Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 17
V/KUR jtíttu Fimmtudagur 16. júní 1988 17 „Hótel af annarri tegund úú - segir Steinþór Júlíusson, hótelstjóri í FLUG HÖTEL, sem opnar næsta laugardag Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp það ástand, sem var í Keflavík og Njarðvík fyrir fólk er leitaði gistingar. Síð- an hafa komið tvö minnihátt- ar hótel, auk þess sem eitt er við Bláa lónið. Nú um helgina opnar enn eitt hótelið. Þetta hótel, sem nefnt hefur verið Flug hótel er langstærst og í raun allt annað dæmi en hin fyrri. Formleg opnun verður á laugardag en þá gera menn sér vonir um að allt verði til- búið og að búið verði að fá öll tilskilin leyfi. Verði þau kom- in opnar veitingaþjónustan og barinn um leið. Er þegar búið að bóka inn fólk til gistingar þann 18., þ.e. á laugardag, og þann 22. kemur fyrsti hópur- inn en það eru gestir frá vina- bæjum Keflavíkur á hinum Norðurlöndunum vegna vina- bæjamóts, sem hér verður haldið. Flug hótel er rekið af Steinþóri Júlíussyni og fjöl- skyldu hans en eigandi húss- ins eru Byggipgaverktakar Keflavíkur h.f. Á hótelinu eru 39 tveggja manna herbergi og þrjár svítur. Geta því alls 84 gist hótelið í einu. Þó mikið hafi verið að gera í síðustu viku hjá Steinþóri, vegna opnunarinnar, tókst okkur að króa hann af til við- tals um hótelið, það sem framundan er, nafngiftina og fleira sem forvitnilegt getur talist. Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir Steinþór, var um það hvernig gengið hefði að bóka fólk til gistingar. „Það er ekki fullbókað en eftir að ég fór að auglýsa, sem að vísu var seint, fóru að ber- ast bókanir. Ég hefði þurft að vera kominn inn í dæmið fyrir ári síðan. Hópar sem koma er- fendis frá eru bókaðir með margra mánaða fyrirvara, en þá var ég ekki kominn inn. Á þeim tíma var ekkert far- ið að huga að því að selja hótel- ið. Byggingaframkvæmdir voru aðeins hafnar og verið var að leita að einhverjum til að annast reksturinn. Bygginga- verktakar Keflavíkur auglýstu þá eftir rekstraraðilum og sótt- um við Axel Jónsson um þetta. Síðan breyttust málin hjá Axel og um tíma var ég búinn að gefa þetta upp á bátinn. En eft- ir að Axel seldi Glóðina kann- aði ég hvort möguleiki væri að fá þetta á leigu og í framhaldi af því náðust samningar.“ -Þú ert þá rekstraraðilinn? „Já, ég er með hótelið á leigu og endurleigi Kristni á Glóð- inni veitingaþjónustuna. Ég er þeirrar skoðunar að þó sam- keppni sé ágæt, ersamkeppnin rosalega mikil og að fara að setja upp 1. flokks veitinga- þjónustu hinum megin við hornið á móti Glóðinni, hefði kannski eingöngu orðið til þess að drepa báða. Þó hótelgest- irnir verði vafalaust uppistaða matargesta hjá veitingaþjón- ustunni verður það bara við- bót við þann markað sem nú er. Sama ef 84 koma og vilja fara út að borða. Aftur á móti þegar lítið er að gera, t.d. á veturna, eru allir að bítast um sömu matargestina, þ.e. Keflvíkinga. Þetta er því erfiður rekstur, bæði varðandi veitingasölu og hótelrekstur. Þau hótel sem fyrir eru hafa nærri því fullnægt þeirri þörf sem hefur a.m.k. verið sýnileg. Vonast ég þó eftir aukningu og að fleiri komi. Enda hefur aukningin í gistingu verið frá engum, fyrir nokkrum árum, og upp í 70-80, sem eru hér á svæðinu að jafnaði í gistingu. Varðandi þetta nýja hótel held ég að það sé alveg óhætt að segja að það er af nokkuð annarri tegund en þau sem fyrir eru. Vonandi tekst að halda uppi 1. flokks þjónustu, sem öll aðstaða býður upp á. Gæti því verið að gestir, sem annars færu inn í Reykjavík á þessi 1. flokks hótel sem þar eru, myndu frekar staldra við hér.“ -Ertu þá með eitthvert sam- komulag við flugfélögin eða ferðaskrifstofurnar um að þeir beini fólki hingað til gistingar? „Nei, ég er ekki með sam- komulag við þessa aðila enda held ég að það tíðkist ekki. Hitt er annað mál að ég er í sam- bandi við alla þessa aðila og þá líka erlendis, til að reyna að fá ferðamenn til að stoppa hérna. Bæði ég og önnur þau hótel sem hér eru, erum þó aðallega að reyna að ná til þess fólks sem er á förum erlendis og fá það til að stoppa hér eina til tvær nætur áður en það fer út. Það er mikið sniðugra fyrir fólk sem kemur frá Akureyri t.d. kl. 5 að deginum til, að fara þá inn á hótel hér, fá sér hér að borða og þurfa síðan ekki að vakna fyrr en kl. 6 í stað þess að vakna kl. 4 í Reykjavík. Þess vegna leggjum við nokk- uð á okkur til að fá þetta fólk og bjóðum því jafnvel keyrslu upp eftir að morgni og þess vegna alveg eins að ná í það til Reykjavíkur. Þetta fólk getur því jafnvel byrjað fríið fyrr og tekið eina nótt hérna áður en það fer út. Það er þessi sérhæfði markað- ur sem við stílum inn á, en að öðru leyti verður hótelið að stíla inn á að veita öllum ferða- mönnum þjónustu." -En síðan bjóðið þið líka upp á ráðstefnusal? „Já, á hótelinu er ráðstefnu- salur sem auðvelt er að koma fjörutíu manns í sæti í og jafn- vel fleirum. Auk þess erum við í samvinnu við Glóðina og þar er ágætis salur. Sjálfsagt mun- um við allir hér á svæðinu reyna að fá hingað ráðstefnur yfir vetrarmánuðina og jafnvel skipta þessu á milli okkar, þó ekkert formlegt samkomulag sé um það. Slíkt yrði til hags- bóta, bæði fyrir okkur og við- skiptavinina. Það er skiljanlegt að fólki fínnist að nú sé komið hér allt of mikið framboð gistirýmis og því vil ég benda á að þetta er svolítið öðruvísi hótel. Eins má benda á að ákvörðun um bygg- ingu þessa hótels var tekin fyr- ir all löngu, áður en hin hótelin komu inn í myndina.“ -Þú ert þá bjartsýnn á að til sé einhver óplægður akur í þessum efnum? „Já, ég er bjartsýnn á það. Finnst mér það eiga að vera aðal keppikefli okkar hérna að ná hluta af þeirri köku sem fyrir er, því oft og iðulega eru hótel í Reykjavík yfirbókuðog markaðurinn því stærri en hægt er að sinna. Þá er ég þeirr- ar skoðunar að Suðurnesin eigi eftir að verða vaxtarbroddur ferðamennskunnar. Þetta svæði er ókannað af Islending- um og hér er fjölfarnasta ferðamannaleið landsins.“ -Verður ráðinn hótelstjóri eða gegnir þú því embætti? „Til að byrja með verður ekki ráðinn sérstakur hótel- stjóri. Reynt verður að fá gott fólk í þau störfsem égþarfáað halda. Skólafólkið hefur veitt mér góða hjálp í þessum efnum og vona ég að það fólk, sem ég hef, sé hæft í þessi störf. Mun ég reyna að halda utan um þetta, enda fyrst og fremst mitt fjárhagsdæmi." -Er þetta þá ekki mikið happ- drætti? „Auðvitað er þetta happ- drætti. Ég reikna með að þurfa á milli 50 og 60% nýtingu svo þetta beri sig, þ.e. minn rekst- ur, en vonast til að hann geti orðið talsvert betri. Þetta er ekkert sambærilegt dæmi við þau hótel, sem nú ganga hérna vegna þess aðfjármagnskostn- aðurinn á þessu hóteli er svo mikið minni og ég ber engan hlut af honum, greiði aðeins leigu. Byggingaverktakar leggja fram allt annað en sjálf húsgögnin og það sem snýr beint að rekstrinum, það sé ég um.“ -Hvað telst þetta margra stjörnu hótel? „Hér á landi er engin opin- ber stjörnueinkunnagjöf til. Verðið er það sama og er á Hó- tel Oðinsvé, sem er svona mitt á milli bestu hótelanna og þeirra sem eru ágæt en ódýr- ari.“ -Verður þá þjónusta og gæði í svipuðu hlutfalli? „Þetta er miklu glæsilegra hótel, jafn glæsilegt og þau bestu á landinu hvað aðbúnað gesta varðar. Síðan kemur gufubað o.fl. í kjallarann en að vísu fer það eftir aðsókninni hversu fljótt sú þjónusta kem- ur.“ -En hvað með nafnið, Flug hótel? „Ég veit að þetta nafn fellur ekki mjög vel í Keflvíkinga vegna þess að þegar maður er Keflvíkingur, ég tala nú ekki um eftir að hafa verið svona í bæjarmálum eins og ég, þá vildi maður kannski tengja þetta næstu hundaþúfu. Eftir að ég fór að íhuga þetta og leita fyrir mér fannst mér að ég yrði að 'tengja þetta eitthvað þeim markaði, sem ég stíla inn á. Þetta er flugvallarhótel, air- port hotel. Það skilja útlend- ingar. Þeir vita að þetta er ná- lægt flugvelli, þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að kom- ast í gistingu við flugvöllinn. Þeir Islendingar, sem koma til með að gista hér, eru fyrst og fremst útan af landi. Það er ekkert sem gefur þeim betrí hugmynd um hvar hótelið er heldur en þetta nafn og við Keflvíkingar og Suðurnesja- menn erum alltaf að tengjast þessu flugi meira. Þetta er allt- af að verða stærri þáttur í okk- ar tilveru og atvinnumálum. Er það hlutur sem gerst hefur án þess að við höfum stjórnað því.“ -Þú telur þá að nafnið auglýsi sig sjálft á þessum markaði? „Já, mér finnst það og það var ákveðið þannig að Bygg- ingaverktakar tóku ákvörðun í samráði við rekstraraðila. Kom ég með þessa hugmynd og samþykktu þeir hana og því verður þetta nafnið meðan ég er með það.“ Steinþór Júlíusson lítur yfir teikningar af hinu nýja hóteli. Þegar myndin var tekin voru tíu dagar í formlega opnun, sem á að vera nú á laugardag. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.