Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 12
Mun 12 Fimmtudagur 19. maí 1988 AÐALBÓKARI Staða aðalbókara við embættið er laus til umsóknar. Frekari upplýsingar um starf og starfskjör veitir undirritaður. Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu mína fyrir 16. júní n.k. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli 16. maí 1988 Blaðburðarfólk vantar í eftirfarandi hverfi í Njarðvík: Austan Víknavegar (gamla Reykjanesbraut). Upplýsingar á afgreiðslu, símar 14717 og 15717. mun pétíh' ATVINNA Starfskraftur óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar veittar á staðnum. Njarðvík - lóðahreinsun Dagana 19., 20. og 21. maí n.k. mun Njarðvíkurbær bjóða upp á hreinsun á rusli frá íbúðalóðum í bænum og þarf ruslið að vera staðsett þannig að koma megi vinnuvélum þar að með góðu móti. Tilkynningar skulu berast í síma 11696 eða 16200 á ofantöldum dögum. Athygli skal vakin á því að þetta eru fyrstu hreinsunardagar sumarsins og verða fleiri auglýstir síðar. Bæjarstjóri t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU EIRÍKSDÓTTUR Norðurbrún 1, Reykjavík. Eiríkur Sigurðsson Anna Vernharðsdóttir Hulda Teitsdóttir Jeckell Róbert Jeckell Þórunn Teitsdóttir Kristján Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Ræða Ernu Gunnarsdóttur á 14. þingi Verkamannasambandsins: Efnahags- og kjaramál Sú efnahagsstefna, að allt eigi að vera frjálst, er löngu gengin sér til húðar. Erlent fjármagn er flutt inn án takmarkana (að vísu skattlagt) framhjá lánsfjárlögum og skuld- irnar hrannast upp. Á síðasta ári voru teknar að láni erlendis 47 milljónir kr. á dag. Allt á að vera frjálst, engin takmörkun á neinu. Verslunarinnflutningur blómgast. Alltaf fjölgar þeim sem flytja vörur inn í landið, ætt og óætt, dót og drasl, allt sem mönnum dettur í hug að þeir geti hagnast á að selja. Því þeir vita að við erum ekki spar- söm eða hagsýn og við getum ekki staðið saman um að kaupa íslensk- an iðnað. Sagt er að vöruúrvalið hér í mat- vöruverslunum sé mun meira en t.d. í Danmörku og Vestur-Þýska- landi og sjáist vart annað en það sem þeir framleiða sjálfir. Það gengur einfaldlega ekki að árum saman sé eytt miklu meira en aflað er. Hagsýn húsmóðir fer ekki út í búð og kaupir allt sem hugur- inn girnist án þess að eiga fyrir því. Já, það er gott að vera frjáls, frjáls eins og fuglinn fljúgandi, en við verðum að kunna að fara með frelsið. Fuglinn fljúgandi ætlar sér stundum of mikið. Hann leggur af stað yfir stóra úthafið en örmagn- ast á leiðinni. Þannig getur líka farið fyrir okkur. Við skulum bara í alvöru vara okkur á því að lenda ekki á uppboði úti í hinum stóra peninga- heimi. Nú standa yfir kjarasamningar. Verkamannasambandið samdi. Gamla platan var sett á fóninn. Stjórnvöld og atvinnurekeridur stóðu frammi fyrir alþjóð. Það er bara ekki hægt að hækka kaup verkafólks, þá fer verðbólgan upp Fyrir- spum ta bæjar- yfirvalda og gengið fellt. Hverjir eiga að trúa þessu? Sama platan var sett á í des. ’86. Þá var ekki hægt að þoka verkafólki ofar en i 26.500 kr. á mán. járn i járn. En svo var viðurkennt nokkru seinna að þá hefði verið eitt mesta góðæri sögunnar. Enda var fólk yfirborgað og þeir sem háu launin höfðu fengu mun meiri hækkun. Þannig hefur launamis- munurinn aldrei verið meiri. Það er eðlilegt að verkafólki finnist því vera sárlega misboðið nú með lág- markskaup 32.000 kr. á mánuði. Það veit af þessu mikla launa- skriði, sem hefur átt sér stað. Menn bókstaflega vaða í peningum og allskonar fríðindum, bílum, utan- landsferðum o.s.frv., bæði hjá rík- inu og einkaaðilum. Mánaðar- kaup 2-3-4 og fimm hundruð þús- und, svo ekki sé talað um laun upp á V/i milljón á mán. Eg er ekki hissa á því að fiskiðn- aðurinn skuli ekki fá nógu gott verð fyrir fiskinn, burtséð frá gengi dollarans, ef milliliðirnir borga svona kaup. Hefur annars nokkuð verið athugað, hvað söluaðilar hér heima og erlendis taka fyrir sinn snúð? Svo er það bankaveldið með okurvextina sem allt er að sliga. Eitt er enn sem lítið er talað um, en það eru fiskmarkaðirnir. Þar selja útgerðarmenn oft og tíðum sjálfum sér hráefnið á okurverði. Áð öllu þessu samanlögðu er ekki að furða að ekki skuli vera hægt að borga fólkinu sem vinnur að fram- Ieiðslunni mannsæmandi kaup. Eg dáist að Snótarkonum í Vest- mannaeyjum, sem berjast fyrir hækkun fastakaupsins. Þær sýna að þær hafa vilja og þor til þess að standa saman í bar- áttunni og eru tilbúnar til að fórna einhverju; ekki bara í orði heldur og á borði. En eitt er öruggt mál. Tíma- kaupið næst ekki upp að neinu marki fyrr en bónusinn verður lagður af, því allir vita að hann heldur tímakaupinu niðri. Er ekki kominn tími til að við hættum að þræla okkur út eins og óðar manneskjur? Ég persónulega er búin að segja skilið við bónusinn og sjaldan liðið betur í fiskvinn- unni. Skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið mikið til um- ræðu undanfarið, og allar götur síðan 1960 eða í nær 30 ár. Er ekki kominn tími til að hætta að hugsa, en framkvæma í staðinn? Það er löngu ljóst að meirihluta- vilji er fyrir því að deildaskipta Verkamannasambandinu, a.m.k. vill fiskvinnslufólk sér deild, sem sjái um samninga og önnur hags- munamál þess. Allt verkalýðskerfið er óskap- lega þungt í vöfum. Helst má engu breyta. Sumir tala um meiri mið- stýringu. Ég er ekki á sama máli. Fólkið í félögunum á að greiða at- kvæði um samninga, ræða málin og hafa áhrif eftir því sem vilji og geta leyfir. Einræðisvald stjórnar V.S.Í. hæfir ekki verkalýðshreyf- ingunni. Atvinnurekendum leyfist ekki að semja heima í héraði við sitt fólk, eins og berlega kom í ljós í samningunum í vetur og vor. Þeim var hótað refsingu og ógildingu samninga ef þeir dirfðust að semja sér og á öðrum nótum en forysta V.S.f. ákvað. Þetta er nú lýðræði eða hitt þá heldur. Nei, má ég frábiðja verkalýðs- hreyfingunni svona vinnubrögð. En við verðum að standa betur saman og vera sterkara afl en við erum í dag. Erna Gunnarsdóttir Olíubíllinn umræddi við kirkjugarðinn. Ljósm.: hbb ', Kona ein, setn býr nálægt gamla kirkjugarðinum í Keflavík, óskaði eftir birt- ingu eftirfarandi fyrir- spurnar til bæjaryfirvalda í Keflavík: „Hefur olíubíll frá OIís, sem stendur öll kvöld, næt- ur og helgar við hlið kirkju- garðsins við Aðalgötu, ein- Veit lögreglan ekki hvar Hafnargatan er? Mér ofbauð alveg að sjá nokkra unglinga á bifreiðum á Hafnargötunni í Keflavík síðla kvölds í síðustu viku. Létu þeir illum látum og datt manni helst í hug að þeir sætu á kakt- usi undir stýri bíla sinna. Svona létu þeir í marga klukk- utíma með einu smá hléi er lög- reglan fann Hafnargötuna og ók eina ferðeftirhenni;þádatt allt niður. Vil ég skora á lögregluna að rifja upp hvar Hafnargatan er þegar helgar nálgast og helst að aka um í ómerktum bílum, svo hægt sé að stöðva þennan leiðinlega bílaleik ungling- anna. Einn vaxinn upp úr bíladellu hverja heimild til að vera þar? Frá þessum bíl berast óhreinindi eins og oftast fylgja olíubílum. Svar ósk- ast.“ Sviptir ökurétt- indum Um síðustu lielgi tók lög- reglan í Keflavík cinn öku- mann fyrir að aka innan- bæjar á 98 km hraða og ógætilegan akstur. Þá var annar ökumaður tekinn á Miðnesheiði á mánudags- morgun á 144 krn hraða. Báðir voru ökumennirnir sviptir réttindum á staðn- um.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.