Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
✝ MagnúsGuðnason
fæddist í Reykjavík
9. nóvember 1926.
Hann andaðist á
Landspítalanum
við Hringbraut 22.
nóvember 2015.
Foreldrar hans
voru Guðni Páls-
son, f. 29. apríl
1891 í Götu í Sel-
vogi,d. 9. júní 1967,
og Jórunn Þórey Magnúsdóttir,
f. 16. júlí 1897 í Reykjavík, d.
23. mars 1981.
Systkini Magnúsar voru:
Ragnar, f. 12. apríl 1919, d. 29.
desember 1975, Páll, f. 22. júní
1920, d. 20. febrúar 2000, Rann-
veig, f. 16. september 1922, d.
6. nóvember 1922, Svanhildur,
f. 3. janúar 1924, d. 12. sept-
ember 2009, og tvíburasystirin
Gyða, f. 9. nóvember 1926, d. 4.
febrúar 2005.
Magnús kvæntist 16. október
1948 Margréti Magnúsdóttur, f.
11. febrúar 1927. Foreldrar
hennar voru Magnús Þorsteins-
son, f. 4. september 1891, d. 25.
maí 1969, og Magnea Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 2. maí 1901,
d. 20. júní 1995. Börn Magnúsar
og Margrétar eru:
1) Magnús, f. 30. október
1949. Synir hans og fv. eig-
inkonu, Ingveldar Salóme
1964. Dætur hennar og fv. eig-
inmanns, Dúa Jóhannssonar
Landmark, 19. október 1965,
eru: a) Sædís, f. 6. júní 1991, í
sambúð með Þórði Jóhannssyni,
f. 29. desember 1988. b) Mar-
grét, f. 4. júní 1996. Unnusti
Jórunnar er Björn Davíð Krist-
jánsson, f. 30. mars 1961. Sonur
Björns er Davíð Freyr, f. 24.
september 1992.
Magnús ólst upp á Vatnsstíg
16 og síðar á Túngötu 36 í
Reykjavík. Hann gekk í Austur-
bæjarskóla og Miðbæjarskól-
ann. Hann lauk sveinsprófi í
prentiðn frá Iðnskólanum í
Reykjavík og meistaraprófi síð-
ar. Hann starfaði sem prentari
allan sinn starfsaldur. Hann hóf
störf hjá Prentsmiðjunni
Leiftri. Var sjálfstætt starfandi
og rak Kársnesprent um árabil.
Síðasta aldarfjórðung starfsævi
sinnar vann hann hjá Prent-
smiðju Landsbanka Íslands.
Hann stundaði skíði á sínum
yngri árum og hafði yndi af
stangveiði sem hann stundaði
langt fram eftir aldri, m.a. með
tengdaföður sínum, syni og
mági og fleiri góðum félögum.
Magnús og Margrét hófu bú-
skap sinn á Háteigsveginum í
Reykjavík, fluttu síðar í Stang-
arholt 8 og bjuggu þar til árs-
ins 2003 er þau flytja að Dal-
braut 14.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag, 1. des-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kristjánsdóttur, f.
27. janúar 1950, d.
8. nóvember 2013,
eru: a) Kristján, f.
13. ágúst 1968. b)
Magnús Guðni, f.
23. desember 1973,
maki Naoko Ku-
wahara, f. 30. janú-
ar 1973, og eru
dætur þeirra Sóley
Júka, f. 18. júní
2006, og Salóme
Haruka, f. 23. febrúar 2010.
Dætur Magnúsar og Hrannar
Hafsteinsdóttur, f. 24. júlí 1962,
eru: c) Íris, f. 14. júní 1989. d)
Rán, f. 11. maí 1991. Unnusta
Magnúsar er Þorgerður S. Guð-
mundsdóttir, f. 11. febrúar
1954. Dóttir Þorgerðar er
Sunneva, f. 14. október 1975.
2) Guðni, f. 6. nóvember
1953, maki Alma Bergsveins-
dóttir, f. 1. september 1955.
Synir þeirra eru: a) Janus
Freyr, f. 24. október 1977, maki
Nanna Ýr Arnardóttir, f. 18.
maí 1982, og eru börn þeirra
Lára Júlía, f. 6. desember 2009,
og Aron Heiðar, f. 17. október
2013. b) Magnús Már, f. 23. apr-
íl 1981, maki Þórunn Sigurð-
ardóttir, f. 26. júní 1981, og er
dóttir þeirra Kristín Katla, f.
18. júní 2013. c) Kári, f. 4. apríl
1986.
3) Jórunn Þórey, f. 17. apríl
Elsku besti afi Maggi, mikið
hrikalega er erfitt að kveðja þig.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til ykkar ömmu,
fyrst í Stangarholtið og síðar
meir á Dalbrautina. Alltaf var
passað upp á að maður væri vel
dekraður þegar maður kom í
heimsókn til ykkar og það var alls
ekki verra þegar maður fékk að
gista. Það var ýmislegt sem við
brölluðum saman. Sem dæmi
teiknuðum við oft og mikið en það
var alltaf sérstaklega gaman þeg-
ar við bjuggum til skutlur. Það
voru líka prófaðar alls konar út-
færslur með mismunandi pappír
o.fl. til að láta þær fljúga sem
lengst. Það var alltaf stutt í
prakkaraskapinn og hláturinn
hjá okkur.
Brandararnir, sem reyndar
voru oftar en ekki þeir sömu,
klikkuðu heldur ekki. Eftir erfiða
en árangursríka skurðaðgerð
fórum við svo oft í göngutúra í
sjoppuna. Við elskuðum að fara í
sjoppuna og yfirleitt dugði bara
að spyrja en stundum fórum við
aðrar leiðir. Í eitt skipti teiknaði
Margrét mynd af manni og
stelpu sem hélt á grænum poka.
Þegar hún var spurð af hverju
myndin væri þá svaraði hún:
„Þetta eru ég og afi á leið í sjopp-
una“ útsmogið – en auðvitað var
farið með stelpuna í sjoppuna. Í
seinni tíð spjöllunum við svo
meira um lífið og tilveruna en
brandararnir og hláturinn voru
aldrei langt undan.
Nú er aðventan að ganga í
garð, en hefðin hefur lengi verið
sú að við stelpurnar komum til
ykkar ömmu og áttum einn
dásamlegan dag saman. Við
föndruðum, amma gaf okkur að
borða eins og henni er einni lagið
og þú dáðist að þeim meistara-
verkum sem sköpuð voru frá því
við vorum litlar. Þú varst alltaf
svo stoltur og hvattir okkur
áfram sem er algjörlega ómetan-
legt og hvetur okkur enn frekar
áfram í þeim verkefnum sem við
munum taka okkur fyrir hendur
á ókomnum árum. Gleðin sem
skein af þér í hvert sinn sem þú
sást okkur gerði hvern dag betri.
Það var gott að koma til þín. Á
tímum sem þessum er gott að
eiga allar fallegu góðu minning-
arnar til þess að leita í. Þín verð-
ur svo sannarlega sárt saknað en
minning þín og kærleikurinn sem
þú gafst okkur mun lifa áfram í
hugum og hjörtum okkar allra.
Elsku afi, að ferðalokum er víst
komið og kvaddir þú ansi hratt en
við höfum þetta ljóð hans Jónasar
Hallgrímssonar í huga þar til við
sjáumst aftur:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson.)
Afastelpurnar þínar,
Sædís, Margrét, Íris og Rán.
Hvíld er ljúf að loknum degi.
Lífsins hringrás eilíf er:
Gleði, tilhlökkun, tregi,
tár og bros, í heimi hér.
Ljós og skuggi, líf og dauði,
látlaust skiptast hér á.
Er sígur svefn á brá
sökk þér þá
í draumsins dá
þar sem sérhver ósk þín rætast má.
Sofðu, sofðu.
Svífðu frjáls um draumaheim.
Sofðu, sofðu.
Sæl er för um alvalds geim.
Englar vaka og þig í faðm sér taka.
Sofðu, sofðu.
Svífðu frjáls um draumaheim.
(Ómar Ragnarsson)
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju heiðursmanninn Magnús
Guðnason. Maggi, eins og hann
var jafnan kallaður, var búinn
einstaklega góðum mannkostum
eða eins og Ragnar Þór, mágur
hans, sagði eitt sinn og lagði
áherslu á: „Engum manni treysti
ég betur en Magnúsi Guðnasyni.“
Traustur, hógvær og hæglátur
fjölskyldumaður, enda er ein sæl-
asta minning okkar aðfangadags-
kvöld í Stangarholtinu, búið að
borða, fullorðna fólkið búið að
tala og Maggi sestur við pakka-
flóðið í kringum jólatréð og kom-
inn tími til að lesa á jólapakkana.
Aðrar minningar sækja á þessa
dagana og allar eru þær tengdar
samverustundum með Magga og
ömmu Stellu, hvort sem þær eru
af Háteigsveginum, Stangarholt-
inu, Dalbrautinni, úr veiðiferð-
um, Ítalíuferð eða frá Selvík við
Álftavatn að ógleymdum bíl-
skúrnum þar sem prentsmiðjan
var til húsa og maður fékk alls
kyns skringilegar stærðir af lit-
uðum og ólituðum blöðum og
pappír til að föndra með.
Það hefur verið heiður að njóta
leiðsagnar og samferðar Magga
síðustu hálfa öld eða svo. Við biðj-
um góðan Guð að styrkja ömmu
Stellu og afkomendur og megi
minningin um einstakan ættföður
lifa í hjörtum ykkar um ókomna
tíð.
Guð blessi minningu Magnús-
ar Guðnasonar.
Signý, Gunnar og
Svanhildur og fjölskylda.
Magnús Guðnason
✝ Vigdís Val-gerður Magn-
úsdóttir fæddist í
Reykjavík 9. mars
1927. Hún lést 24.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Magnús Vagnsson
skipstjóri, síðar
síldarmatsstjóri
ríkisins, f. á Leiru
í Grunnavíkur-
hreppi 3. maí 1890, d. á Siglu-
firði 12. febrúar 1951, og Val-
gerður Ólafsdóttir, f. í
Reykjavík 19. desember 1899,
d. 5. mars 1978. Systkini Vig-
dísar voru Bragi (samfeðra), f.
ólf, Erlu Hjördísi og Vigdísi
Guðrúnu, og fimm barnabörn.
2) Magnús, f. 18.9. 1950. Maki
Bergljót S. Steinarsdóttir, f.
31.10. 1952. Þau eiga tvö
börn, Steinar Örn og Láru
Lilliendahl, og fjögur barna-
börn. 3) Guðrún, f. 28.2. 1952,
d. 9.4. 1957. 4) Guðrún Bára,
f. 11.5. 1957. Maki David C.
Bustion, f. 29.8. 1948. Þau
eiga tvö börn, Stéphanie og
David Inga. 5) Ágúst Þór, f.
19.10. 1958. Maki Kristín E.
Pálsdóttir, f. 23.2. 1961. Þau
eiga þrjú börn, Anítu Ósk,
Valgerði og Ingólf, og sex
barnabörn.
Vigdís og Ingólfur hófu bú-
skap sinn á Siglufirði en flutt-
ust svo til Grindavíkur og
bjuggu þar til æviloka.
Útför Vigdísar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 1.
desember 2015, kl. 14.
1917, d. 2001; Pét-
ur, f. 1920, d.
1997; Hólmfríður,
f. 1922; Sigríður,
f. 1925, d. sama
ár; Magnús, f.
1930, d. 1946, og
Guðrún, f. 1937, d.
1990.
Hinn 7. október
1947 giftist Vigdís
Ingólfi Karlssyni
frá Karlsskála í
Grindavík, f. 2. júlí 1924, d.
29. desember 1982. Börn
þeirra eru: 1) Valgerður, f.
2.9. 1947, d. 24.2. 1997. Maki
Ólafur Sigurpálsson, f. 13.11.
1948. Þau eiga þrjú börn, Ing-
Það er tómarúm hjá okkur
fjölskyldunni. Ættmóðirin farin
og nýir tímar taka við. Tengda-
móðir mín, hún Vigga, eins og við
kölluðum hana, skipaði stóran
sess í lífi okkar. Hún naut þess að
vera í kringum hópinn sinn. Hún
var ekki margmál en sagði þess
meira með ljómanum í augum
sínum. Hún fylgdist vel með af-
komendum sínum og var alltaf til
staðar fyrir okkur, tilbúin að tak-
ast á við þau verkefni sem henni
voru falin.
Vigga hafði gaman af að
ferðast og eigum við meðal ann-
ars góðar minningar frá ferðum
okkar í Þjórsárdal, þar sem hún
mætti með fulla dunka af nýbök-
uðu vínarbrauði og snúðum, sem
við gæddum okkur á þegar komið
var á áfangastað.
Hún var sjálfri sér nóg og líf
hennar var í föstum skorðum.
Hún naut þess að synda og var
daglegur gestur í sundlaug
Grindavíkur á meðan heilsan
leyfði. Hún heimsótti bókasafnið
reglulega og þar las hún blöðin og
sótti sér bækur. Hún hafði ein-
staklega gott minni, fylgdist vel
með fréttum og þjóðmálaumræð-
um og var ófeimin að tjá skoðanir
sínar á þeim.
Síðasta ár sitt bjó Vigga í þjón-
ustuíbúð í Víðihlíð. Þar fór vel um
hana og naut hún umönnunar
heimahjúkrunar HSS og starfs-
fólksins í Miðgarði, félagsstarfi
eldri borgara. Þar eignaðist hún
góða vini sem gerðu lífið auðveld-
ara og skemmtilegra.
Við kveðjum góða konu og er-
um þakklát fyrir allt sem hún
kenndi okkur. Hvíl í friði, elsku
Vigga.
Kristín Elísabet Pálsdóttir
og fjölskylda.
Elskuleg amma okkar, Vigdís
Valgerður Magnúsdóttir, er látin.
Farsælli lífsgöngu hennar er lok-
ið og eftir standa afkomendur og
vinir með minningar um ljúfa
konu. Amma Vigga, eins og við
kölluðum hana, ólst að mestu upp
á Siglufirði og átti þar góða æsku
með foreldrum sínum og systk-
inum. Hún byrjaði ung að vinna í
síld, eins og aðrar siglfirskar
stelpur og síðar við afgreiðslu-
störf. Amma starfaði um tíma í
mjólkurbúðinni á Siglufirði, en
þar lágu leiðir ömmu og afa sam-
an.
Unga sjómanninum úr Grinda-
vík leist vel á búðardömuna og
þau felldu hugi saman. Þau giftu
sig og börnin fæddust eitt af
öðru. Amma og afi hófu búskap
sinn á Siglufirði en fluttust svo til
Grindavíkur árið 1954 og bjuggu
þar til æviloka. Fyrst bjuggu þau
á Karlsskála hjá Guðrúnu lang-
ömmu.
Þau fluttu svo að Hólum. Þar
bjuggu þau í nokkurn tíma en
byggðu svo reisulegt hús, Stein-
staði, sem stendur við Ránargötu
10. Síðar byggðu þau annað hús á
Baðsvöllum 16, en þar bjó amma
þar til í fyrrahaust, er hún flutti í
Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í
Grindavík.
Þegar börnin voru að alast upp
var amma heimavinnandi, sinnti
börnum og heimilinu. Eftir að
börnin uxu úr grasi vann amma
við fiskvinnslu þar til hún lét af
störfum vegna aldurs.
Amma var ekki kona margra
orða, hún lá samt ekkert á skoð-
unum sínum þegar sá gállinn var
á henni. Hún hafði gaman af
mönnum og málefnum. Hún vissi
fátt skemmtilegra en að sitja
saman með stórfjölskyldunni og
hlusta á líflegar umræður og sög-
ur sem voru sagðar eða fylgjast
með þegar tekið var í spil, en ófá-
ir „Kanar“ hafa verið spilaðir við
borðstofuborðið á Ránargötunni
og á Baðsvöllunum.
Amma var virk í starfi Kven-
félags Grindavíkur um árabil og
var gerð að heiðursfélaga í því.
Nú síðast sótti hún Kvenfélags-
messu í Grindavíkurkirkju hinn
15. nóvember síðastliðinn.
Ömmu leið vel í litlu íbúðinni
sinni í Víðihlíð, það var gæfuspor
fyrir hana að taka ákvörðun um
að flytjast þangað. Í Miðgarði, fé-
lagsmiðstöð eldri borgara, naut
hún góðra stunda. Þar og í Víði-
hlíð er frábært starfsfólk sem
hugsaði vel um ömmu. Fyrir það
viljum við þakka.
Við minnumst ömmu með
hlýju. Það var alltaf mikill sam-
gangur á milli okkar og var hún
tíður gestur á æskuheimili okkar
og við hjá henni. Nú skilur leiðir.
Amma ákvað að halda jólin ann-
ars staðar, með ástvinum sem
kvöddu á undan henni. Það er
skrítið til þess að hugsa að hún sé
ekki lengur hjá okkur, en hún
hefur verið til staðar fyrir okkur
alla tíð. Við vitum að hún var
hvíldinni fegin, líkaminn orðinn
lúinn eftir langa lífsgöngu.
Hvíl í friði, elsku amma.
Ingólfur, Erla og Vigdís.
Vigdís Valgerður
Magnúsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
OLGA SIGURÐARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju
föstudaginn 4. desember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur,
kt. 700410-1610, nr. 0130-15-381828.
.
Jóhanna Leópoldsdóttir,
Sigurður Hjarðar Leópoldsson,
Margrét Oddný Leópoldsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR KRISTMANN
RÖGNVALDSSON,
bóndi frá Dæli, Skíðadal,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
mánudaginn 7. desember klukkan 13.30.
.
Ragnar Gunnarsson, Lára Stefánsdóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson,
Óskar Gunnarsson, Jóhanna Arnþórsdóttir,
Eygló Gunnarsdóttir, Kristján Daðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANNES GUNNARSSON
vélfræðingur,
Drápuhlíð 37, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 21. nóvember,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2.
desember klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð
Oddfellowa.
.
Jón A. Sigurbjörnsson, Lára Guðmundsdóttir,
Jóhannes E. Jóhannesson, Sveinfríður Á. Jónsdóttir,
Ómar Jóhannesson, Inga H. Hannesdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir,
Kristín Jóhannesdóttir, Rúnar Magnússon,
Gunnlaugur Jóhannesson, Elín Þ. Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.