Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 8
VÍKUR 8 Fimmtudagur 19. maí 1988 molar jutUi ömsjón: Emil Páll Skarð í karlaveldið Það gerðist nýverið á aðal- fundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna að í fyrsta skipti í 46 ára sögu SH var kona kjörin í stjórn, vara- stjórn að vísu. Segir Helgar- pósturinn frá þessu og að umrædd kona sé Rakel Olsen, hluthafi í Hraðfrysti- húsi Sigurðar Ágústssonar h.f. í Stykkishólmi. Við bæt- um þó um betur, því um- rædd kona er úr Keflavík, dóttir Þóru og Óla Olsen, sem bjuggu að Túngötu 20. Hún er því systir Stellu Olsen á sjúkrahúsinu og þeirra systkina. Kvartað yfir hávaða Nýverið barst lögreglunni í Keflavík fjölmargar kvart- anir víðsvegar úr bænum vegna ógnarhávaða á tónlist. Bárust kvartanir þessar sömu nóttina og átti lögregl- an erfitt með að rekja kvart- anir þessar til upprunans og þá sérstaklega hvað kvörtun í austurbænum átti sameig- inlegt með annarri úr mið- bænum. En er líða tók á morguninn fannst upptaka. Um var að ræða dreng einn sem ók um bæinn á bíl sín- um, hafði græjur bílsins í botni og alla glugga og skut- hurðina opna. Var þar kom- in skýringin á því hvað kvartanir komu víða að. Var kauði þegar stoppaður og spurður hvort honum væri ekki illt í eyrunum af öllum þessum hávaða; ,,jú, soldið" var svarið. Vilja bestu tækin gleymast? Tilkynning sú sem Reykj- avíkurradíó sendi út til skipta út af Stafnesi á laug- ardagskvöld um að svipast um eftir flugvél sem lenda myndi í hafinu nokkrum mínútum síðar hefur vakið nokkra athygli. I þessu til- felli var um að ræða slysstað nálægt landi og í góðu veðri. Þegar þannig aðstæður eru, er engin spurning um að hraðskreiðir og liprir björg- unarbátar, eins og þeir sem eru í eigu slysavarnadeild- anna Sigurvonar, Ægis og Þorbjarnar í Grindavík, eru heppilegustu björgunartæk- in. Eru þeir mun heppilegri en þunglamalegir fiskibátar með mun minni ganghraða en umræddir bátar. Þó þeir stóru séu sú hjálp sem oft er nærtæk, þegar eitthvað er að veðri og hinir smærri eiga erfitt með að athafna sig. Fjör hjá 20 ára gagnfræðingum Það var mikið fjör hjá 20 ára gagnfræðingum úr Keflavík í golfskálanum um sl. helgi. Gamlar endur- minningar voru rifjaðar upp við glas og glaum, eins og venja er í svona partýum. Svo var auðvitað tekin mynd af hópnum og þá kom upp hugmynd að láta gera stóra mynd og senda skólanum að gjöf. Til þess að afgreiða málið á staðnum varð að safna fyrir henni strax og átti hver og einn að greiða ein- hver hundruð. En eins og vita mátti var ekki auðvelt að fá fólk til að koma og greiða mitt í öllu fjörinu. En þá kom ein af stórstjörnum hópsins, Helgi Jóhannsson, Samvinnuferðastjóri, og reddaði málunum í einum grænum.... Ferð með gjaldeyri Helgi fór upp á svið, tók hljóðnemann í hönd og til- kynnti að þeir sem myndu borga strax í púkkið ættu möguleika á utanlandsferð fyrir vikið. Dregið skyldi úr hópnum nafn og fengi hinn sami utanlandsferð til Mall- orka. Það var ekki að sökum að spyrja, allir greiddu með glöðu geði og þar með var myndinni reddað. Fleiri gjafmildir En þetta var bara byrjun- in. I kjölfar Helga komu kappar eins og Jónas í Nonna & Bubba, sem gaf 15 þús. kr. í gjaldeyri, Þórður fyrrum pulsusali Þórðarson (Danni) lánaði snekkju sem hann á á Mallorka endur- gjaldslaust í viku og Logi Þormóðs lofaði ýsuflökum til ferðalanganna. En hver vann svo ferðina? Það fylgdi ekki sögunni en sá/sú hefur verið heppin(n)... NÚ ER KOMINN TÍMI MÁLNINGAR-DROPANNA Kópal Dýrótex Slétt vatnsþynnanleg akrýlmálning. • Ver sig vel gegn óhreinindum.' • Hleypir raka auðveldlega í gegnum sig. • Tilvalin til endurmálunar yfir lítið slitna fleti. • Sérlega létt og auðveld í notkun. • Efnisnotkun er um 0,1 lítri á fermetra. DUGAR VEL Steinvari 2000 Slétt terpentínuþynnanleg akrýlmálning. • Veitir steininum einstaka vöm gegn slagregni. • Hleypir raka úr steininum mjóg auðveldlega í gegnum sig. • Smýgur vel og bindur duftsmitandi fleti. • Þolir að málað sé við lágt hitastig. • Grunnun yfirleitt óþörf. • Frábær viðloðun. • Efnisnotkun er um 0,17 lítrar á fermetra. GEGN STEYPUSKEMMDUM Þol Þakmálning Hálfgljáandi terpentínuþynnanleg alkýðmálning sérstaklega framleidd fyrir bárujám o.fl. utanhúss. • Afar gott veðrunarþol. • Varanleg mýkt tryggir endingu. • Grunnmálun er æskileg: Nýtt bárujárn: BIT-Ætigrunnur Veðrað bárujám: Oxíðmenja. • EfnisnotkunerumO.l lítri á fermetra. ÞOL Á ÞAKIÐ Helgi Maronsson r í Islensku óperunní Fimmtudaginn 19. maí (í kvöld) heldur Helgi Marons- son, tenór, tónleika í Islensku óperunni, ásamt Krystýnu Cortes píanóleikara. I vetur hefur Helgi aðallega lagt stund á erlendan Ijóðaflutning og verk úr óperubókmenntum. Efnisskrá tónleikanna í kvöld er mjög fjölbreytt og hefjast þeir klukkan 20:30. Sala aðgöngumiða er við inn- ganginn og í Bókabúð Kefla- víkur. EURO-KREDIT greiðslu- kjör og VISA vildarkjör með allt að 10 mánaða greiðslutíma. F j dfopinn Hafnargötu 90 - Keflavik - Simi 14790 ATH. NÚ ER Til hagræðis fyrir ykkur og okkur Jdfopinn allur á einni hæð Rangt feðraður Okkur varð illilega á í mess- unni í síðasta blaði er við greindum frá fyrstu skóflu- stungunni að viðbyggingunni við Iþróttahúsið í Keflavík. Sá sem það verk framkvæmdi heitir Eyjólfur Guðjónsson en ekki Guðlaugsson. Leiðréttist þetta hér með, jafnframt því sem viðbiðjumst velvirðingar á mistökum þess- um.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.