Víkurfréttir - 16.06.1988, Qupperneq 8
mun
8 Fimmtudagur 16. júní 1988
yuuu
molar
Umsjón: Emil Páll
Ingólfur kominn
undir Önnu
Nýlega greindum við frá
því í þessum dálkum að
Anna Margrét Guðmunds-
dóttir, bæjarfulltrúi krata,
væri orðin undirmanneskja
Ingólfs Falssonar, bæjarfull-
trúa íhaldsins, þar sem hún
væri orðin starfsmaður hans
á skrifstofu Aðalstöðvarinn-
ar. Nú hafa málin þróast svo
að Anna er orðin forseti bæj-
arstjórnar og er því þar með
komin yfir Ingólf, eða svo
segja menn....
Loft í rútunni
Færeyjaför á vegum Þing-
eyingafélags Suðurnesja
stendur nú yfir. Fór hópur-
inn með rútu frá Steindóri
austur og að sjálfsögðu var
óskað eftir því að bílstjórinn
væri einnig ættaður úr Þing-
eyjasýslu. Má því segja að
mikið hafi veriðaf Þingeysku
lofti í þeirri rútu.
Drífa þakkaði góð störf
A síðasta fundi bæjar-
stjórnar Keflavíkur sá Drífa
Sigfúsdóttir ástæðu til að
þakka þeim slökkviliðs-
mönnum er nú hafa látið af
störfum vegna skipulags-
breytinga hjá BS, sérstaklega
l'yrir góð störf. Enginn hinna
bæjarfulltrúanna átta sá hins
vegar ástæðu til að taka und-
ir þetta hjá Drífu.
Ekki þakkað fyrir
Við kjör nýs bæjarstjóra
og forseta bæjarstjórnar í
Kellavik risu margir bæjar-
fulltrúar upp og buðu menn
velkomna í nýjar stöður. En
athygli vakti að enginn bæj-
arfulltrúi sá ástæðu til að
þakka fráfarandi bæjar-
stjóra fyrir vel unnin störf,
að vísu var hann fjarstaddur,
en honum hefði mátt þakka
engu að síður. Þá sá Guð-
finnur Sigurvinsson, verð-
andi bæjarstjóri, ástæðu til
að þakka hlý orð í sinn garð
frá öllum ncma Drífu Sigfús-
dóttur, á hana minntist hann
ekki. Eftir fundinn benti
Drífa á þetta og sagði þetta
væri dænii um hina mestu
karlrembu.
Frítt inn og
aðsóknin jókst um 200%
Tilraun veitingastaðarins
Glaumbergs siðastliðið
föstudagskvöld, að hafa frítt
inn i húsið frá kl. 23 til 24,
tókst mjög vel. Vel á þriðja
hundrað manns mættu á
þessum eina klukkutíma en
alls urðu gestirnir rétt
tæplega þrjú hundruð þetta
kvöld. Það er þrefalt lleiri en
undanfarna föstudaga. Að-
sóknin á föstudögum, allt frá
því í haust, hefur verið frá 70
til 120 manns að meðaltali,
og hefur farið minnkandi.
Munu forráðamenn Glaum-
bergs vera að huga að því að
hafa einnig svona „frían
klukkutíma" á laugardög-
um...
Engan kana
Ekki eru margir hrifnir af
aukinni aðsókn varnarliðs-
manna í danshús Suður-
nesjamanna, Glaumbergið,
undanfarin ár, enda hefur
ýmsum „leiðinlegum" tilfell-
um, þar sem varnarliðsmenn
koma við sögu, fjölgað.
Kannski hefur það orðið
til þess að forráðamenn
Glaumbergs hafa nú lokað á
lægra setta varnarliðsmenn,
þannig að aðeins þeir, sem
eru háttsettir og þurfa ekki
útivistarleyfi, fá nú aðgang
að húsinu. Ekki er að efa að
margir munu fagna þessari
ákvörðun...
Eitt lítið err
Það er oft furðulegt hvað
einn lítill stafur getur spilað
stórt hlutverk í setningum.
Það fengu þeir Sandkorns-
menn hjá DV að finna á dög-
unum, þegar þeir gerðu grín
að frétt héðan úr blaðinu. Þá
varð þeim á að tala um Hafn-
arhrepp í stað Hafnahrepps.
Sá munur er hér á, að fyrir
utan þetta litla r, þá er Hafn-
arhreppur í Hornafirði en
Hafnahreppur á Reykjanesi.
Vill festa Frekjunafnið
í fundargerð umferðar-
nefnda Keflavíkur og Njarð-
víkur var nýlega greint frá
„Frekjunni," sem er götu-
spottinn frá Samkaup að
Flugvallarvegi. Ingólfur
Falsson gat þess er fundar-
gerð þessi kom fyrir bæjar-
stjórn Keflavíkur að réttast
væri að skíra götuna þessu
nafni formlega. Aðrirsem til
máls tóku um málið lögðu til
að gata þessi héti Njarðvík-
urfrekjan, eins og hún var
raunar skírð í frægu blaða-
máli milli bæjarstjóra Njarð-
víkur, sem þá var, og rit-
stjóra Víkurfrétta.
Nýr matseðill
ÁLANGBEST
MEÐAL NÝRRA RÉTTA
★ Gratineruð ýsuflök með bearnaise og rækjum
★ Barbicue hamborgari
★ Gratineruð skinkubrauðsneið m/ ananas og aspas
UM HELGINA:
★ Lambasneiðar „Country Style“
★ TACOS
Hafnargötu 62, sími 14777
orðvar_________
TIL FÁNANS
Rís þú, unga íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, Islands stóri sterki
stofn með nýjan frægðardag.
Hvort skal nokkur banna og
bjóða
börnum frjálsum þessa lands
og til vorra ættarslóða
augum lita ræningjans?
Fvlkjum oss i flokki þjóða.
Fram. að lögum guðs og manns.
Gætum bólmans. VoR valur
víðskyggn yfir storð og hlé,
Enginn fjörður, cnginn dalur
auga hauksins gleymdur sé.
Vakið, vakið, lirund og halur,
heilög geymið Islands vé.
Storma og ánuuð stóðst vor
andi
stöðugur sem hamraberg.
Breytinganna straum hann
standi
sterkur, nýr á gömlum merg.
Heimur skal hér líta i landi
lifna risa fyrir dverg.
Skín þú fáni, eynni yfir
eins og mjöll i fjallahlíð.
Fangamerkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar scm landinn lifir,
litir þinir alla tíð.
Hvert eitt landsins fley, sem
flytur,
fáni vor, þig beri hátt.
Hvert þess barn, sem Ijósið
lítur
lífgar vonir, sem þú átt.
Hvert þess líf, sem þvcrr og
þrýtur,
þinum hjúp þú vefja rnátt.
Meðan sumar sólir bræða
svellin vetra um engi og tún.
Skal vor ást til island
Skal vor ást til íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.
(Einar Ben)
Svo fallega mælti Einar
Bcncdiktsson fyrir nokkrum
áratugum. Hvert einasta orð í
þessu snilldarkvæði er í fullu
gildi enn í dag og verður vænt-
anlega um ókomna framtíð.
Virðing okkar allra fyrir
íslenska þjóðfánanum og
þjóðsöngnum skal vera einlæg
og skilyrðislaus. „Enginn má
óvirða þjóðfánann, hvorki í
orði né verki,“ segir í lögum
um fánann. „Þjóðsöngurinn
er eign allrar þjóðarinnar.
Hann skal ekki flytja eða
birta í annarri ntynd, en liinni
upprunalegu gerð,“ segir í
lögum um þjóðsönginn.
Full ástæða er til að minna
foreldra og skólayfirvöld á
mikilvægi þess að börnin fái
staðgóða fræðslu um gildi
fánans og þjóðsöngsins. Eins
að þau læri ung að sýna hvoru-
tveggju tilhlýðilega virðingu i
orði og nthöfnum. Nemendur
úr barnaskóla einum úti á
landi minnast enn með lotn-
ingu stundarinnar, þó tæp hálf
öld sé liðin, þegar sýslumað-
urinn sjálfur í fullum skrúða,
borðalagður mcð embættis-
húfuna, gekk inn í skólastof-
una og lagði íslenska fánann,
samanbrotinn, virðulega á
kcnnarapúltið. Sú kennslu-
stund markaði ævilöng spor í
barnssálina. Stjórnvöld ættu
hið bráðasta að beita sér fyrir
því að íslenski fáninn verði
hafður uppi í öllum opinbcr-
um skrifstofum, öllum skóla-
stofum og í öllum kirkjum
landsins. Lifi íslenska lýð-
veldið.
Ræstingar
Óskum eftir að ráða fólk til ræstinga.
Vinnutími eftir kl. 22.
NONNI & BUBBI
Keflavík
«Ritari
óskast
Ritari óskast á skrifstofu F.S. frá 1. ágúst
n.k. Nánari upplýsingar veitir undirrit-
aður. Umsóknir berist fyrir 1. júlí n.k.
Skólameistari
PLONTUSALA
DRANGAVÖLLUM 3
KEFLAVÍK
Fjölbreytt
úrval af
garðplöntum.
Tré, runnar og
limgerði frá
Skógrækt
ríkisins.
Blóm, rósir og
kvistir frá
Grímsstöðum
í Hveragerði.
Lífrænn
áburður.
Vikur og
blómaker.
Opið virka daga
frá kl. 13-22, laugar-
daga kl. 10-18 og
sunnudaga kl. 13-17.
ATH:
Sama verð
og í Reykjavík