Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 2
Mimn 2 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 | jUtii* MIKIL UMRÆÐA UM „MIÐBÆJARVANDAMÁLIГ í BÆJARSTJÓRN KEFLAVfKUR ALVARLEGT VANDAMAL „Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir að skipa þriggja manna nefnd sem leiti lausna vegna þeirra vandamála sem skapast hafa að undanförnu í miðbæ Keflavíkur m.a. vegna unglinga.“ Svona hljóðaði tillaga sem borin var upp í bæjarstjórn Keflavíkur á þriðjudag af þeim Drífu Sigfúsdóttur og Þor- steini Arnasyni. Varsamþykkt að vísa tillögu þessari til bæjar- ráðs. Urðu miklar umræður á fundinum um vandamál þau sem sagt er frá annars staðar í blaðinu. Hóf Drífa umræðu þessa og sagði m.a. að síðasta helgi hefði verið sú fjórða í röð- inni þar sem rúður voru brotn- ar í Kvikk. Þá hefði nú verið brotist inn í Róm og hlutir úr búðinni notaðir sem „frisbee- diskar“. Aðsúgur hefði verið gerður að lögreglu. Þá væri meira um vopnaburð meðal unglinga s.s. hnífar, hnúajárn o.fl. Væru Síbrotaunglingar þarna til mikilla vandræða, en þessir krakkar væru þó lítill hluti af þeim sem safnast þarna saman. Taldi hún nauðsyn á því að hafa samvinnu við fjölmiðla á staðnum, auk foreldra, um málið. Einnig ætti fólk að skoða vandamálið með eigin augum einn góðan veðurdag. Þá sagði hún Iíka vera vanda- mál hve hraðakstur væri mik- ill á Hafnargötunni og því þörf á að gera hana að einstefnu- akstursgötu. Hannes Einarsson tók und- ir orð Drífu og sagði ástandið ágerast. Þarna vxru einnig á ferðinni unglingar úr nágranna- byggðarlögunum og því þyrfti að leita samstarfs við þá um lausn mála. Jónína Guðmundsdóttir tók í sama streng. Benti hún m.a. á að 9. bekkur hefði verið slæmur í fyrra. Sama var með Guðfinn Sigurvinsson sem sagðist vera tilbúinn að ræða við krakkana en hann sagðist þó ekki skilja löggæsluna í bænum. Vilhjálmur Ketilsson spurði hvaða aldur væri um að ræða og hér þyrfti samvinnu milli lögreglu og skólayfirvalda. En taka verði á hlutunum. Síðan tók Drífa aftur til máls og loks Anna Margrét Guðmunds- dóttir sem taldi umræðuna eiga fullan rétt á sér. Fjörir unglingar handteknir Síðasta föstudagskvöld urðu mikil læti í miðbæ Keflavikur og stóðu þau yfír frá því um miðnætti og fram eftir nóttu. Hófust þau með því að brotin var rúða í gjafa- vöruversluninni Róm og vörum úr glugganum tvístr- að meðal viðstaddra. Eftir að lögreglan kom á staðinn var gerð alvarleg at- laga að henni og hlutu nokkrir lögreglumannanna pústra' svo og rifin föt eða slitin bindi. Fjórir unglingar voru fluttir á lögreglustöð- ina, þar af hlutu tveir gist- ingu í fangageymslum. Þessar myndir voru teknar umrædda nótt. Á þeirri neðri sjást unglingarnir gera aðsúg að lögreglubíln- um og hindra handtöku unglinga. Á efri myndinni t.v. er einn kominn inn í kaupfélagið og lögreglumað- ur kemur aðvífandi. Verslunarglugginn í Róm sést á hinni efri myndinni og er þarna búið að hirða töluvert úr glugganum. Ljósm.: hbb. Ótrúlegt pakkatilboð 2 sófar, 2 sófaborð og veggsamstæða á frábæru verði: Áður kr. fD4-r0OtT Tilboð kr. 76.000 Takmarkað magn. Gerið frábær kaup. TJARNARGÖTU 2 - KEFLAVlK - SlMI 13377

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.