Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 19. maí 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Pétur á Skarfi afiakóngur Suðurnesja Aflahæsti báturinn á Suður- nesjum á nýlokinni vertíð er Skarfur GK 666 frá Grindavík með tæp 752 tonn ogaflakóng- urinn þvi Pétur Jóhannsson, skipstjóri þess báts. Aflakóng- ur Keflvíkinga er Oddur Sæm- undsson á Stafnesi KE 130 með um 740 tonn, sem var landað í Keflavík og Sandgerði og aflakóngur Sandgerðinga er Oskar Þórhallsson á Arney KE 50 með 703 tonn. Mega Keflvíkingar því vera stoltir, því skipstjórar þessara þriggja báta eru allir búsettir í Keflavík. Þeir á Skarfi skara þó fram úr á fleiri sviðum því að af þeim bátum, sem lönd- uðu eingöngu á heimamark- aði, eru þeir með hæsta afla- verðmætið eftir vertíðina eða rúmar 27 milljónir króna. Annars staðar í blaðinu í dag birtist viðtal við manninn bak við aflakóngstitilinn og handhafa sæmdarheitisins mesta aflaverðmæti vertíðar- innar, sem þeir í Grindavík verðlauna á sjómannadaginn. Sá maður er Pétur Jóhanns- son, skipstjóri á fiskiskipi þeirra Fiskanesmanna, Skarfi GK. Áhöfn aflaskipsins Skarfs GK 666, Pétur Jóliannsson skipstjóri lengst til hægri. Á myndina vantareinn skipverja, Árna Þ. Árnason. Ljósm.: hpé/Grindavík GERAST HREPPSBÚAR ALMENNIR HLUTHAFAR? Vandamál frystihúss Hafna h.f. í Höfnum eru enn í athug- un hjá hinum ýmsu stofnun- um. Hafa margir fundir verið haldnir svo sem í Höfnum. En þar söfnuðu hreppsbúar und- irskriftum með áskorun til hreppsnefndar um aðgera eitt- hvað róttækt í málunum. Hefur verið rætt um það meðal Hafnamanna að auka hlutafé fyrirtækisins t.d. með almennri aðild hreppsbúa. Boðaði hreppsnefndin nýverið til fundar með hreppsnefndar- mönnum og eigendum nokk- urra báta og söfnuðust þar tvær milljónir til hlutafjár- kaupa. En hreppsnefndin sjálf er nú að athuga hvort hún bæti einni milljón við til kaupa þessara. Þó af þessari hlutafjáraukn- ingu yrði ntun það þó ekki duga en engu að síður létta róðurinn gegn hinum ýmsu sjóðum sem nú er sótt i til að rétta fyrirtækið við að nýju og bjarga þar með þeim stað í sveitarfélaginu sem hefur á undanförnum árum haft á boðstólum flest þau atvinnu- tækifæri sem bjóðast í Hafna- hreppi. Keflavík: Nýja póst- húsið af- hent uni miðjan • r r juni Að sögn Björgvins Lúthers- sonar, símstöðvarstjóra i Keflavík, verður nýja pósthús- ið að Hafnargötu 89 afhent stofnuninni 15. júní n.k. Stuttu síðar mun öll sú starfsemi, sem síðar mun öll sú starfsemi póstafgreiðslunnar, sem er á gamla staðnum að Hafnargötu 40, flytja í hið nýja, fullkomna pósthús. Eftir það verður eldra húsið notað eingöngu fyrir hinn flókna útbúnað símstöðvar- innar, þ.e. sem tæknihús. Oll afgreiðsla flytur á nýja staðinn og þar með leysast hin miklu vandkvæði vegna ónógra bíla- stæða í nágrenni pósthússins við Hafnargötuna. Sveif með dauða hreyfla yfir byggðina Sá óvenjulegi atburður átti sér stað á laugardagskvöld að tveggja hreyfla flugvél frá Mexikó, með fjór- um mönnum í, sveif með dauða hreyfla frá stað, sem er um 27 sjómílur frá Keflavík og inn að flugbraut, en var þá of hátt uppi og tók því hring yfir Keflavík og Njarðvík áður en hún gat lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli. Meðan hún sveif yfir sjávarflötinn út af Stafnesi fylgdist þessi áhöfn björgunar- bátsins Sæbjargar með, viðbúin öllu því versta. Frá þessu og óvanalegum þætti Víkurfrétta í málinu greinum við nánar inni í blaðinu í dag. Ljósm.: hbb. Enskur golf- kennari í Leiru Enskur golfkennari, John Prior, hefur tekið til starfa hjá Golfklúbbi Suður- nesja í Leiru. Er hann með kennslu alla daga fyrir byrj- endur sem lengra kornna á æfingasvæðinu í Leiru. Skráning í kennsluna fer l'rarn í golfskálanum í síma 14100 og er fólk hvatt til að nýta sér hana. Hálka J maí! Þó sólin hafi sent okkur geisla sina af miklurn myndarbrag undanfarna daga, hefur hitinn við jörð snemma morgunsstundum verið við frostmark. Kom það best í Ijós aðfaranótt Uppstigningardags er bílvelta varð á Reykjanes- braut á mots við Grinda- víkurveg og ökumaður kenndi hálku um að hann missti vald á bifreið sinni. Kvartaði farþegi í bif- reiðinni yfir eymslum í hægra fæti og var hann því fluttur til læknisskoðunar i Kefiavík. Ég sem hélt að komið væri sumar. toB

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.