Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 19. maí 1988 Ék Opnunar- tími skrifstofu Miðneshreppur auglýsir breyttan opnun- artíma skrifstofu. Frá 1. júní verður skrifstofa Miðnes- hrepps að Tjarnargötu 4 opin frá kl. 9 til 12 mánudag til föstudags. Viðtalstími byggingafulltrúa verður á sama tíma, kl. 9-12 alla þriðjudaga. Sveitarstjóri Ife Vinnuskóli Sandgerðis Okkur vantar verkstjóra við vinnuskóla Sandgerðis strax. Einnig vantar okkur fleiri flokkstjóra. Vinnuskólinn hefst 1. júní. Umsóknar- frestur er til 25. maí. Umsóknum sé skil- að á skrifstofu Miðneshrepps á eyðublöð- um sem þar fást. Sveitarstjóri Njarðvíkingar ATHUGIÐ Óskilamunir úr grunnskóla og íþrótta- miðstöð Njarðvíkur liggja frammi í íþróttamiðstöðinni dagana 24. til 27. maí. íþróttafulltrúi Skólastjóri TIL LEIGU skrifstofu-/verslunarhúsnæði á góðum stað í Keflavík ca. 250 m2. Leigistí heilu lagi eða smærri einingum. Upplýsingar á skrifstofu Vík- urfrétta. Fimmtudagur 19. maí 1988 11 SLYSAVARNADEILDIRNAR ÆGIR OG SIGURVON: PIPTÆKIN REYND- UST FULLKOMLEGA Að útkallinu loknu var það krufið til mergjar í Slysavarnahúsi Sigurvonar í Sandgerði.Ljósm.: hbb. Útkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins í Garði og Sandgerði, Ægis og Sigurvon- ar, vegna flugvélar, var að mörgu leyti nokkuð óvanalcgt. Hvernig útkallið bar að, hvað áhöfn björgunarbátsins Sæ- bjargar var snögg á vettvang, reynslan af nýjum píptækjuni og liinn óvanalegi þáttur Víkur- frétta í útkallinu. Frá öllu þessu skýrum við frá hér og livað gerðist hjá flugvélinni, því Vík- urfréttir fylgdust með málinu frá því það kom upp og þar til þætti björgunarsveitanna var lokið, þ.e. þcim þætti seni sneri að björgunarsveitunum. Aðdragandinn Á níunda tímanum á laug- ardagskvöld voru tveir blaða- menn Víkurfrétta í símasam- bandi, er þeir heyra í tæki heima hjá öðrum þeirra að Reykjavíkurradíó kallar út til- kynningu til skipa og flugvéla um flugvél í nauð. Sagði í til- kynningunni að viðkomandi flugvél væri stödd um 200 sjó- mílur 280° frá Keflavík og ljóst væri að hún myndi ekki ná til lands, heldur lenda í sjónum 20-50 sjómílur frá Keflavík. Ákváðu blaðamennirnir að láta formann slysavarnadeild- arinnar Ægis í Garði þegar vita, því ef fiugvélin færi í sjó- inn gæti svo farið að hrað- björgunarbáturinn Sæbjörg, sem Ægir og Sigurvon eiga sameiginlega, gæti verið sú hjálp sem yrði nærtækust. Útkallið Brá formaður Ægis, Sigfús Magnússon, skjótt við og er hann var búinn að sannreyna hvað hér var á ferðinni var á- höfn Sæbjargar kölluð út, með hinu nýja pipkerfi sem sett hefur verið upp á Þorbirni. Gekk útkallið mjög vel fyrir sig; sem dæmi þar um þá liðu um 4 mínútur frá því að einn áhafnarmeðlimurinn, sem staddur var í Keflavík, fékk pípið og var kominn suður í Sandgerðishöfn. En þá var báturinn kominn út að innsigl- ingabaujunni, en hann var við bryggju er útkallið bar að. Var bátnum siglt á staðinn, þar sem talið var að flugvélin myndi lenda í sjónum. Áður hafði flugvél Flugmálastjórn- ar fiogið móti þeirri Mexí- könsku og fylgt henni áleiðis til lands og síðan bættust í þann hóp flugvélar frá björg- unarsveit varnarliðsins og landhelgisgæslunni. Þessar þrjár fiugvélar og björgunar- báturinn Sæbjörg biðu siðan þess sem koma myndi. Hreyflarnir stöðvast Nú var komið í Ijós að hér var á ferðinni flugvél í einka- flugi og að þó nægar bensín- birgðir væru um borð, náðist eldsneytið ekki úr varatönk- um. Er vélin varstöddum 27sjó- mílur frá Keflavík í stefnu út af Stafnesi drapst á báðum hreyflum hennar, en sökum þess í hve mikilli hæð vélin var og hvað veður var hagstætt tókst að láta fiugvélina svífa inn yfir landið og var stefnt á braut 11 á Keflavíkurflugvelli. Þá kom í Ijós að vélin var í of ntikilli hæð og því var ákveðið að láta hana svífa áfram yfir Keflavík og Njarðvík og taka braut nr. 20 er hún hefði lækk- að fiugið. Tókst þetta með mestu ágætum og lenti flugvél- in heilu og höldnu undir eftir- liti fiugstjórnar og slökkviliðs Kefiavíkurflugvallar. Að lend- ingu lokinni fékk fiugmaður- inn aðstoð slökkviliðsins til að dæla milli tanka og gat skömmu síðar haldið áfram ferð sinni til Reykjavíkur. Útkallsboðun flug- vallarslökkviliðs Þó að nokkur tími liði frá neyðarkalli fiugvélarinnar og þar til björgunarsveitarmenn í Garði og Sandgerði fengu að vita hvað væri á ferðinni, virð- ist enginn opinber aðili hafa áttað sig á því hvað Sæbjörgin er fljótvirkt björgunartæki, sem að vísu þurfti ekki að nota í þetta skipti, sem betur fer. Þó mun skiptiborð slökkvi- liðsins á Kefiavíkurfiugvelli hafa gert tilraun til að kalla sveitina út, en fyrir einhver mistök hringt i dauðan síma í húsi Sigurvonar í Sandgerði. Þar var enginn maður, því þeir sem ekki voru þegar komnir þá í gang voru ekki í bæki- stöðvum sveitarinnar. Komu þeir þangað að vísu síðar og þá náði slökkviliðið í þá. Hefði viðkomandi boðunarmaður hins vegar hringt í heimasíma formannanna eða jafnvel lög- reglu, hefðu boðin komist rétta leið strax. Þakkir frá varnarliðssveitinni Þegar séð var að ekki var þörf á aðstoð frá sjó, kallaði flugáhöfn björgunarsveitar varnarliðsins áhöfn Sæbjargar upp og þakkaði þeim fyrir góða aðstoð. Enda voru þeir taldir einn helsti hlekkurinn í björgunaráætlun, ef vélin hefði farið í hafið. Píptækin og hin góða reynsla af þeim í útkallinu Að sögn Sigfúsar Magnús- sonar, formanns Ægis, og Sig- urðar H. Guðjónssonar, for- manns Sigurvonar, reyndust píptækin, sem nú voru reynd fyrst í alvöru, eins og best var á kosið. Tæki þessi eru staðsett í Þorbirni og fer boðun í gegn- um þau fram með þeim hætti að hægt er að hringja í ákveðið kvótasímanúmer úr hvaða tónvalssíma sem er og fer þá eftir kvótanúmerinu hve margir menn eru kallaðir út og síðan fylgja með skilaboð um hvað sé á ferðinni. Eins og sannaðist hér að framan hefur ekki tekið nema 2-3 mínútur að koma bátnum út, að vísu var hann við bryggju. Er það því hugmynd þeirra félaga að kynna útkall um pípkerfið öllum hlutaðeig- andi aðilum, s.s. slökkviliði Kefiavíkurfiugvallar og öðr- um er þurfa á réttum viðbrögð- um að halda á sem skemmst- um tíma. £ i l'%. t E &> . Úr stjórnstöð á Garðskaga. Ásgeir Hjálmarsson (t.v.) og Sigurður H. Guðjóns- son stinga út í kortið væntanlegan nauðlendingarstað. Reynir Sveinsson fjær. NU ÞflRF ADHUGAAD SUMARDEKKJUNUM Breiðari dekk betri spyrna Venjuleg breidd flestra val SÓLUÐ RADÍAL SUMARDEKK AF OLLUM STÆRÐUM OG GERDUM Láttu sjá þig — spáöu í verðið. FITJABRAUT 12 - 260 NJARÐVÍK - SÍMI 11399 PLONTUSALA DRANGAVÖLLUM KEFLAVÍK Fjölbreytt úrval af garðplöntum. Tré, runnar og limgerði frá Skógrækt ríkisins. Blóm, rósir og kvistir frá Grímsstöðum í Hveragerði. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. Opiö virka daga frá kl. 13-22, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Sama verð og í Reykjavik. G A R Ð A U Ð U N STURLAUGS OLAFSSONAR Nota eingöngu hættulítil efni sem náð hafa bestum árangri við eyðingu sníkjudýra á plönt- um, Permaset og Triton, sem límir efnið við plönturnar. 100% árangur. Úða með nýjustu áhöldum. Pantið tímanlega. Upplýsingar í síma 12794 og á Plöntusölunni í Keflavík. Ath. bestaðhringja á kvöldin. - Fljót og góð þjónusta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.