Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 17
\)IKUR Fimmtudagur 19. maí 1988 17 jtitiU Stolið á Akur- eyri - brenndur á Miðnesheiði Bifreið frá Hellissandi var stolið frá eiganda sin- um er hann var staddur á Akureyri í síðustu viku og fannst bifreiðin síðan brunnin á Miðnesheiði. Fannst bifreiðin í gryfj- unt á heiðinni og hafði bíl- númerunum verið komið fyrir í öðru hrœi þar skammt frá. Rannsókn málsins var í höndum Rannsóknarlögreglu ríkis- ins og er það upplýst. Frá árekstrarstaðnum á Vesturgötu. Ljósm.: epj. Bifhjól í aftanákeyrslu Drengur á léttu bifhjóli ók aftan á bifreið sem var að beygja inn í innkeyrslu við hús eitt á Vesturgötu í Keflavík á mánudagskvöldið. Við árekst- urinn kastaðist ökumaður bif- hjólsins fram fyrir hjólið og lenti í götunni. Slapp hann þó án teljandi meiðsla. Kjarabaráttan frestast vegna veðurs Verkalýðshreyfingin hér á landi má þakka sínum sæla fyrir það hversu frjálsar hendur til athafna og daglegrar starfsemi hún hefur, sé borið saman við fjölda annarra landa úti í hinum stóra heimi.’ En hvað sem því líður þá er ekki i tísku sem stendur að vera hug- sjónamaður og velta því fyrir sér hvernig bæta megi þjóðfélagið í átt til jöfnuðar og alþýðuvalda. Hinsvegar er í tísku að vera ein- staklingshyggjusinni, framagosi, hugsjónaleysingi og ota sínum tota hvað sem það kostar, rétt eins og stjórnarformaður Granda og lýðurinn sem nú trónir á toppi Sambands íslenskra samvinnu- félaga, svo dæmi séu nefnd. Það er kannski þessi einstakl- ingshyggja, hugsjónaleysi og „ég á ekki að gæta bróður rníns" hugs- unarháttur, sem tók á móti því vinnandi fólki og öðrum þeim sem leita þurftu úrlausna sinna mála á skrifstofu verkalýðsfélaganna í góðviðrinu þann 16. maí sl. Skrifstofur verkalýðsfélaganna voru nefnilega lokaðar og á móti manni tók harðlæst hurðin og bréfsnepill sem á var krotað „Lokað vegna veðurs“. , ,Ég er yfir mig undrandi og allt að því hneykslaður á þessu fram- ferði starfsfólks og forystu verka- lýðshreyfmgarinnar sem leyfir sér að loka þjónustuvettvangi vinn- andi fólks á áður auglýstum opn- unartíma, leggja niður sverð og skjöld alþýðunnar til þess að hlaupa heim í sundskýluna eða bikiníið og flatmaga í maísólinni á meðan hinn vinnandi fjöldí, sem veitt hefur sóldýrkendunum um- boð sitt stritar í frystihúsunum, skurðunum og víðar. Það sannast kannski í þessú~til- viki sem ónefndur verkalýðsleið- togi sagði fyrir nokkrum mánuð- um að verkalýðsforystan og skrif- stofumenn hreyfingarinnar væru ekki á sömu kjörum og verkafólk- ið og hafði hann þá meiningu og staðföstu trú að engin ástæða væri heldur til þess að deila sömu kjör- um og hinn vinnandi fjöldi. Þetta er sorglegur veruleiki í hreyfingu vinnandi fólks, að eftir- sóknin eftir velmegunarspikinu, lífsgæðakapphlaupið og sólbrúnk- an séu aðal hvatar þess að fólk ræðst til starfa í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar. Hugsjónin um afnám launamis- réttis, aukið jafnrétti og fegurra þjóðfélag á að vera grunntónninn í hug og hjarta hvers manns og konu sem selur hreyfingu vinnandi fólks vinnuafl sitt, en ekki bara gamall draumur forfeðranna sem rykið er dustað af 1. maí ár hvert. Ég auglýsi eftir hugsjónum til starfa í hreyfingu okkar á meðan Maí sólin hækkar sig á lofti. Keflavík 17. maí 1988 Jóhann Björnsson LYFTARALEIGA KRANALEIGA Leigjum út bílkrana og lyftara með vönum mönnum Útvegum kafara með skömmum fyrirvara. Hringið í síma 14675. Útgerðarmenn Skipstjórar! SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA TÆKJADEILD - SÍMI 14675

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.