Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ave Maríur og aríur úr óp-
eruheiminum eru á efnisskrá tón-
leika dagsins sem bera yfirskrift-
ina „Mæðgur með Maríu“, en
verkin tengjast öll á einn eða ann-
an hátt heilagleika jólanna“ segir
Antonía Hevesi píanóleikari sem
verið hefur listrænn stjórnandi há-
degistónleika í Hafnarborg frá
upphafi, en hún leikur á hádeg-
istónleikum í Hafnarborg í dag kl.
12 ásamt mæðgunum Hönnu Björk
Guðjónsdóttur og Björgu Birg-
isdóttur sem báðar eru sópran.
„Björg mun syngja tvær aríur,
annars vegar Mi chiamano Mimi
sem Mimi syngur í La Bohème eft-
ir Puccini, en óperan gerist um jól-
in, og Ave Maria sem Desdemona
syngur í Óþelló eftir Verdi,“ segir
Antonía og bendir á að fluttar
verði sjaldheyrðar Ave Maríur í
bland við þekktari. „Hanna Björk
syngur Ave Maria eftir Astor Piaz-
zolla sem er mjög falleg vókalísa,
en lítið þekkt. Þær mæðgur syngja
Ave Maria eftir Camille Saint-
Saëns sem er dúett sem maður
heyrir ekki á hverjum degi hér-
lendis. Af þekktari verkum má
nefna Ave Maria dúett eftir Eyþór
Stefánsson og Vögguljóð Maríu
eftir Max Reger, sem á sér mikla
sögu sem ég ætla að segja frá á
tónleikunum,“ segir Antonía.
Bæði ljúft og skylt
Að sögn Antoníu leggur hún
mikið upp úr því að kynna ungar
raddir auk þess sem sér þykir
nauðsynlegt að gefa Hafnfirð-
ingum tækifæri til að koma fram á
hádegistónleikunum í Hafnarborg.
„Það má segja að ég slái tvær flug-
ur með því að bjóða Björgu að
syngja á tónleikunum,“ segir Ant-
onía, en Björg hóf klassískt söng-
nám í söngskólanum Domus Vox
15 ára hjá Hönnu Björk og lauk
þaðan miðprófi. Hún lauk LRSM
prófi frá Söngskóla Reykjavíkur
og stundaði einnig nám við Söng-
skóla Sigurðar Demetz. Björg er
nú búsett í Vínarborg þar sem hún
sækir einkatíma hjá Gabriele Lec-
hner. Hanna Björk útskrifaðist frá
Söngskólanum í Reykjavík 1992 og
stundaði framhaldsnám í London.
Hún hefur kennt við einsöngsdeild
söngskólans Domus vox frá árinu
2000. „Hanna Björk og Björg eru
báðar Hafnfirðingar, en mér er
það bæði ljúft og skylt að fá
heimamenn til samstarfs,“ segir
Antonía og tekur fram að hún
þekki báðar söngkonur vel. „Því
þær hafa báðar starfað með Kór
Íslensku óperunnar þar sem ég
starfaði um ellefu ára skeið.“
Gætu skipt í miðju lagi
Að sögn Antoníu eru mæðg-
urnar með mjög líkar raddir. „En
báðar eru þær mjög lýrískar. Við
höfum hlegið að því á æfingum að
þær eru með svo líkar raddir að
þær gætu skipt um rödd í miðjum
dúett án þess að ég tæki eftir því,“
segir Antonía kímin og tekur fram
að efnisskránni í dag fylgi tvær
kökuuppskriftir. „Hönnu Björk og
Björgu finnst gaman að baka og
langaði að deila fjölskylduupp-
skriftum með tónleikagestum,“
segir Antonía og tekur fram að
sjálf baki hún aldrei. „Ég kann
ekki að baka og þarf þess ekki þar
sem ég bý ég fyrir ofan bakarí.“
Þess má að lokum geta að húsið
verður opnað í dag kl. 11.30. Tón-
leikarnir hefjast kl. 12 og standa
yfir í um hálfa klukkustund. Þeir
eru öllum opnir á meðan húsrúm
leyfir. Fyrstu hádegistónleikar á
nýju ári verða þriðjudaginn 2.
febrúar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólatónar Antonía Hevesi, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttir koma fram á hádegistónleikum í dag.
Antonía segir mæðgurnar vera með mjög líkar raddir og báðar séu mjög lýrískar.
Mæðgur með Maríu í
Hafnarborg í hádeginu
Sópransöngkonurnar Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttr syngja
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Dagur íslenskrar tónlistar er hald-
inn hátíðlegur í dag og á þeim degi
hafa tilnefningar til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna verið kynntar en
svo verður ekki í ár. Sú breyting hef-
ur orðið á fyrirkomulagi verð-
launanna að tilnefna plötur eftir
almanaksári en ekki miðað við að
þær hafi komið út fyrir 15. nóv-
ember, eins og verið hefur. Mörgum
er eflaust í fersku minni að ekki var
hægt að tilnefna plötu Hjaltalín, En-
ter 4, til verðlaunanna 2013 þar sem
hún kom út eftir 15. nóvember árið
2012. Platan hlaut átta tilnefningar í
desember 2013 og tvenn verðlaun
2014, fyrir bestu söngkonu og upp-
tökustjórn. Eftir breytinguna verða
því allar plötur gjaldgengar sem
gefnar voru út á árinu öllu. Þetta
hefur í för með sér að ekki er hægt
að merkja plötur sem koma út á
þessu ári með límmiðum sem á
stendur að þær séu tilnefndar.
Íslensku tónlistarverðlaunin eru
haldin fyrir tilstuðlan hagsmuna-
samtaka tónlistarinnar undir merkj-
um Samtóns, Samtaka tónlistarrétt-
hafa. Gunnar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri SFH, Sambands
flytjenda og hljómplötuframleiðenda
og Samtóns, segir að ákveðið hafi
verið að miða tilnefningar við alman-
aksárið sökum þess að plötur sem
gefnar eru út í lok árs hafi ekki verið
gjaldgengar til verðlaunanna. Þá
hafi verið samið við Saga Events um
að sjá um verðlaunin.
Tilkynnt verður um tilnefningar í
janúar og verðlaunahátíðin haldin 4.
mars. Nánar verður greint frá því
síðar.
Spurður að því hvort verðlaunin
verði að öðru leyti með sama sniði
segir Gunnar að hugsanlega verði
verðlaunaflokkum fækkað. „Að öðru
leyti á umgjörðin að vera eins,“ segir
hann. „Þetta ferli er byrjað á fullu.
Þetta hefur farið aðeins seinna af
stað og það á í raun að opna þessa
dómnefndavinnu, gefa fleirum kost á
að taka þátt í störfum dómnefnda.
Það er nýjung,“ bætir Gunnar við.
Allar plötur árs-
ins gjaldgengar
Morgunblaðið/Ómar
Raddfögur Salka Sól hlaut verðlaun
sem söngkona ársins 2014.
Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is
sjáu
mst!
Frískleg og hugvitsamleg hönnun,
þau eru afar létt og þæginleg í notkun.
Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.
Útsölustaðir:
Ísleifur Jónson, Reykjavík. Iðnaðarlausnir ehf, Kópavogi
Straumrás, Akureyri. Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði.
• Ljósstyrkur: 100 lm
• Drægni: 100 m
• Þyngd: 105 g
• Batterí: 3 x AAA 1.5V
• Vatnsvarið: IPX6
• Stillanlegur fókus og halli
• Þrjú hvít LED ljós og eitt rautt
LED ljós sem hentar vel
til að halda nætursjón
HUNGER GAMES 4 2D 5:15,8,10:10
THE NIGHT BEFORE 8,10:45
GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5:15
SPECTRE 6,9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
Ný hljómplata
tónlistarkon-
unnar Adele, 25,
hefur slegið öll
sölumet hljóm-
platna til þessa
vestanhafs en
samkvæmt
Billboard seldust
3,38 milljónir
platna, á netinu
og á geisla-
diskum, fyrstu vikuna sem hún var
á markaði. Það er meira en milljón
fleiri eintök en eldra metið frá 2000
sem sveitin ’N Sync átti; platan No
Strings Attached.
Metsala plötu
Adele vestra
Söngkonan Hin
ofurvinsæla Adele.