Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 9
mun juUit Fimmtudagur 19. maí 1988 9 Sandgerði: Bliki ÞH-50 koniinn aftur F.v.: Kiddi Dan., Brynleifur Jóhannesson og Aðaiheiður Axelsdóttir með blómvöndinn frá Samvinnu- ferðum-Landsýn. Ljósm.: hbb. Afmælisleikur SL: Fengu utanlands- ferð á tíkall Lukkan lék aldeilis við þau Brynleif Jóhannesson og Að- alheiði Axelsdóttur í síðustu viku er dregið var í síðari um- ferð afmælisleiks Samvinnu- ferða-Landsýnar. Þau Brynleifur og Aðalheið- ur áttu bókunarnúmerið 166266, sem dregið var út ásamt fjórum öðrum númer- um. Blaðamaður Víkurfrétta slóst í för með Kidda Dan, um- boðsmanni Samvinnuferða- Landsýn í Keflavík, er hann fór með vinninginn til þeirra hjóna. Það er sannað mál að fólk nær því oft ekki að það hafi unnið í happdrætti, því eftir að Brynleifur hafði lesið bréfíð frá SL þá sagði hann: ,,A ég að borga ferðina núna?“ En hvað um það, Brynleifur Jóhannes- son, umboðsmaður Toyota á Suðurnesjum og Aðalheiður Axelsdóttir fara þann 17. júní í sumarleyfisferð til Kamper- vennen í Holiandi fyrir aðeins 10 krónur á mann, en hér er um að ræða ferð upp á 75-80 þús- und krónur eftir gengisfell- ingu.... Bliki ÞH 50 sem Útgerðar- félagið Njörður h.f. hefur gert út undanfarin ár frá Sandgerði var á síðasta ári siglt til Dan- merkur þar sem honum var lagt, því selja átti hann upp í nýtt skip. Nú er báturinn hins vegar kominn aftur til Sand- gerðis og hefur hafið róðra þaðan. „Við vorum búnir að kaupa skip í stað Blika en fengum ekki að flytja það hingað heim,“ sagði Hafíiði Þórsson hjá Útgerðarfélaginu Nirði h.f. í samtali við Víkurfréttir, „og því er báturinn kominn heim á ný.“ Bliki er 80 tonna eikarbátur, byggður 1948. Mótorhjólum ekið á 219 km hraða Lögreglumenn úr Kefla- vík, sem voru á eftirlitsferð á Grindavíkurvegi á móts við orkuverið síðasta fimmtudag, veittu athygli hópi mótorhjólaágífurleg- um hraða. Kom sá fremsti fram við radarmælingar á 219 km hraða, sá næsti á 177 km hraða og síðan sex aðrir á litlu minni hraða. Tókst Keflavíkurlög- reglunni ekki að stöðva pilta þá sem hér voru á ferð og var Grindavíkurlögregl- an því fengin til að sitja fyrir þeim, en þeir voru á leið til Grindavíkur. Var í fyrstu farið með þá á lög- reglustöðina í Grindavík en síðan á stöðina í Kefla- vík. Að sögn Karls Her- mannssonar, aðstoðaryfír- lögregluþjóns í Keflavík, verður máli ökuþóranna vísað venjulega leið í gegn- um dómskerfíð. En þar sem um hóp hefði verið að ræða og ekki hefði tekist að sanna hverjir óku hraðast, væri málið erfíðara viður- eignar en þegar um ein- staklinga væri að ræða. Sáningu TF-TUN seinkar Seinkun hefur orðið á sán- ingu þeirri sem framkvæma átti úr hinni nýju landgræðslu- flugvél, TF-TÚN, meðfram nýju Reykjanesbrautinni. Mun sáning þessi hefjast þriðjudaginn 24. maí sem er fyrsti virki dagurinn eftir hvítasunnu. Tekur sáning þessi 5 daga en sáð er í svæðið meðfram braut- inni frá Innri-Njarðvík og upp að Leifsstöð. Verðursáðum 70 tonnum af fræi og áburði á þessum tíma en við fram- kvæmdina mun flugvél þessi, sem er einshreyfíls, gul að lit, fljúga margar ferðir í lágflugi á umræddum vegarkafla. Þarf fólk því ekkert að ótt- ast þó það sjái litla flugvél í lágflugi þessa daga, ef lýsingin passar við umrædda flugvél. 20 þúsund legudagar Prentvillupúkinn i 11 ræmdi kom harkalega við okkur í síðasta tölublaði er hann breytti fyrirsögn um legu- daga á Garðvangi og Hlé- vangi úr 20 þúsund í 120 þúsund. Biðjumst við velvirðingar á mistökum þessum og Ieiðréttum þetta hér með. ÚRVALS BYGGINGA- Til húsbygginga Mótatimbur • Sperruefni • Steypustyrktarjárn • Þakjárn Spónaplötur • Milliveggir Loftaefni • Gólfefni Innihurðir • Alls konar listar Til heimasmíða 1001 hobbyefni í borð og bekki og margt fleira Hilluefni • Hilluberar Verið velkomin og kynnið ykkur möguleikana. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. l í riíllL TRÉ I /V í girðingar Heflað timbur • Margar breiddir og þykktir BYGGINGAVÖRUR Iðavöllum 7 - Keflavik - Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.