Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 7
\HKun juíUi Fimmtudagur 19. maí 1988 7 Kaupfélagið flytur í nýja verslunanniðstöð Ónisr Jónsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps flutti stutta tölu við þetta tækifæri. Lengst t.v. má sjá verktaka hússins, Guðlaug R. Guðmundsson, og forráðamenn kaupfélagsins fyrir miðri mynd. Ljósm.: pket. 6/am<* Um BIBBPs helgina Diskótek föstudagskvöld. Húsið opnar kl. 23. 600 kr. inn. - 18 ára aldurstakmark. Lokað laugardag. SJÁVARGULLIÐ <6 RESTAURANT Lokað Hvítasunnuhelgina Byggingarvöru- verslun til sölu Byggingarvöruverslun J.Á. er til sölu. Leiga getur komið til greina á húsnæð- inu Iðavöllum 9b, ca. 640 m2. Upplýsingar í síma 11212 og síma 12366 á kvöldin. Matvöruverslun Kaupfél- agsins í Vogum er nú flutt í nýtt verslunarhúsnæði við Iðn- dai 2 en hún var áður að Voga- gerði 8. Þetta nýja verslunar- húsnæði, sem sumir hafa kall- að Krínglu Vogamanna er um 600 m2 að stærð og er áætlað að vígja húsið allt í júlí í sumar. Auk Kaupfélagsins verða þarna fleiri fyrirtæki og stofn- anir með aðstöðu, eins og heilsugæsla og apotek, Vatns- leysustrandarhreppur með hreppsskrifstofu, Utvegsbank- inn með bankaþjónustu og Brunabót með afgreiðslu í sama plássi. Að sögn Guð- laugs R. Guðmundssonar, byggingaverktaka hússins, er enn laust pláss í húsinu, sem er allt á einni hæð með „centr- um“ í miðju og þarerstór þak- gluggi yfir. Tveir megininn- gangar eru í húsið, í austri og vestri. „Það er mikil ánægja með að það skyldi takast að fá alla þessa þjónustuaðila sam- an á einn stað í svqna mini- verslunarhús," sagði Guðlaug- ur, sem rekur fyrirtækið Lyng- holt s/f. Verslun Kaupfélagsins í þessu nýja húsi opnaði á mið- vikudagsmorgun í síðustu viku en formleg afhending fór fram á þriðjudagskvöld, Afhenti Guðlaugur þá Gunnari Sveinssyni, kaupfélagsstjóra, lyklana. Sagðist Gunnar ánægður með hvernig staðið hefði verið að málum við skipulagningu á húsinu og kvaðst bjartsýnn á að Voga- menn leggðu leið sína þangað og þyrftu nú ekki eins að leita út fyrir bæinn. Deildarstjóri Kaupfélagsins í Vogum er Selma Jónsdóttir. Selma Jónsdóttir, önnur frá hægri á myndinni, er deildarstjóri kaupfélagsins í Vogum. Hér er hún með þremur af fjórum starfs- stúlkum verslunarinnar. Ljósm.: pket. Atvinnurekendur/ Fjárfestingarsjóður Sparisjóðurinn í Keflavík vill vekja athygli fyrirtækja og einstaklinga, sem hafa skattskyldar tekjur af at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, á heimild þess- • ara aðila til að leggja í fjárfestingársjóð. Sparisjóðurinn í Keflavík býður upp á Hæstu ávöxtun. Sparisjóðurinn mun tryggja að þessir reikningar muni ætíð njóta hæstulávöxtunar sem Sparisjóðurinn býður. Ókeypis sérfræðiráðgjöf. Upplýsingar um skattalega hlið fjárfestingarsjóðs Veita sérfræðingar Sparisjóðsins áð Suðurgötu 7, neðri hæð. Stofnun reikninga. Upplýsingar varðandi stofnun þessara reikninga veita sparisjóðsdeildir Sparisjóðsins. Frestur til stofnunar fjárfestingarsjóðsreikninga renn- ur út 31. maí 1988. * ~ Sparisjóðurinn Keílavík - Njarðvík - Garði - Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.