Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 13
muR
(títtfo
Fimmtudagur 19. maí 1988 13
Slökkviliðsmennirnir sem nú voru leystir frá störfum, ásamt Ellert Eiríkssyni, sem hætti um áramót.
F.v. Skafti Þórisson, Njall Skarphéðinsson, Guðmundur R.J. Guðmundsson, Jón Þorvaldsson, Sigurð-
ur Arason, Sturlaugur Olafsson, Gunnar Orn Guðmundsson, Karl Geirsson, JónGuðlaugsson, Jón B.
Ólsen, Emil Páll Jónsson, Hólmgeir Hólmgeirsson og Ellert Eiríksson. Á myndina vantar Sigurð
Árnason og Hólmgeir Guðmundsson. Ljósm.: hbb.
Brunavarnir Suðurnesja:
14 slökkvílíðsmenn
leystir frá störfum
Föstudagurinn 13. maí 1988
verður, er frá líða stundir,
nokkuð merkilegur dagur í
sögu Brunavarna Suðurnesja,
því þann dag lauk öllum þeim
breytingum sem ákveðið var
að gera á rekstri slökkviliðs
BS. Þann dag tók nýskipað
varalið til starfa og 14 eldri
slökkviliðsmenn voru leystir
frá störfum í slökkviliði
Brunavarna Suðurnesja.
Þeir slökkviliðsmenn, sem
nú voru leystir frá störfum,
höfðu flestir yfir áratuga
reynslu í liðinu og höfðu upp á
vasann svonefnt skipunarbréf,
ýmist frá sýslumanni eða bæj-
arstjóra. Áttu sumir þeirra
jafnvel að baki meira en
tveggja áratuga starf í slökkvi-
liðinu.
Áður en nýskipan slökkvi-
liðsmála hjá BS tók gildi voru í
liðinu 30 slökkviliðsmenn, þ.e.
umræddir 14 auk 1. vara-
slökkviliðsstjóra, Ellerts Ei-
ríkssonar, sem leystur var frá
um áramót er nýirstjórnendur
tóku við. Fimmtán aðrir
slökkviliðsmenn úr gamla
hópnum gáfu kost ásér áfram.
Eru tveir þeirra stjórnendur,
fjórir í vaktaliðinu og 9 í vara-
liðinu, sem skipað er alls 15
manns.
I dag ganga því átta sjúkra-
flutninga- og slökkviliðsmenn
vaktir allan sólarhringinn, auk
tveggja stjórnenda sem eru á
dagvöktum. Þá eru tveir eld-
varnareftirlitsmenn og áður-
nefndir fimmtán varaliðs-
menn.
Af þessu tilefni bauð stjórn
Brunavarna Suðurnesja um-
ræddum 15 mönnum, sem
leystir hafa verið frá störfum,
til samsætis á veitingahúsinu
Glóðinni á föstudag, þar sem
þeim voru þökkuð vel unnin
störf á liðnum árum. Þá var
þeim og færður að gjöf hlutur
til minningar um starfið.
Ósannindabulli svarað
Keflavík, 16. maí 1988.
Ritstjórn Víkurfrétta,
Vallargötu 15,
Keflavík.
Þann 11. maí s.l. birtist í
molum Víkurfrétta frétt undir
fyrirsögninni „Var að hjálpa
vini“. I fréttinni segir að
Magnús Gíslason hafi, með
því að gefa S.A.S. undanþágu í
verkfallinu, verið í raun að
koma mér úr landi.
Þrátt fyrir að mér er með
öllu óskiljanlegt hvernig slíkt
ósannindabull getur orðið til,
né hvað blaðinu gengur til með
birtingu þess, vil ég koma á
framfæri eftirfarandi:
Umrædd flugvél frá S.A.S.
mun hafa farið frá Keflavíkur-
flugvelli til Kaupmannahafn-
ar laugardaginn 30. apríl s.l.
kl. 11,18. I þeirri vél var ég
EKKl farþegi. Þennan sama
dag kl. 07,08 fór ég ásamt
þremur starfsbræðrum mínum
með flugvél Arnarflugs fln.
422 til Amsterdam. Hjálagt
fylgir ljósrit af farseðli mínum,
útgefnum af Ferðaskrifstofu
ríkisins 29. apríl 1988 á Arnar-
flug. Sem kunnugt er höfðu þá
tekist samningar milli Arnar-
flugs og Verslunarmannafél-
ags Suðurnesja.
Fer ég fram á að bréf þetta,
ásamt ljósriti farseðilsins verði
birt í næsta tölublaði Víkur-
frétta.
Þórir Maronsson
eaglejjr
-tTr-
Ren UeK
736 4400 018 353 3
J7?möQ0/S3r:-"' i
Ju#JníSú» JVm »(. 4---^.___r.
-TÁmrrvrrfS Ir”
,7gi'iwiZTief 'vnh} íf, /J Jz eitrt
fbiíivxo^ sö n. nr
jil /t ’ 1
H’nii, ..
a m !i í!\uj
F88
r^Pen/'toe/v kie? 31 s< v.6 nij/fripfrt \JY-
STocKfttin brr robit' iv‘ ok.
’KSlb ......
'U fío \n<51.u}t) /av
'jtL
- Fctr
Frá
ritstjórn
Vegna máls þessa og
bréfs Þóris viljum við nota
tækifærið og benda á að
greinar í dálki þeim, sem ber
nafnið Molar eru ekki stað-
festar fréttir, heldur vanga-
veltur og/eða gagnrýni og
oft undanfari frétta um
ýmislegt. Fréttir sem slíkar
eru birtar annars staðar í
blaðinu.
Ekki er þó ætlast til að
menn séu gagnrýndir að
ósekju eins og því miður
virðist hafa átt sér stað í
þessu tilfelli.
Biðjum við því Þóri Mar-
onsson og aðra hlutaðeig-
endur velvirðingar á mistök-
um þessum. Eitt er líka víst
að þeir sem voru heimildar-
menn okkar í þessu tilfelli fá
ekki aðgang að þeim hópi á
næsfunni.
Fyrirtæki - Einstaklingar:
Fjárfestinga-
sjóður
Verslunar-
bankans
er góður kostur
Verslunarbankinn vekur athygli þína
á því að fyrirtæki og einstaklingar,
sem hafa tekjur af atvinnurekstri,
hafa heimild til að draga frá þeim
tekjum fjárfestingasjóðstillag. Há-
mark tillagsins skal vera 40% af
þeirri fjárhæð sem eftir stendur, þeg-
ar frá skattskyldum tekjum hafa ver-
ið dregnar þær fjárhæðir sem um
greinir í 1.-10.tl.31.gr. laga um tekju-
og eignarskatt.
Frádráttur þessi er þó háður þeim
skilyrðum að minnst helmingur fjár-
festingasjóðstillagsins sé lagður á
verðtryggðan reikning í innlendum
banka, sem bundinn er til 6 mánaða,
og að slíkan reikning þarf að stofna
eigi síðar en fimm mánuðum eftir lok
reikningsársins, þ.e. fyrir 1. júní
næstkomandi vegna tekna fyrir árið
1987.________________________________
Hjá Verslunarbankanum eru inn-
stæður fjárfestingasjóðsreikninga
verðtryggðar samkvæmt lánskjara-
vísitölu og njóta ávöxtunar 6 mánaða
verðtryggðra reikninga auk 1.5%
vaxtaálags. Að binditíma loknum eru
innstæður fjárfestingasjóðsreikn-
inga frjálsar til ráðstöfunar, án upp-
sagnar reikningsins, en tillaginu ber
að ráðstafa innan 6 ára frá stofnun
reikningsins.
Með bestu kveðju
VÉRZlUNflRBflNKINN
-uútMunmeépéi!
Vatnsnesvegi 14, Keflavík
sími 15600