Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 6
ViKurt 6 Fimmtudagur 19. maí 1988 (utUt orðvar OÞRIFNAÐUR FYRR OG NU Það hljómaði len^i við í út- li'ndum lerðabókum 0{> sög- um um ísland, hvað íslending- ar væru óþrifnir og sóðaskap- urinn í kringum þá eftir því, enda verður það ekki varið að þeir hafa verið það um skör fram. Að vísu hafa fornmennirnir verið hrcinlátir ntjög og er þcss víða getið í sögunni að þeir fóru oft til lauga, þegar þeim fannst þess þurfa með. En seinna, þegar eymdin og afturförin fór að þyngja á landsntönnum eftir siðaskipt- in, mun þcim hafa hrakað í þessu sem öðru. Hugsunar- hátturinn fór að seyrast og gerast húsgangslegur og dap- ur á 17. og 18. öldinni. Öll fegurðar- og sómatilfinning dofnaði, eins fór með þrifnað- inn. En fyrst og fremst staf- aði óþrifnaðurinn af illuni húsakynnum, sem voru mun verri hér syðra en nyrðra, sér- staklega við sjávarsíðuna. Rakinn var verstur þar sem allt rann út i slaga, cinkum á vætusömustu stöðunum. Þök- in héldu ekki vatni. Sumstað- ar, aðallega á Suðurlandi, var siður að hafa forir í hlaðinu, nálægt bæjardyrunum, og svo ræsi fram úr göngunum í for- ina til að flytja lckavatn. Svo var þá hellt i ræsið því sem til féll í bænum og út átti að fara. Þá og titt suður með sjó, að hafa tunnur við bæjardyrnar með lifur, grút og slógi. Elds- neyti var af skornuni skammti og því algengt að stinga fisk- dálkum ofaní grútinn og hrenna þeim á opnum Itlóð- um. „Saursæll maður erjafnan auðsæll“ segir gainalt, vinsælt máltæki. Börn voru að sönnu þvegin nokkrum sinnum eftir að þau komu út ntóðurkviði en svo kom sjaldan eða aldrei vatn á líkama nianna að sjálf- ráðu upp frá því. Menn þvoðu sér þó að nnfninu til i framan, þegar þcir fóru til kirkju. Rúmföt og fatnaður var þveg- inn upp úr keitu í mesta lagi einu sinni á ári. „Mikið er sjalið fallegt svona hvitt,“ sagði kona ein, eftir að hún liafði soðið það með hangi- kjötinu. Ilárið var sjaldan greitt, enda var það mciri- háttar kvalræði, eins og menn voru síðhærðir. Kvenfólkið var þó aðeins tilhaldsamara, það þvoði hár sitt upp úr hlandi og greiddi sér um helg- ar. Lúsin var talin líkaman- um nauðsynleg og þvi trúað að hún kæmi innanfrá. Ofangreindar lýsingar eru áreiðanlegar hcimildir ís- lenskra samtíðarmanna. Lýs- ingar erlendra ferðanianna frá þessum tímum eru niiklum mun rosalegri og illa hafandi eftir. En nú er öldin önnur, þjóð- in er ckki lengur á steinaldar- stigi, fáfróð, svínbeygð og kúguð, heldur vel menntuð, sjálfstæð og stolt af lifnaðar- liáttum sinum og fallegu föð- urlandi. Útlendir fcrðamenn hafa nú jafnvel orð á því að fyrra bragði, að Reykjavík sé hreinasta og snyrtilegasta höfuðborg í heimi. Glöggt er gestsaugað og eflaust sjá þeir Ííka það sem betur má fara í umhverfismálum okkar. Bæj- ar- og sveitarfélög á Suður- nesjum hafa sýnt íbúunum gott fordænti í þessum efnum undanfarin ár. Snyrtimennsk- an er smitandi, hún krefst fyrirhafnar en veldur í lang- fjestum tilfellum vellíðan. Ónæmi þckkist því ntiður á þessu sviði sent öðrum. Hver þckkir ekki af eigin raun grónu, fallegu götuna nteð öll- um snyrtilegu húsunum nema einu, þessu hálfkláraða, óntálaða, sem stendur í mold- arflaginu með 20 ára raunar- svip yfir sér? Eða skakka verkstæðið með haugana af járnadrasli allt i kring, innan um vel máluðu húsin í snyrti- legu lystigörðunum. Sundur- ryðgað Itílhræ, seitt staðið hefur árunt saman á götunni frantan við vel hirta húsið, sýnir tillitsleysi og hugsunar- leysi eigandans. „Portið sem ég byggði utan um véladraslið hefur margborgað sig í auknu áliti alntennings á fyrirtækinu mínu,“ sagði forstjóri nokk- ur í sjónvarpsviðtali í fyrra- suntar. Vorið er kontið og veturinn hefur skilið þannig við að ýmislegt Jtarf að hrcinsa og lagfæra. Astæðulaust er að slá því á frest. Með sameiginlegu átaki getuni við gert Suður- nesin að snyrtilegasta hluta landsins. Hrein sveit er falleg sveit. Hreint land er fallegt land. Gísli Heiðarsson, „Getraunaspekingur Víkur-frétta 1988“, á Wembley: „Markvörður Wimbledon var stórkostlegur og hetja leiksins46 „Það er stórkostlegt að vera hér innan unt 100 þúsund manns“, sagði Gísli. „Markvörður Wimbledon var stórkostlegur og hetja þessa bikarúrslitaleiks. Það var gaman að sjá hvernig hann stjórnaði liði sínu til sigurs gegn stórliðinu Liverpool sem allir voru búnir að spá örugg- um sigri," sagði Gísli Heiðars- son, annar Getraunaspekinga Víkurfrétta 1988, en hann hlaut eins og flestir vita ferð á bikarúrslitaleikinn á Wembley með Samvinnuferðum-Landsýn ásamt Jóni Halldórssyni sem forfallaðist. Hann ætlar þó að bæta úr því með því að skella sér á Wembley í ágúst n.k. á opnunarleik ensku deildarinn- ar. Svo skemmtilega vill til að sömu lið verða þá í eldlínunni og nú, Liverpool og Wimble- don. Þetta verður nánast end- urtekið efni, ef ekki er talað um úrslitin sem ekki er hægt að spá um. Þessi 107. bikarúrslitaleikur á Wembley varð mjögsöguleg- ur að mörgu leyti. Ekki aðeins fyrir það að Davíð skyldi sigra Golíat, heldur mörg fleiri til- vik. Þetta var t.a.m. í fyrsta skipti að markvörður sem fyrirliði stýrir liði sínu til sigurs í bikarúrslitaleik og í fyrsta skipti sem markvörður ver vítaspyrnu í bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var líka í fyrsta skipti sem John Aldr- idge, leikmaður Liverpool, misnotar vítaspyrnu. Arangur Wimbledon á síð- ustu árum hefur verið undra- verður. Fyrir I 1 árum var liðið utan deilda og fyrir 5 árum var það í 4. deild. A næstu tveimur árum vann það sig upp í 1. deild og náði síðan sínum besta árangri í 1. deild nú í ár og komst í bikarúrslitin. Liðið þykir ekki leika fallega knatt- Þetta er mynd af óvæntu marki Wimbledon, sem reyndist vera sig- urmark þeirra. spyrnu, þar sem megin áhersl- an er lögð á spörk og hlaup enda eru margir leikmanna liðsins stórir og stæðilegir. Fyrir leikinn voru fáir sem spáðu liðinu sigri í veðbönk- um. Svo margirspáðu meistur- um Liverpool sigri að ef þeir hefðu unnið hefðu veðbank- arnir orðið gjaldþrota, var sagt í blöðum þarna úti. Svo fór þó aldrei, Wimbledon vann og veðbankarnir líka. Ekkert lið, ekki einu sinni hið stórkost- lega Liverpoollið, getur bókað sigur á Wembley, þó andstæð- ingarnir þyki ekki þeir bestu. Tæplega 100 þús. manns,flest- ir á bandi Liverpool, urðu vitni að því. Það er líklega ein af ástæðunum sem þessi rosalegi leikvangur dregur að sér met- fjölda áhorfenda áreftirár. En hvað segir íslenski markvörð- urinn úr Víðisliðinu í Garði um Gísli á leið inn á leikvanginn fræga. það: ,,Það er draumur hvers knattspyrnumanns að komast á Wembley. Fyrir atvinnu- mennina að fá að leika þar en fyrir okkur áhugamennina er það toppurinn bara að fá að vera sem áhorfendur," sagði Gísli Heiðarsson, getrauna- spekingur, um ferð sína á Wembley. Aðdáendur liðanna eru margir skrautlcga klæddir, eins og t.d. þessi Liverpool-aðdáandi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.