Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 15
\)iKun jutUi „Við lentum í vandræðum með línuna fyrir vestan vegna íss, en það rcddaðist nú allt.“ Aflakóngur Suðurnesja 1988: Gæði ráða of lítið verðinu á markaðnum“ - segir Pétur Jóhannsson, skipstjóri á Skarfi GK-666, sem nú státar af þrem titlum í vertíðarlok Það þykir alltuf gott að ná þeirri tign að verða aflakongur viðkomandi vertíðar. Það er þó fátitt að sami maðurinn standi uppi í vertíðarlok með þrjá titla, en það gerir Pétur Jóhannsson, skipstjóri á Grindavíkurbátn- um Skarfi GK-666. Hann er aflakóngur Grindavíkur og Suðurnesja og bar að landi þau mestu aflaverðmæti sem einn bátur bar að landi í Grindavik í Grindavík í vetur, þ.e. þeirra báta sem iönduðu öllum sínum afla til vinnslu hérlendis. Af þessu tilefni fengum við stutt spjall við Pétur, en hann er búsettur í Kcflavík og er búinn að vera með Skarfinn á 4. ár. Pétur hefur áður hlotið afla- kóngstitil, þá í Keflavík fyrir nokkrum árum. Fyrsta spurn- ingin var um aflabrögð vertíð- arinnar. „Fiskiríið var sæmilegt á lín- unni en á því veiðarfæri vorum við í þrjá mánuði eða fram að páskum. Með því fengum við þennan mun fram yfir aðra báta, sem hefðu að vísu getað fengið þann möguleika ef þeir hefðu líka farið á línu, en það gerðu þeir ekki. Við erum með beitningarvél og gátum verið þarna fyrir vestan." -Voru þetta þá miklar úti- legur? „Þetta voru svona viku túr- ar en við hófum veiðarnar reyndar í september." -Hvernig var tíðin í vetur? „Fremur leiðinlegt og erfitt tíðarfar.“ -Heldur þú að fiskurinn sé að h verfa? „Ég veit það ekki, það er þessi spurning. Annars er það eins og menn segja, þaðerekki hægt að veiða sama fiskinn tvisvar. En það var fiskur þarna í djúpköntunum fyrir vestan, fallegur fiskur sem fékkst á línu en ekki í troll og fiskur djúpt á Breiðafirðinum sem fékkst á línu en ekki í net og var hann frekar mjósleginn og tómur fiskur. Það vantaði loðnuna og sjórinn var óvenju- lega kaldur í Breiðafirðinum, en línan kom þess vegna betur út og við gátum verið lengur að en vanalega. Svo lentum við í ísvandræð- um í restina á línunni, fyrir vestan. Misstum við línuna undir ís en það reddaðist nú.“ -Eruð þið hættir núna eða haldið þið eitthvað áfram? „Ja, við verðum eitthvað áfram. Svo erum við að fara í breytingar á bátnurn." -Eru það miklar breytingar? „Nýtt stýrishús og tak’ann beinan aftur. Við það lengist hann um 1 /2 metra að aftan og meira pláss verður fyrir beitn- ingarvélina." -Er það tískurassgat, eins og það er kallað? „Já, eitthvað svoleiðis. Hér er aðallega verið að vinna pláss fyrir línubeitningarvélina." -Er þetta gott skip til þess- ara hluta? „Það sem háir skipinu er að vélin var sett í skipið 'en ekki skipið byggt fyrir vélina. Ann- ars er aðstaðan sæmileg sem lagast er farið verður út í þess- ar breytingar, að setja nýja brú, taka mastrið og setja upp krana og laga mannaíbúðir o.fl.“ -Eru heimamenn á bátnum? „Það er bara vélstjórinn úr Grindavík. Uppistaðan úr Keflavík og svo úr Reykja- vík.“ -Hvernig hefur gengið að manna bátinn? „Það hefur gengið ágætlega eftir að við fórum að setja á markað. Síðan hefur útkoman verið mjög góð.“ -Er markaðurinn þá til góðs? „Að sumu leyti. Ég er samt ekki ánægður með útkomuna úr honum. Að það skuli ekki vera meiri verðmunur eftir gæðum. Hjá okkur var gengið mjög vel frá fiskinum og við bárum af í verði, en samt var ekki verðmunur á fiski veidd- um á fyrsta degi og síðasta degi. Meðan Rikismatið var hélt maður því fram að það færi eft- ir því í hvernigskapi matsmað- urinn væri hverju sinni, hvað maður fengi út úr matinu. Hélt maður því að annað verð kæmi upp á markaðinum en þaðger- ir það ekki. Þó við fengjum gott verð fyrir góðan fisk varð maður svekktur yfir því að elsti fiskurinn, kannski 7 daga gamall, fór á svipuðu verði og yngsti fiskurinn.” -Að lokum? „Ég er ánægður með línu- vertíðina, 180 tonn á mánuði upp úr sjó, en netavertíðin var slöpp. Þá hefði þetta ekki tek- ist nema með góðum mann- skap og menn verða að sætta sig við og viðurkenna beitn- ingarvélina.” Fimmtudagur 19. maí 1988 15 Kaffihlaðborð í Golfskálanum, Leiru Hvítasunnudag milli kl. 14:30 og 18:00 Njótiö útsýnisins á einum fall- egasta stað á Suðurnesjum! Verslunar- mannafélag Suðurnesja Allsherjar atkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verslun- armannafélags Suðurnesja fyrir árið 1988 fer fram á skrifstofu félagsins dag- ana 25. og 26. maí n.k. frá kl. 12 til20báða dagana. Tveir framboðslistarhafa borist og liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt kjörskrá. Kjörstjórn Aðal- fundur Ungmennafélags Keflavíkur verð- ur haldinn þriðjudaginn 24. maí n.k. í félagsheimili U.M.F.K. Skólavegi 32. Fundurinn hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar fjölmenn- ið. Stjórnin Sumarbúðirnar Ásaskóla Gnúpverjahreppi, Árnessýslu Hálfsmánaðardvöl fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Góð íþróttaaðstaða, inni og úti. Sundlaug, farið á hestbak; kvöldvökurog margt fleira. Uppl. í símum 99-6051 og 91-651968.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.