Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 16
\>iKun 16 Fimmtudagur 19. maí 1988 juiU% Dúbl í horn! Billiard (snóker) er skemmtileg íþrótt sem allir geta leikiö, ungir sem eldri. Leiðbeinendur ef óskaö er. Sjö 12 feta borð og kjuðar fyrir alla. Knattborðsstofa Suðurnesja Grófinni - Keflavík - Sími 13822 OPIÐ alla daga frá kl. w 11.30-23.30. Pantið tíma eða komið. Byggðasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Vordagar Vigdísar Nú í maímánuði eru land- græðslu- og skógræktardagar á Suðurnesjum. Þessa daga köllum við „Vordaga Vigdís- ar“ til heiðurs forseta vorum, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og áhuga hennar fyrir land- græðslu og skógrækt. Forseti veitti okkur góðfúslegt leyfi til að nota þetta heiti. Félag skólastjórnenda á Suð- urnesjum stendur fyrir þessum samræmdu aðgerðum nú í vor í samráði við Landgræðslu rík- isins og Skógrækt ríkisins. Ráðunautur okkar á svæðinu hefur verið Guðleifur Sigur- jónsson garðyrkjumaður og gekk hann vasklega fram í því að hjálpa okkur að láta draum- inn rætast. Þessi framkvæmd er í samræmi við lög nr. 58 frá 1974, Lög um landgræðslustörf skólafólks og lög nr. 13 frá 1952, Lög um skógræktardag skólafólks. Tilgangur Vordaga Vigdísar er að vekja nemendur til um- hugsunar um landgræðslu og gróðurvernd. Óvíða er land eins illa farið af gróðureyðingu eins og hér á Suðurnesjum. Það ber því brýna nauðsyn til þess að vekja unga fólkið til umhugsunar um þessi mál. Það er von okkar að þessir dagar beri síðar árangur í um- hverfismálaáhuga fólks á svæðinu. Hugmyndin er að „Vordagar Vigdísar“ verði fastur þáttur í starfi skólanna á svæðinu. Skipulag „Vordaga Vigdísar" fyrir skólana á Suðurnesjum. Skólarnir veita nánari upplýsing- ar. Myllubakkaskóli, Keflavík, sími 11450. Bekkur: 5. bekkur Dagsetning: 25. maí 1988 Verkefni: Sáning á grasfræi og áburði Stóru-Vogaskóli, sími 46655. Bekkur: 1., 2. og 3. Dagsetning: 11. maí 1988 Verkefni: Sáning á grasfræi og áburði Grunnskóli Njarðvíkur, sími 14399. Bekkur: 6. bekkur Dagsetning: 25. maí 1988 Verkefni: Trjám plantað. Hirðing í Sólbrekkum. Gerðaskóli í Garði, sími 27020. Bekkur: 6. bekkur Dagsetning: 16. maí 1988 Verkefni: Sáning á grasfræi og og framleiðsla á víði- græðlingum Holtaskóli i Keflavík, sími 11135/11045. Bekkur: 9. bekkur Dagsetning: Um miðjan maí 1988 Verkefni: Taka upp lúpínihnausa og planta Grunnskólinn í Sandgerði, sími 37439. Bekkur: 6. bekkur Dagsetning: 16. maí 1988 Verkefni: Sáning á grasfræi og til- raun með viðigræðlinga Grunnskóli Grindavíkur, sími 68020. Bekkur: 9. bekkur Dagsetning: 9. eða 10. maí 1988 Verkefni: Farið verður í Selskóg til grisjunar og. fl. Sáning á grasfræi og áburði Innanhússmót F.K.: Traktorsgrafa 84 stúlkur luku Ný vél. - Vanur maður. - Sími 13139 - (ilfílL? TRYGGINGAR KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK Hafnargötu 31 - Símar 13722, 15722 Innanfélagsmót Fimleika- félags Keflavíkur var haldið 8. maí í íþróttahúsinu við Sunnu- braut, á íþróttadegi ÍBK til stuðnings viðbyggingar við iþróttahús Keflavíkur. Keppt var í áhaldafimleik- um og almenna fimleikastig- anum í 5 mismunandi æfing- um eftir aldursflokkum. Urslit urður sem hér segir: Áhaldafímleikar: BY: 1. Hilma Sigurðardóttir 29.00 2. Bryndís Svavarsdóttir 27.05 3. Inga Dögg Sveinþórsd. 26.50 BE: 1. Vala Mason 30.50 2. Þórunn Día Steinþórsd. 29.15 3. Rakel Óskarsdóttir 29.05 PONSUR A: 1. María Óladóttir 31.50 2. Ragnheiður Gunnarsd. 31.00 3. Sigríður Jónsdóttir 29.70 PONSUR B: 1. -Ragna Laufey Þórðard. 28.80 2. Hildur Guðjónsdóttir 27.40 3. Þóra Guðrún Einarsd. 27.30 PONSUR C: 1. Arna Oddgeirsdóttir 24.60 2. Berglind Skúladóttir 24.40 unu tölvuvindan veiðir fyrir þig DNG tölvu- vindan er óþreytandi vinnukraftur, algjör sjálf- virkni með tölvu stýringu eykur hraða og sparar ómælda vinnu. Pjónustu- aðilum DNG fjölgar sífellt um allt land. Kappkostað er að hafa þjónustuna mjög góða. DNG tölvuvindan er byggð úr seltuþolnu áli og ryðfríu stáli. Stjórnkerfið er þakið plastefni til varnar titringi, höggum og raka. Vindan er þrýstiprófuð í vatni áður en hún fer frá verksmiðju, þannig er tryggt hámarks öryggi og lágmarks viðhald. Pað er á færi flestra að eignast það besta, DNG tölvuvindu, því við bjóðum góð greiðslukjör og kaupleigusamninga. Óseyri 4, Akureyri. Pósthólf 157 keppni Sigurvegarar í nýja almenna ftm- Ieikastiganum urðu: Eldri flokkur: 1. Hólmfríður Hólmþórsd. 33.65 2. -3. Bryndís Lúðvíksd. 33.00 2.-3. Guðrún Mjöll Ólafsd. 33.00 Yngri flokkur: 1. Sigrún Gróa Magnúsd. 34.10 2. Jane Petra Gunnarsd. 33.40 3. -4. Eygló E. Kristinsd. 31.55 3.-4. Ólafía Vilhjálmsd. 31.55 Bikar félagsins hlaut Sigrún Gróa Magnúsdóttir, sem varð stigahæsti keppandi mótsins með 34.10 stig. Mótið tókst mjög vel; 84 stúlkur luku keppni og stóðu sig allar með prýði. Sigrún Gróa Magnúsdóttir varð stigahæst á mótinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.