Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Elskulegur afi minn og nafni Tryggvi Þorsteins- son læknir er látinn. Afi Tryggvi var einstakur mað- ur. Hann hafði óvenjuhlýja nær- veru, var skemmtilegur, greindur og fróður. Hann var réttsýnn, hafði sterkar skoðanir og var ekk- ert sérstaklega gefinn fyrir hrað- ar breytingar. Hann gat verið ut- an við sig og er fræg af því sagan innan fjölskyldunnar þegar hann rakst næstum á spegilmynd sína í fatabúð á sérnámsárunum í Dan- mörku og bað þennan fínt klædda séntilmann innilega afsökunar. Ég minnist með þakklæti allra góðu stundanna sem við deildum og rísa þá hæst samtölin þar sem við sátum við plötuspilarann undir verkum gömlu meistaranna og stundirnar við flygilinn. Slíkar stundir höfðu sterk og mótandi áhrif á ungan mann. Betri fyrirmynd en afa get ég ekki hugsað mér. Ég fetaði stoltur í fótspor hans þegar ég hóf nám í læknisfræði og á spítalanum hefur samstarfsfólk hans frá fyrri tíð ávallt minnst hans með mikilli hlýju. Það voru ærin tilefni til að vera Tryggvi Þorsteinsson ✝ Tryggvi Þor-steinsson lækn- ir fæddist 30. des- ember 1923. Hann lést 23. nóvember 2015. Útför Tryggva fór fram 30. nóv- ember 2015. stoltur af afa mínum og þeim ömmu Hjör- dísi saman. Þessi glæsilegu og góðu hjón voru félagslynd og skemmtileg og alltaf var jafn- ánægjulegt að hitta þau. Ótal minningar um þau munu fylgja mér alla tíð; útreið- artúrar, sveitaferðir, afi að lesa fyrir okk- ur börnin og að útdeila jólapökk- um undan jólatrénu. Mest af öllu mun ég þó einfaldlega sakna ávarpsins hans með hlýlegri rödd- inni: „Nafni minn.“ Ég er þakklátur fyrir samvist- irnar sem við fjölskyldan fengum að njóta með afa og fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast honum. Þau voru engu síður hænd að hon- um en faðir þeirra og er mér minnisstætt þegar 15 mánaða sonur minn horfði dolfallinn á langafa sinn spila á flygilinn í sumar og hljóp í fangið á honum að því loknu. Afa Tryggva verður sárt sakn- að af okkur fjölskyldunni og er hugur okkar hjá ömmu Hjördísi á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu afa míns Tryggva. Tryggvi Þorgeirsson. Komið er að leiðarlokum eftir tæplega 92 ára farsæla vegferð. Mig langar til að minnast Tryggva frænda með nokkrum orðum. Tryggvi fékk ástríkt uppeldi for- eldra þar sem virðing, kurteisi og tillitssemi gagnvart samferða- mönnum var í fyrirrúmi. Í Vatns- firði kynntist hann vestfirskri náttúru, fegurð hennar og óblíð- um veðrahamnum. Tryggvi ólst upp við tónlist og bókmenntir eins og best gerðist í dreifðum sveitum landsins, hann kynntist sveita- störfum og raunum íslenska bónd- ans og alþýðumannsins, en allt þetta ásamt góðri menntun gerði hann að þeim heilsteypta manni sem hann var. Ef til vill réðu þess- ir þættir ekki hvað síst vali hans á ævistarfinu. Kynni okkar frænd- anna voru ekki mikil í fyrstu enda ekki daglegar ferðir milli Ísafjarð- ar og Reykjavíkur í þá tíð. Á skólaárum mínum í MR var ég oft gestur á heimili þeirra hjóna, Hjördísar og Tryggva. Þangað var got að koma, allt í bland, léttleiki, kímni, tónlist, söngur og gott viðurværi. Hin raunverulegu kynni okkar hófust svo er leiðir okkar lágu saman þar sem hann var einn af lærifeðrum mínum á slysadeild Borgarspítal- ans. Þar kynntist ég manni sem lagði sig í framkróka við að lækna, hjálpa og líkna ef annað var ekki mögulegt. Sjúklingum sinnti hann af mikilli nærfærni og skilningi enda var hann dáður af þeim jafnt sem samstarfsfólki. Þar sá ég hve hann fann oft til með þeim sem áttu um sárt að binda og bágindi annarra snertu viðkvæma strengi í brjósti hans. Okkar síðasti fund- ur var 6. nóvember síðastliðinn. Þá var frændi farinn að kröftum, en andinn var ferskur og stutt í kímnina. Kæri frændi, far í friði, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði. Þessar línur eru hripaðar af löngun til að votta Tryggva Þor- steinssyni og minningu hans virð- ingu og þakklæti. Starfsnámi mínu á Slysavarðstofunni forðum fylgdi engin tilhlökkun. En þar ríkti þá sá andi samstöðu, glað- værðar og stakrar vandvirkni að allt fannst mér það ótrúlega áhugavert og ég minnist þessa skamma skeiðs með ánægju sem engan skugga ber á. Þar kynntist ég Tryggva, þessu hógværa prúð- menni, ekki mjög persónulega en hin þægilega nærvera hans hefur lifað hið innra. Hartnær hálfri öld síðar sagði móðir mín mér, þá háöldruð, frá einkar ánægjulegri og óvæntri heimsókn. Tryggvi Þorsteinsson læknir hefði komið og þau litið yfir farinn veg. Þá fékk ég fyrst að vita að mikil vinátta hefði ríkt milli föð- ur Tryggva og móðurafa míns og hlýhugur milli heimila þeirra. Nokkru síðar varð ég furðu lostinn er ég sá að stórvirki sænska Nóbelskáldsins Pär Lag- erkvist, ljóðabókin Aftonland, var komin út á íslensku undir heitinu Kvöldheimar og þar hafði skurð- læknirinn Tryggvi Þorsteinsson verið að verki að afloknum vinnu- degi. Það þarf raunveruleg skáld til að enduryrkja, ferja jafn djúpa hugsun og tilfinningar milli ólíkra tungumála. Á Bretlandi hafði sjálfur W.H. Auden tekið verkefn- ið að sér. Þessu kom Tryggvi til skila á einkar tæran og látlausan hátt. Í Kvöldheimum reikar hug- urinn um ráðgátur og leyndar- dóma lífsins og ekki síst til bernskunnar. Það er sem skáldin séu að auðsýna lífinu lotningu og gjalda því þakkarskuld. Ég hringdi í Tryggva til að tjá honum aðdáun mína á þessu merka framlagi. Hann sendi mér um hæl bók sína Á æskuslóðum við Djúp, er út hafði komið þrem- ur árum fyrr, 2006. „Gaman hefði verið að fá meira að heyra, svo og af erlendum hugsuðum,“ sagði ég við Tryggva. „Ætli ekki sé orðið of áliðið kvölds til að af því geti orð- ið,“ svaraði hann í sínum lág- stemmda glettnistón. Það er sterkur þráður milli þessa tveggja ólíku bóka Tryggva og augljós- lega engin tilviljun að hann fann til skyldleika við Lagerkvist öðr- um fremur. Tryggvi sóttist ekki eftir met- orðum en hann sóttist eftir því að gera allt vel bæði í vandasömu starfi og í lífinu öllu. Slíkum manni er gott að hafa kynnst. Líklega varðveitist letrið oft ekki lakar í sálum mannanna en á blaðsíðum bóka. Magnús Skúlason. Hinn 21. nóvember árið 1951 komu 12 ungir menn saman til að spila brids. Aðallega voru það stúdentar frá MR, árgangur 1944. Eins og vænta mátti fækkaði þeim í tímans rás og eru nú ein- ungis tveir þeirra á lífi en jafn- harðan bættust í hópinn nýir spilafélagar, mest úr sama stúd- entsárgangi. Einn þeirra var Tryggvi Þor- steinsson, sem við kveðjum í dag. Það var mikill fengur fyrir klúbb- inn. Lengst af skipuðu félagsskap- inn drengir með sterkar stjórn- málaskoðanir, allt frá lengst til hægri til endimarka í vinstri. Var þá hraustlega tekist á yfir kaffibollanum. En storminn lægði með tímanum, einkum þegar í hópinn bættust menn með hugar- fari og stillingu Tryggva Þor- steinssonar. Ekkert var honum fjær en hávært rifrildi um stjórn- mál eða nokkurt annað dægur- þras. Ræða hans laut að öðrum áhugaverðari málum. Var það mál okkar félaganna að skaði væri að hafa ekki kynnst þeim manni fyrr. Á langri ævi liggja saman leiðir við margt fólk sem manni ósjálf- rátt fer að þykja væntum og ein- hvern veginn fannst manni jafnan lífið bjartara eftir samvistir við Tryggva. Sumir bridsspilarar eiga það til ef illa fer að kenna um spilunum eða makker sínum. Það var ekki háttur Tryggva Þor- steinssonar. Hitt kom fyrir að hann kenndi sjálfum sér um þótt spil lægju þannig að tap var óhjá- kvæmilegt. Tryggvi bar gæfu til að eignast frábæran maka. Hjördís Björns- dóttir kona hans var fyrsta og eina konan sem gengið hefur í nefndan spilaklúbb og bætt meðalgetu og frammistöðu félaganna til muna. Við erum þakklátir fyrir að hafa kynnst Tryggva Þorsteins- syni og átt hann að vini svo lengi og sendum Hjördísi og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd spilafélaganna, Valgarð Briem. Tryggvi Þorsteinsson, lærifaðir minn og vinur, er látinn. Tryggvi Þorsteinsson yfirlæknir tók á móti mér þegar ég byrjaði sem læknanemi á slysadeild Borgar- spítalans. Hann var hlýlegur, hæglátur og viðkunnanlegur. Tryggvi var góður lærifaðir og ekki mikið fyrir að gera læknis- fræðina of flókna. Hann sagði að það ætti að sýna sjúklingum, aðstandendum og samstarfsfólki virðingu og kurt- eisi. Hlusta með athygli á sjúkl- inginn og aðra sem komu að hans vandamálum. Það væri nauðsyn- legt að útskýra á einföldu máli fyrir sjúklingnum hvað væri að og hvað væri til ráða. Jafnframt væri gott að leita ráða hjá öðrum sér vitrari ef vandamál sjúklings væru flókin, til þess væri sérhæf- ingin. Heilræði Tryggva eru enn í dag gulls ígildi. Snemma varð mér ljóst að Tryggvi unni fjölskyldu sinni mik- ið, hafði ánægju af góðri tónlist og lestri bóka. Það breyttist ekki með árunum. Áður en ég fór í sér- nám vorum við Tryggvi orðnir góðir vinir. Eftir sérnám unnum við Tryggvi mikið saman á slysa- deild Borgarspítalans og urðum enn betri vinir. Ég þakka góða vináttu og sam- starf. Ég votta aðstandendum Tryggva innilegustu samúð mína. Blessuð sé minning Tryggva Þor- steinssonar. Brynjólfur Mogensen. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓNSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember. . Guðrún Jónsdóttir, Jón Ellert Lárusson, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Marta Kristín Lárusdóttir, Guðmundur Valsson, Jónína Sigrún Lárusdóttir, Birgir Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Skaftahlíð 16, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 27. nóvember sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 3. desember klukkan 14.30. Fyrir hönd vandamanna, . Alfred Wolfgang Gunnarsson, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Gautlandi 7, lést 20. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 13. . Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurður Leifsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ingi Ragnar Pálmarsson, Hildur Sigurðardóttir, Henry Birgir Gunnarsson, Una Björk Sigurðardóttir, Vincent Franz Wood, Sigrún Ýr Sigurðardóttir, Kári Ingason, Dagur Ingason, Ísak Daði Henrysson, Ísabella Henrysdóttir. Ástkær sonur minn, faðir okkar, bróðir og mágur, STYRMIR JÓNSSON, Miðholti 8, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 22. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 13. . Jónína Valgerður Sigurðardóttir, Þórdís Tinna Styrmisdóttir, Styrmir Hrafn Styrmisson, Jón Arnór Styrmisson, Sigurður Jóhann Styrmisson, Rúnar Þór Styrmisson, Berglind Ágústsdóttir, Ragnar S. Geirsson, Þórarinn Jónsson, Sigurlaug H. Birgisdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA RANNVEIG KJARTANSDÓTTIR frá Bolungarvík, lést mánudaginn 23. nóvember á LSH Hringbraut. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. desember klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH fyrir alúð og umhyggju. . Víðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur J. Matthíasson, Guðmundur Þ. Jónsson, Vigdís E. Hjaltadóttir, Friðgerður B. Jónsdóttir, Páll Ingi Kristjónsson, Svala Jónsdóttir, Birkir Hreinsson, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur frændi okkar og vinur, GRÍMUR JÓNSSON bóndi, Klifshaga, Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík miðvikudaginn 25. nóvember. Jarðsungið verður frá Skinnastaðakirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14. . Daði Þröstur Þorgrímsson, Sigra Þorgrímsdóttir, Pétur Þorgrímsson og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Fellsmúla 16, lést hinn 23. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 4. desember klukkan 13. . Jón Erlendsson, Ragnheiður K. Sigurðard., Sigurður Orri Jónsson, Hrafnhildur Þorleifsd., Halldór Örn Jónsson, Herdís Rún Sigurðard., Katrín Ósk Sigurðard., Arndís Rut Sigurðard. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HLÖÐVER INGVARSSON, Laufrima 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 3. desember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Kjöl, Kjalarnesi, kt. 690390-1089, nr. 0315-26-26332. . Ragna Hjaltadóttir, Sigríður Inga Hlöðversdóttir, Gunnar L. Helgason, Guðrún Hafdís Hlöðversdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.