Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 1
íkur Landsbókasc Safnahúsim 101 Reyk.ja\ 2(ltbl9^áyg^^mmludagu^^ma^^oo^^ Innlán í bankastofnunum á Suðurnesjum jukust um 850 mkr. 1987: Aukinn sparnaður Sparisjóðurinn stærstur með 51% af markaðnum Sparnaður á Suðurnesjum var aðeins yfir landsmeðal- tali á síðasta ári. Innlán í bankastofnunum á Suðurnesj- um voru 3.266 milljónir um síðustu áramót, sem er 36% aukning frá fyrra ári. Það eru um 2% yfir landsmeðaltali. Sparisjóðurinn í Kefiavík er scm fyrr langstærsta stofn- unin í innlánum og námu þau alls 1.690 millj. kr. í árs- lok 1987 eða 51.8% af inn- lánum á Suðurnesjum. Inn- lán í öðrum bankastofnun- um á Suðurnesjum námu samtals 1.576 millj. kr. Landsbankinn mcð sín þrjú útibú kemur næstur á eftir Sparisjóðnum með 21%, af innlánsfénu, samtals 684 millj. kr. (L.í. Grindavík 293 m.kr.; L.j. Leifsstöð 245 m.kr. og L.í. Sandgerði 146 m.kr.). Utvegsbankinn kem- ur næstur með 13,8%eða 452 m.kr., Verslunarbankinn er með 7% eða 230 m.kr. og Samvinnubankinn er með 6,4% eða 210 m.kr. í innlán 1987. Mesta innlánsaukningin varð hjá Landsbankanum í Sandgerði eða 72%, Lands- bankinn Leifsstöð kom næstur með 61% og í þriðja sæti kemur Verslunarbank- inn með 47% innlánsaukn- ingu. Samvinnubankinn er með 38%, Utvegsbankinn 37%, Sparisjóðurinn 30% og Landsbankinn, Grindavík, 24% aukningu. Utlán á Suðurnesjum námu alls 3.836millj. kr. sem er 43% aukning frá fyrra ári. Séu Landsbankaútibúin þrjú tekin saman eru þau með mestu útlán samtals eða l. 386 m.kr. á móti Spari- sjóðnum, sem er með 1.320 m. kr. Utvegsbankinn er með 774 m.kr., Verslunarbank- inn 205 m.kr. og Samvinnu- bankinn 151 m.kr. í útlán. Af útibúum Landsbankans vek- ur athygli mikil útlánsaukn- itig í Sandgerði, 269%, úr 129 m.kr. í 476 m.kr. Þarsem að hér eru stofnanirnar settar í röð eftir umsvifum, þá skal það tekið fram að Sparisjóð- urinn er ein stofnun með 4 afgreiðslustaði en útibú Landsbankans eru rekin sem sér stofnanir. Engu að síður má skoða tölur þeirra sam- tals í samhengi við hitt. Af sparisjóðum landsins er Sparisjóðurinn í Kefiavík annar stærsti. næstur á eftir Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sem er stærstur mcð 1.883 m.kr. í innlán á móti 1.690 hjá Kefiavíkur- sjóðnum. Keflavíkurbær: Yfír- verk- stjóri segir upp Fréttir hafa borist af því að Jón B. Olsen, yfirverkstjóri Kefiavíkurbæjar, hafi í gær ætlað að segja upp stöðu sinni. Jafnframt hafi hann óskað eft- ir því að fá að hætta nú þegar. Erfítt hefur gengið að fá staðfest hvað hér er um að vera. Þó virðist vera nokkuð ljóst að mál þetta sé angi af margumræddri Hagskils- skýrslu, sem birt var í fyrra, fyrst í Helgarpóstinum og síð- an hér í blaðinu. Sandgerði: Lögreglan hindruð í starfl Mjög mikið var um útköll lögreglu vegna óspekta í heimahúsum um síðustu helgi. Verst urðu þó lætin við hús eitt í Sandgerði, þar sem hópslags- mál brutust út á lóð viðkom- andi húss. Að sögn Karls Hermanns- sonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Kefiavík, var hér á ferð- inni fjöldi ungmenna á aldrin- um 16 til 23 ára. Er lögreglan kom á staðinn og ætlaði að stilla til friðar gerði hópur við- staddra aðsúg að lögreglu- mönnunum. Urðu af strax mikil vand- kvæði er hópurinn veitti and- spyrnu, m.a. með grjótkasti. Sá á lögreglumönnum eftir út- kall þetta, m.a. voru föt þeirra rifin. Þá var grjóti kastað í framrúðu lögreglubíls og grill- ið og hvort tveggja brotið. í fyrstu voru tveir teknir og þeir fluttir í fangageymslur en síðan varð að sækja enn fieiri. Atta drengir höfðu sig mest í frammi og fengu þeir allirgist- iggu á fangageymslum lögregl- un’nar og voru síðan teknir fyrir hjá lögreglunni. Var hér um ítrekað brot af þessu tagi að ræða hjá tveimur þeirra. Hafði annar þeirra orðið uppvís að því að hindra lög- regluna þrisvar í starfi en hinn tvisvar. Sagði Karl að þetta væri mjög alvarleg hindrun sem lögreglan hefði verið beitt þarna í starfi og yrði litið á það sem slíkt. Yrði málið því sent til ríkissaksóknara. Umrætt mál átti sér stað að- faranótt laugardagsins en sú nótt varð mjög annasöm og voru fangageymslur lögregl- unnar orðnar fullar áður en málið í Sandgerði kom upp. Þurfti því að hleypa fólki út fyrr en ella, auk þess sem feng- in voru pláss í fangageymslum lögreglunnar á Keflavíkur- fiugvelli. Guðbjörg Fríða í Islands- fegurð „Undirbúningur hefur verið strangur, miklar æfingar og myndatökur. Þetta er búið að vera æðislega gaman og keppnin leggst bara ágætlega í mig,“ sagði Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, Fegurðar- drottning Suðurnesja 1988 sem n.k. mánudagskvöld, á annan í Hvítasunnu, verður í eldlín- unni á Hótel Islandi í keppn- inni um Fegurðardrottningu íslands 1988. Stöð 2 verður með beina út- sendingu frá keppninni þannig að það má búast við fáum á ferli þetta kvöld. „Æfingar hafa verið strangari út af sjón- varpsupptökunni, því það má ekkert klikka i beinni útsend- ingu,“ sagði Guðbjörg Fríða. -Ertu ekkert meira tauga- spennt út af því? „Ætli maður finni það nokkuð fyrr en að kvöldinu kemur, allavega er ég ekkert á tauginni ennþá.“ Tækjum stolið í Stapafelli Lögreglunni í Keflavík var aðfaranótt laugardags tilkynnt um tvö innbrot. í öðru tilfellinu var farið inn í bát í Keflavíkurhöfn og gerð þar tilraun til að kom- ast i lyfjakistu bátsins. í hinu tilfellinu var farið inn í bílabúð Stapafells og stolið þaðan átta sam- byggðum útvarps- og kasettutækjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.