
tveir í því slysi, en þá nóttina
ætlaðir þú ekki út á sjó en eitt-
hvað fannstu á þér sem varð til
þess að þið fóruð út í þennan
gæfutúr, einnig funduð þið Blát-
ind frá Keflavík sem hafði verið
týndur í um tvo sólarhringa við
Færeyjar þegar þið funduð
hann. Þegar þú varst í landi þá
fannst okkur ekkert skemmti-
legra en að fara með þér á
bryggjurúntinn, kíkja á vini þína
í NET, niður í bát og í veiða-
færahúsið ykkar Halkions húsið
á Básaskersbryggjunni og þar
gátum við sko dundað okkur
tímunum saman.
Það breyttist margt nóttina
örlagaríku þegar gosið byrjaði
en sem betur fer varstu heima,
hafðir ekki farið út á sjó þar
Stefán S. Stefánsson
✝ Stefán S. Stef-ánsson fæddist
16. september
1930. Hann lést 20.
nóvember 2015.
Útför Stefáns
fór fram 30. nóv-
ember 2015.
sem bræla var dag-
inn áður, þarna yf-
irgáfum við heimilið
okkar á Gerðis-
brautinni og hófum
nýtt líf í Tungu-
bakkanum í Breið-
holtinu. Á sumrin
var oftar en ekki
farið í Mýrdalinn
þar sem þér leið
mjög vel, þetta var
sveitin hennar
mömmu og þegar komið var
austur fyrir Markarfljótið byrj-
aðir þú að spyrja okkur út úr
staðháttunum; Ásólfsskála-
kirkja, Holtsósinn, Pétursey og
að sjálfsögð Skagnes en þar
þurftir þú að kíkja á hann Ella
gamla sem hafði róið með pabba
þínum á gamla Halkion en
tryggðinni hélstu ávallt við kall-
inn sem okkur fannst rosalega
gamall. Það var tilhlökkun fyrir
ykkur seinni árin að komast í
bústaðinn sem Diddi mágur þinn
og Óskar frændi byggðu í Reyn-
ishverfinu og þar fannstu þér
alltaf eitthvað til dundurs. Eftir
að þið mamma fluttuð á Brúna-
veginn byrjaðir þú að stunda
púttvöllinn á fullu og raðaðir inn
verðlaunum svo dróstu mömmu
með og varst svo stoltur af
henni hvað hún var orðin góð
líka og sagðir við okkur í lágum
hljóðum að hún væri orðin betri
en þú.
Elsku pabbi minn, ég veit að
nú líður þér betur, laus úr þeim
fjötrum sem bundu þig síðustu
misserin en söknuðurinn er sár
og minningarnar hrannast yfir
mig á þessum dögum sem er
gott að eiga í hjarta sínu, en nú
geturðu knúsað Ninnu systur
eftir öll þessi ár, fengið þér aftur
í nefið með honum Gísla á
Bessa, frænda þínum og besta
vini en vinátta ykkar var einstök
og falleg og allar sögurnar sem
þið sögðuð af ykkar alkunnu
snilld eins og ykkur einum var
lagið. Í dag verða tóbaksdós-
irnar þínar fylltar og bíður
Stebbi í Gerði í nefið í hinsta
sinn. Takk fyrir allt og allt,
elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Valur.
Í dag verður kvaddur ástkær
tengdafaðir minn sem lokið hef-
ur lífsgöngunni eftir langa og
viðburðaríka ævi. Það eru marg-
ar góðar minningar sem koma
upp í hugann á rúmlega 30 ára
samferð okkar Stebba. Góð-
mennska og hlýja umvafði mig
og fjölskyldu mína allt frá fyrsta
degi. Húmoristi var hann mikill
og ósjaldan hafði hann gaman af
því að slá á létta strengi um
menn og málefni.
Stebbi var mjög stoltur af
uppruna sínum. Ræturnar heim
til Eyja og minningarnar frá
æskuárunum voru honum afar
kærar. Hann fór ungur að
stunda sjómennsku með föður
sínum í Eyjum. Eftir nám í
Reykjavík snéri hann aftur til
Eyja stofnaði fjölskyldu og auð-
vitað lá sjómennskan beinast
við, enda nýútskrifaður úr Stýri-
mannaskólanum. Stebbi var
skipstjóri í útgerð þeirra Gerð-
issystkina í hartnær 20 ár. Frá-
sagnir af sjómennsku voru hans
yndi. Með virðingu og þakklæti
sagði hann okkur frá þegar hann
bjargaði tveimur skipshöfnum
með stuttu millibili. Sárast þótti
honum að geta ekki bjargað öll-
um mönnunum, því veðurham-
urinn var slíkur að mannlegur
máttur réð ekki við. Barátta við
óblíð náttúruöfl, en um leið sigl-
ingar við stórbrotna náttúru
landsins mótaði þann karakter
sem hann hafði að geyma. Þann-
ig kunni hann skil á öllum helstu
kennileitum til sjávar og sveita
og eyjar og sker í kringum
Heimaey þekkti hann eins og
fingurna á sér. Allt undir það
síðasta hafði hann óbrigðult
minni á staðhætti og siglinga-
leiðir í kringum landið.
Stebba varð einnig tíðrætt um
eldgosið í Vestmanneyjum og lét
hann þá gjarnan falla nokkur
blótsyrði, því eins og hann sagði
sjálfur þá breytti eldgosið öllu.
Stebbi tók drjúgan þátt í því að
bjarga fólki og verðmætum frá
Eyjunum gosnóttina og dagana
á eftir. Þegar gosinu lauk snéri
fjölskyldan ekki aftur til Eyja,
því eyðileggingin á umhverfi og
náttúru Gerðis, þar sem Stebbi
ólst upp og unni svo heitt, var
algjör.
Nú þegar fyrstu snjókornin
féllu og vetur konungur minnti á
sig lagði Stebbi í sína hinstu
siglingu. Síðustu ár voru honum
og fjölskyldu hans erfið vegna
heilsubrests sem einnig rændi
okkur fjölskyldunni þeim hlýja
og elskulega manni sem við
syrgjum. En eftir standa minn-
ingar sem enginn getur tekið frá
okkur. Hafðu þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Þórunn Gyða Björnsdóttir.
Kær vinur er fallinn frá, hann
Stebbi hennar Boggu föðursyst-
ur minnar. Hann var kær okkur
öllum og börnin mín kölluðu
hann aldrei annað en Stebba
frænda, það segir allt um þenn-
an mann.
Nóttin og morgunninn 23.
janúar 1973 líður mér aldrei úr
minni. Ég vaknaði um klukkan
hálffjögur um nóttina við að sím-
inn hringdi. Pabbi fór í símann
og sagði okkur síðan að eldgos
væri hafið í Vestmannaeyjum og
að Stebbi væri á leið í land á
Halkion með fjölskylduna og
fullan bát af fólki. Pabbi keyrði
síðan austur í Þorlákshöfn til að
sækja Boggu og strákana. Hal-
kion var annar bátur úr höfninni
þessa nótt. Báturinn hjá Stebba
var ávallt tilbúinn til farar.
Þannig var það alltaf hjá honum.
Hann var ávallt gandvar og fyr-
irhyggjusamur og næmur á allar
aðstæður. Frá þessum tíma varð
þetta frændfólk mitt okkur öll-
um afar nákomið. Mikil og djúp
vinátta ríkti milli þeirra pabba
og Stebba, vinátta sem við öll
nutum. Þeir fóru saman með
fjölskyldurnar í ófáar veiðiferð-
irnar austur í Vatnsá þar sem
verslunarmannahelgunum var
eytt saman í á annan tug ára.
Það voru okkur öllum ógleyman-
legar vináttustundir. Og ekki
fækkaði samverustundunum
þegar bústaðurinn okkar reis í
Reynistúni. Þar á Stebbi mörg
vönduð handtökin, hvort sem
var við smíðar eða málun og
ekki síst við grillið eða pottana
að sjóða lunda. Hann var ávallt
reiðubúinn að hjálpa óumbeðinn,
hann fann á sér þegar hjálpar
var þörf.
Eftir að faðir minn féll frá
fyrir nærri 18 árum reyndist
Stebbi mér ómetanlegur. Hann
birtist alltaf þegar eitthvað
þurfti að gera eða mig vantaði
stuðning, hjálpsemi hans og vin-
átta við okkur var einstök. Þeg-
ar við fengum nýbyggt húsið
hálfkarað sumarið 2003 birtist
hann með málningarpenslana og
spurði hvort ekki væri eitthvað
að gera. Hann hætti ekki fyrr en
húsið var orðið fullmálað og fjöl-
skyldan flutt inn. Sama var með
sumarbústaðinn. Við sjáum um
að viðhalda málningunni á hús-
inu, „þú veist að ég verð að hafa
eitthvað við að dunda þegar ég
er hérna“, en þau föðursystkini
mín dvöldu yfirleitt góða viku öll
saman á hverju sumri í bústaðn-
um í Reynistúni allt fram til síð-
asta árs.
Við leiðarlok ber að þakka
þessum öðlingi alla hjálpina og
ljúfu og skemmtilegu samveru-
stundirnar. Elsku Bogga mín,
strákarnir og fjölskyldur. Við
Fríða og börn okkar sendum
ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum ykkur guðs
blessunar í sorg ykkar. Minn-
ingin um góðan mann lifir.
Ármann Óskar Sigurðsson.
✝ Katrín Jóns-dóttir fæddist
í Reykjavík 8.
október 1922. Hún
lést á Ási í Hvera-
gerði 23. nóv-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Bergs-
son f. 7. september
1883 á Birnufelli í
Fellahreppi í
Norður-Múlasýslu,
bílstjóri í Reykjavík, d. 21. júní
1959, og Elínbjört Hróbjarts-
dóttir, f. 21. mars 1884 í Odd-
geirshóla-Austurkoti í Hraun-
gerðishreppi, d. 23. janúar
1926.
Þau voru tvígift bæði. El-
ínbjört átti fyrr Kristján Ein-
arsson, sjómann frá Ísafirði, en
hann fórst með vélbátnum Geir
frá Hafnafirði 1912.
Börn Elínbjartar og Krist-
jáns voru: Marinó Andrés, f.
25. júní 1906, d. 1. ágúst 1997,
Elín Sigríður, f. 18. ágúst 1907,
d. 9. maí 1997, Elísabet, f. 12.
séra Bjarna við Lækjargötu 10.
júní 1944. Hófu þau búskap á
Flúðum 1944 í litlu húsi sem
enn stendur og heitir Gils-
bakki.
11. janúar 1946 fluttu þau
að Langholtskoti og bjuggu
þar meðan heilsa leyfði.
Börn þeirra eru: Sigrún, f.
16. september 1945, maki Stef-
án Guðmundur Arngrímsson, f.
18. september 1944, og eiga
þau þrjú börn, Arnbjörgu, Her-
mann og Kötlu. Jón, f. 15. des-
ember 1948, maki Helga Teits-
dóttir, f. 8. ágúst 1947, og eiga
þau þrjár dætur, Katrínu, El-
ínu Unu og Eddu. Elínbjört
Kristjana, f. 30. janúar 1954,
maki Már Tulinius, þau eru
fráskilin. Börn þeirra eru
Nanna og Logi. Unnsteinn, f.
15. nóvember 1957, maki Val-
dís Magnúsdóttir, f. 13. nóv-
ember 1960. Börn þeirra eru
Sæunn Ósk, Guðmann og Páll
Magnús. Barnabarnabörn Katr-
ínar eru 21 talsins og auk þess
á hún eitt langalang-
ömmubarn.
Útför Katrínar fer fram frá
Hruna í dag, 1. desember 2015,
og hefst kl. 14.
maí 1909, d. 20.
janúar 2005, Krist-
jana Guðrún, f. 27.
september 1912, d.
21. desember 1952.
Börn Elínbjartar
og Jóns voru: Elín,
f. 23. nóvember
1918, d. 25. nóv-
ember 2013, Katr-
ín, f. 8. október
1922, d. 23. nóvem-
ber 2015, Ragnar
Bergur, f. 24. maí 1924.
Seinni kona Jóns Bergssonar
var Arnþrúður Bjarnadóttir, f.
20. nóvember 1898, d. 12. nóv-
ember 1955. Þeirra börn eru:
Bjarni, f. 9. desember 1927, d.
29. október 2006, Þórður, f. 10.
desember 1928, d. 10. febrúar
2007, Erlingur f. 31. desember
1929, d. 24. febrúar 2002, Arn-
hildur, f. 20. febrúar 1931.
Eiginmaður Katrínar var
Hermann Sigurðsson frá
Hrepphólum f. 16. júlí 1922, d.
17. desember 1993.
Þau voru gefin saman í húsi
Ég var á fimmta aldursári þeg-
ar ég kom fyrst í Langholtskot,
sem var þá lítið bárujárnsklætt
íbúðarhús með útihúsum með
stafnsþili. Katrín var móðursyst-
ir mín og tók mig í fóstur þegar
móðir mín lést ung frá fimm
börnum. Það varð því hlutskipti
mitt að vera vikapiltur í Lang-
holtskoti langt fram á unglings-
árin.
Brátt hófust framkvæmdaár-
in, sáð var í nýrækt ár hvert og
hver útjörðin á fætur annarri var
tekin til ræktunar og innan tíðar
breyttist kotið í þversögn sína,
stórbýli með verðlaunafé, kýr og
hross.
Dýrin fóru ekki í grafgötur um
hver velgjörðarmaður þeirra var
því brúnn höfðingi tók sig jafnan
út úr stóðinu á norðurtúninu á
löngum vetrarkvöldum, gekk
heim að bæ og rjálaði varfærn-
islega við eldhúsgluggann með
snoppunni til að gera vart við sig
því hann einn vissi hvenær hús-
freyjan í Koti tók brauð úr ofni.
Í Langholtskoti lærði ég að
bera virðingu fyrir náttúrunni,
þar teiknaði ég mína fyrstu
mynd, hesthúsið í Stekkatúni.
Þar fann ég fyrst lyktina af jörð-
inni þegar plógurinn opnaði hana
á vorin og töðulyktina í þurrkin-
um. Þar fann ég fyrst sterkjuna
af reyfi af tvílembu, þar lærði ég
að hlusta á þögnina lengst ofan í
slægjunni og að sitja hest.
Bærinn stendur hátt í landinu,
í miðri sveit, sjónsviðið er vest-
urhiminninn allur og Tungna-
fjöllin allt inn að Bláfelli á Kili. Í
austri rís Hekla. Á kyrrum frost-
dögum berst hljómur frá kirkju-
klukkunum í Skálholti undir
sjónarspili norðurljósanna, svo
víðfeðmur var heimahagi Katrín-
ar í rúma hálfa öld.
Það var tekið eftir Katrínu þar
sem hún fór um sveitina jafnan
uppábúin og vel tilhöfð með sitt
hvíta og fallega hár sem sór sig í
ættina.
Hún bar með sér sjálfsvitund
og viljastyrk þess sem á langa og
farsæla starfsævi að baki. Hún
var fyrirmynd margra.
Ætli það sé ekki hlutverk sér-
hvers manns að gefa meira en
hann þiggur. Þetta viðhorf henn-
ar til lífsins kemur í huga mér, er
ég minnist þess þegar ég sat í
stólnum hans Palla gamla í eld-
húsinu í Koti fyrir margt löngu
og horfði út yfir Vörðufellið á
meðan Katrín hellti upp á könn-
una. Hún hafði látið þessi orð
falla við vinkonur sínar í sveit-
inni.
Og nú er Katrín lítur um öxl
við sjóndeildarhringinn, hátt á
vesturhimninum, yfir stóran ætt-
boga og sveitina sem hún unni, þá
er næsta víst að hún gaf meira en
hún þáði.
Vertu sæl, Katrín.
Helgi Gíslason.
Katrín Jónsdóttir
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
ÞORGEIR GUNNARSSON,
Kjarnagötu 14,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 24. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram
frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 4. desember klukkan 11.
.
Guðrún Aðalbjörg Árnadóttir,
Eyþór Hlynsson,
Andrea Brá Hlynsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ELSU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR.
.
Valtýr Þór Hreiðarsson, Katrín Jónsdóttir,
Valgerður Petra Hreiðarsdóttir, Pétur Böðvarsson,
ömmu- og langömmubörn.
Minn ástkæri eiginmaður, faðir, afi og okkar
besti vinur,
EYJÓLFUR RÚNAR KRISTMUNDSSON,
lést þriðjudaginn 24. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Óli Rúnar Eyjólfsson, Ragnhildur Hauksdóttir,
Unnur Eyjólfsdóttir, Ástmar Karl Steinarsson
og barnabörn.
Móðir okkar,
INGIBJÖRG ÓLAFSSON,
fyrrum húsfreyja á Þorvaldseyri,
lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
28. nóvember.
.
Jórunn, Ólafur, Þorleifur
og Sigursveinn Eggertsbörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTÓFER ÓSKARSSON,
fyrrverandi skipstjóri og kennari,
Dalbraut 16, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
29. nóvember. Útförin verður auglýst síðar.
.
Sigríður F. Guðmundsdóttir,
Hafdís Ósk Sigurðardóttir, Brynjar Jakobsson,
Linda Ósk Sigurðardóttir, Helgi Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJÖRG ARNÞÓRSDÓTTIR,
Breiðumýri,
sem andaðist á HSN á Húsavík
25. nóvember, verður jarðsungin frá
Einarsstaðakirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14.
.
Jósep Rúnar Sigtryggsson, Margrét Haraldardóttir,
Friðgeir Sigtryggsson,
Gerður Sigtryggsdóttir,
Þórunn Sigtryggsdóttir, Gísli Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.