Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 19.05.1988, Blaðsíða 14
viKun 14 Fimmtudagur 19. maí 1988 jutílt „2. deildin verður mjög jöfn í sumar“ - segir Heimir Karlsson, þjálfari Víðis, sem leikur sinn fyrsta leik á laugardag gegn Fylki Ljósm.: hbb. „Dcildin var jöfn í fyrra en ég held hún verði jafnvel enn jafn- ari nú. En við Víðismenn stefn- um auðvitað á að tryggja okkur sæti í 1. deild að nýju,“ sagði Heimir Karlsson, þjálfari og lcikmaður hjá Víði i Garði, þegar hann var spurður að því hvernig íslandsmótið í knatt- spyrnu leggðist í hann. Heimir tók við þjálfun Víðisliðsins nú í ár en hann stóð sig mjöjg vel sem lcikmaður og þjálfari IR í fyrra og var m.a. markakóngur 2. deildar þá. En hvernig líst hon- um á að vera kominn í Garðinn? „Mér líst mjög vel á það. Undirbúningur hefur gengið vel að því undanskildu að við höfum verið mjög óheppnir í vor með meiðsli. Þess vegna hefur gengi okkar í vorleikjum og mótum ekki verið eins og það hefði getað orðið. -Verður ekki breyting fyrir Víðismenn að leika í 2. deild á ný? „Jú, það er stökkbreyting því nú er meira til ætlast af lið- inu. Þess vegna er mikilvægt að leikmenn haldi einbeitingu út allt mótið og nú sem fyrr mun reyna á hina frábæru stuðn- ingsmenn liðsins. Því nú getur góður stuðningur í jöfnum leikjum haft úrslitaáhrif." -Hvað viltu segja um styrk- leika liðanna? „Eins og ég sagði þá verður þetta mjög jafnt. Eg hef þó trú á því að það verði fimm lið sem berjist um efstu sætin og það verði Breiðablik, Víðir, Þróttur, FH og Fylkir og síðan komi ÍR, KS, ÍBV, Tindastóll og Selfoss. Eg vil þó ekki spá um endanlega röð.“ -Nú er fyrsti leikurinn gegn Fylki á laugardaginn. Hvernig leggst hann í þig? „Fylkismenn komu upp úr 3. deild í fyrra og hafa komið á óvart í vorleikjum og þeir eru með mjög gott lið undir stjórn fyrrum Víðisþjálfara, Mart- eins Geirssonar. Eins og allir vita þá þekkir hann vel til Víð- isliðsins en engu að síður þá er- um við ákveðnir í að sigra. Það er mikill hugur í strákunum og liðið hefur alla burði til að gera góða hluti í sumar og spila góðan fótbolta“ sagði Heimir Karlsson. Eins og áður segir verður leikur Víðis og Fylkis í Garðin- um á laugardaginn kl. 14. Ovíst er um þrjá leikmenn, hvort þeir verði með. Reyndar er öruggt að Sævar Leifsson leikur ekki með, hann er í leik- banni, og óvíst er með Hafþór Sveinjónsson og Guðjón Guð- mundsson, fyrirliða, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða. þjálfari og lcikmaður Víðis. „Stefnum á toppinn“ - segir Sigurður Björgvinsson, fyrirliði ÍBK, sem skoraði 2 mörk úr víta- spyrnu í 3:1 sigri á Völsungum í fyrstu umferð SL-deildarinnar. Keflvíkingar leika við KR í Keflavík í kvöld! s „Fyrsti leikurinn er alltaf erfiður og þessi var það líka. Þess vegna var gott að vinna sigur og fá þrjú stig. Það var ánægjulegt að skora úr báðum vítunum og ég er alls ekki óánægður með frammistöðu okkar í leiknum. Þegar leikið er á mölinni er ekki hægt að gera sömu kröfur og þegar leikið er á grasi,“ sagði Sigurður Björg- vinsson, fvrirliði IBK, eftir sig- urleikinn gegn Völsungum á sunnudag. Tæplega 1000 manns fylltu hér um bil malarvöllinn í Keflavík í Mæjorkaveðri. Ljóst er að ef veðrið leikur við okkur gæti orðið metaðsókn gegn Reykjavíkurmeisturum KR í kvöld. En hvað um það, Keflvíkingar voru vel að sigr- inum komnir. Þeir áttu hættu- leg tækifæri í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki. Það var ekki fyrr en Daníel Einarssyni var vikið af leikvelli að hlutirnir fóru að gerast. Fítonskraftur hljóp i Keflvíkinga sem fengu Ragnar Margeirsson opnaði# markarcikning sinn gegn Völsungum. Ljósm.: mad. tvö víti á skömmum tí'ma og skoraði Sigurður úr þeim báð- um af öryggi. Völsungar gáf- ust ekki upþ og minnkuðu muninn en Ragnar Margeirs- son sýndi loks sitt rétta andlit og átti lokaorðið með glæsi- legu marki, 3:1. En hvernig leggst leikurinn gegn KR í ÍBK-fyrirliðann? „Hann leggst ágætlega í mig. Við höfum ekki haft svona mikla breidd í hópnum í langa tíð og það er mikill hug- ur í strákunum og mjög góður andi. Við erum ákveðnir í að leggja Reykjavíkurmeistarana að velli í kvöld og ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til að fjölmenna á leikinn. Það virkar mjög hvetjandi á okk- ur,“ sagði Sigtirður Björgvins- son, fyrirliði ÍBK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.