Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Jóla
skreytingar
fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki
Skoðum og gerum tilboð
endurgjaldslaust
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Vísitala framleiðsluverðs hefur
lækkað um 5,2% síðustu 12 mánuði
og nýjasta mæling Hagstofunnar
sýnir að milli október og nóvember
lækkaði hún um 1,2%. Framleiðslu-
verð innanlands hefur hækkað
nokkuð síðasta árið en á sama tíma
hefur orðið 8,5% lækkun á verði út-
fluttra afurða.
Bjarni Már Gylfason, hagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir
þróun vísitölunnar nokkurt
áhyggjuefni enda sé hún mæli-
kvarði á þróun ákveðinna þátta í
hagkerfinu sem segi töluvert um
það hver þrótturinn í því sé.
„Það er tiltölulega stutt síðan
farið var að taka saman vísitölu
framleiðsluverðs á Íslandi. Í hinum
iðnvædda heimi er þetta hins vegar
mikilvægur mælikvarði á ganginn í
efnahagslífinu. Vísitalan mælir í
raun hvað framleiðendur vöru eru
að fá fyrir hana og þannig er staða
þeirra sett í forgrunn,“ segir
Bjarni.
Kjarasamningar hafa áhrif
Hann segir að þróunin bendi til
versnandi samkeppnisstöðu ís-
lensks iðnaðar en að þar spili bæði
mikill aukinn kostnaður í kjölfar
kjarasamninga og styrking krón-
unnar mikið inn í.
„Þróun vísitölunnar síðustu mán-
uði gefur sterklega til kynna að
samkeppnishæfni íslensks iðnaðar
fari versnandi og það er að sjálf-
sögðu mikið áhyggjuefni. Vísitalan
hefur reyndar verið töluvert
sveiflukennt en sé litið til síðustu 12
mánaða er ljóst að hún hefur lækk-
að um 5,2%. Þar hefur ýmislegt
áhrif. Gengi krónunnar hefur verið
að styrkjast sem þýðir að færri
krónur fást fyrir útfluttar vörur.
Afurðir stóriðju hafa lækkað mikið
en það vegur þungt. Á móti hefur
hagur framleiðenda sem selja ein-
göngu á innlendum markaði skánað
aðeins en 12 mánaða hækkun á
framleiðsluverðum til þeirra er
2,9%. Stóra áhyggjuefnið er að á
sama tíma og framleiðsluverð fer
lækkandi, fer kostnaður fyrirtækja
hækkandi. Kjarasamningar eru at-
vinnulífinu kostnaðarsamir og horf-
urnar ekki góðar hvað það varðar.
Þannig er framleiðslukostnaður að
hækka á sama tíma og framleiðslu-
verð fer lækkandi. Þetta vegur að
samkeppnisstöðunni, enda gengur
það ekki til lengdar að hækka laun
langt umfram framleiðnivöxt og
það sem efnahagslegar undirstöður
gefa tilefni til.“
Stóriðjan vegur þyngst
Vísitalan hefur verið í stöðugri
lækkun frá því í júní síðastliðnum
en í maí hafði hún staðið í stað frá
fyrri mánuði þegar lækkunin nam
0,8%. Undirliðir vísitölunnar, sem
Hagstofan birtir í talnaefni sínu,
eru í raun fjórir. Þannig skiptist
hún í fyrsta lagi í framleiðslu
tengda sjávarútvegi, öðru lagi af-
urðir stóriðjunnar, í þriðja lagi í
matvæli og loks í fjórða lagi aðra
iðnaðarframleiðslu. Þannig hefur
framleiðsluverð matvæla hækkað
um 2% á síðustu 12 mánuðum. Á
því tímabili hefur raunar aðeins í
einum mánuði mælst lækkun en
það var í apríl þegar liðurinn lækk-
aði um 0,7%. Sjávarafurðir hafa
lækkað um 1,3% síðustu 12 mánuði.
Það sem vegur þó þyngst í lækkun
vísitölunnar er hins vegar stóriðjan.
Þar mælist breytingin í október síð-
astliðnum frá sama mánuði árið á
undan neikvæð um 16,9%. Þar veg-
ur þungt versnandi þróun á ál-
markaði en heimsmarkaðsverð á
því hefur lækkað mjög á undan-
förnum mánuðum.
Bendir til versnandi
samkeppnisstöðu
Vísitala framleiðsluverðs hefur lækkað um 5% á einu ári
Allir undirliðir lækka
» Undirliðir vísitölunnar lækk-
uðu allir í október.
» Sjávarafurðir lækkuðu um
1,7% milli mánaða.
» Afurðir stóriðju lækkuðu um
0,4%.
» Matvæli lækkuðu um 0,4%.
» Annar iðnaður lækkaði um
2,3%.
Þróun vísitölu framleiðsluverðs
Heimild: Hagstofa Íslands
230
225
220
215
210
205
200
Ok
tó
be
r
De
se
mb
er Ma
í
Ma
rs
Ág
ús
t
Nó
ve
mb
er
Fe
br
úa
r
Jú
lí
Ja
nú
ar
Jú
ní
Ap
ríl
Se
pt
em
be
r
Ok
tó
be
r
Ný íbúðalán bankanna voru tæpir 55
milljarðar króna á fyrstu níu mán-
uðum þessa árs sem er nærri 90%
meira en á sama tímabili í fyrra, þeg-
ar ný útlán voru 29 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í Hagsjá hag-
fræðideildar Landsbankans. Allt ár-
ið í fyrra voru ný íbúðalán 44 millj-
arðar króna og eru því nýju útlánin á
fyrstu þremur fjórðungum ársins
þegar orðin 25% meiri en allt árið í
fyrra.
Einna athyglisverðast við þró-
unina á þessu ári, að mati Lands-
bankans, er hve mikil aukningin var
á útlánum á þriðja ársfjórðungi en
um 75% af nýjum útlánum á þessu
ári tilheyra þeim fjórðungi.
Þegar lánin eru skoðuð frekar
kemur í ljós að 58% lánanna á þessu
ári voru lán með föstum vöxtum og
42% voru lán með breytilegum vöxt-
um. Í fyrra var hlutfall fastvaxta-
lánanna minna, eða 38%, en hlutfall
lána með breytilegum vöxtum var
62%. Landsbankinn telur að þessa
færslu yfir í fastvaxtalán megi túlka
sem leið heimilanna til að verja sig
fyrir aukinni óvissu í efnahagslífinu,
því fólk viti þannig betur að hverju
það gengur varðandi framtíðar-
greiðslubyrði.
Hluti af skýringunni kunni jafn-
framt að vera sá að Seðlabankinn
hafi verið að hækka vexti, sem leiði
jafnan til samsvarandi hækkunar á
breytilegum kjörum viðskiptabank-
anna án þess að áhrif á fasta vexti
séu ávallt með sama hætti.
Á fyrstu 9 mánuðunum voru verð-
tryggðu lánin í minnihluta, eða um
38%, en óverðtryggð lán voru 62%.
Að mati Landsbankans bendir það
til þess að heimilin í landinu séu farin
að færa sig aftur yfir í hefðbundnu
verðtryggðu lánin. Ein ástæðan fyrir
þessari auknu sókn í verðtryggðu
lánin geti verið sú að heimilin séu
meira að færa sig yfir í verðtryggð
jafngreiðslulán. Þar sé greiðslubyrð-
in í upphafi lægri sem gerir fólki
kleift að kaupa dýrari eignir.
Þá bendir Landsbankinn á að á
undanförnum mánuðum hafi sam-
keppni aukist sem sjáist í framboði
húsnæðislána, þegar einstaka lífeyr-
issjóðir hafi auglýst lækkun vaxta og
hækkun veðhlutfalla. margret@mbl.is
Mikill vöxtur í nýjum
íbúðalánum bankanna
Lán með föstum
vöxtum vinsælli en
með breytilegum
Morgunblaðið/Ómar
Lán Íbúðalán á fyrstu 9 mánuðum
ársins nema 55 milljörðum króna.
Stuttar fréttir…
● Halli á vöru-
skiptum við útlönd
nam 20,7 milljörð-
um króna á fyrstu
tíu mánuðum árs-
ins, reiknað á fob-
verðmæti. Til sam-
anburðar voru
vöruskiptin óhag-
stæð um 3,9 millj-
arða í fyrra, á gengi hvors árs. Vöru-
skipti við útlönd eru því 16,8 milljörðum
óhagstæðari á fyrstu tíu mánuðum
þessar árs en í fyrra.Verðmæti vöruút-
flutnings var 35,9 milljörðum hærra en í
fyrra og verðmæti vöruinnflutnings var
52,7 milljörðum hærra, aðallega vegna
hrá- og rekstrarvöru og flugvéla.
Meiri halli á vöruskipt-
um við útlönd en í fyrra
Flugvélakaup auka
vöruskiptahalla.
● Þinglýst var 113 kaupsamningum og
afsölum fyrir atvinnuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu í október samkvæmt
Þjóðskrá Íslands. Af þeim náðu 33 þing-
lýsingar til verslunar- og skrifstofu-
húsnæðis. Heildarfasteignamat seldra
eigna var 3,7 milljarðar króna. Á sama
tíma voru 56 þinglýsingar utan höfuð-
borgarsvæðisins þar sem heildarfast-
eignamat seldra eigna var 1,4 milljarðar
króna.
113 þinglýsingar á at-
vinnuhúsnæði í október
!"
!
!# $
##
#
#$
% %
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#%!
#
$$
!#
!$
# !
$"$
$
%"
#$$
%
#$
#"
!#!"
!#%#
# $
$
##%
%%!
!!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Markaðsvísitala Gamma lækkaði um
2,9% í nóvember, en þetta er í fyrsta
sinn á þessu ári sem markaðurinn,
mældur með vísitölunni, lækkar yfir
heilan mánuð. Markaðsvísitalan er
samsett úr hlutabréfavísitölu Gamma,
skuldabréfavísitölu Gamma og vísitölu
fyrirtækjaskuldabréfa. Þannig gefur
makaðsvísitalan vísbendingu um heild-
arávöxtun allra helstu eigna á íslensk-
um verðbréfamarkaði. Allar undir-
vísitölur markaðsvísitölunnar lækkuðu í
nóvembermánuði, þeirra mest skulda-
bréfavísitalan um 3,9%.
Markaðsvísitalan lækk-
ar í fyrsta sinn á árinu