Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 11
mun futUt Fimmtudagur 17. nóvember 1988 11 IVi HEIMA Reiðhjólaverkstæði M.J.: „Meira hjólað væri aðstaða fyrir hendi" „Það er mikið hjólað hérna á Suðurnesjum en það væri mikið meira um það að fólk hjólaði, ef einhver aðstaða væri fyrir hendi. Það hefur al- veg gleymst hjá bæjaryfirvöld- um að það eru til hjól. Það eru lagðir reiðvegir en ekki hjól- reiðavegir. Það er til dæmis ekki hjólandi niður Hafnar- götuna,“ sagði Sigurður Ei- ríksson, eigandi Reiðhjóla- verkstæðis MJ, í samtali við blaðið. Sigurður rekur eitt af þessum gamalgrónu fyrirtækj- um við Hafnargötuna, sem verslar með reiðhjól og vara- hluti fyrir þau. Eftirað Sigurð- ur tók við rekstri fyrirtækisins fyrir þremur árum síðan hefur hann þó bætt við ýmsum ,,aukabúgreinum“, ef það má orða það á þann veg, því fyrir utan hjólin býður Sigurður upp á allt fyrir pílukastáhuga- manninn og snókerspilarann, svo eitthvað sé nefnt. En hvernig lýst Sigurði á ástandið í verslunarmálunum? Finnst honum mikið um það að fólk fari til Reykjavíkur til þess að kaupa sér hjól? „Það fer alltaf eitthvað til Reykjavíkur en ég er ekki viss um að það sé mikið um það. Hjólin eru á sama verði og innfrá, nema hvað flutnings- kostnaður leggst á verðið. Eg er með hjól frá öllum aðilum í Reykjavík og einnig viðgerðar- þjónustu.“ -Hvernig gengur að halda uppi varahlutaþjónustu fyrir öll þessi hjól? „Eg er með varahluti í öll hjól. Að vísu hefur gengið erf- iðlega með bæði frönsk og am- erísk reiðhjól. Þýsk hjól eru gegnumgangandi á markaðn- um. Þau bandarísku eru svo- lítið frábrugðin.“ -Ahugi fyrir hjólreiðum, fer hann vaxandi eða er áhuginn í lægð? „Ahuginn hefur aukist í sumar. Það eru aðallega ungl- ingar sem hjóla. Fyrst voru þetta alltaf unglingar og kven- fólk sem hjóluðu, en það er að færast í vöxt að karlmenn séu farnir að hjóla.“ -Verð á hjólum? „Verð á hjólum er mjög lágt miðað við t.d. krakkaleikföng og notagildið er ólíkt meira.“ -Nú hefur þú aukabúgreinar með hjólasölunni og viðgerð- unum, pílur, píluborð, billiard og ýmislegt fleira. „Pílan er alltaf í gangi. Ég er með alla nauðsynlega hluti, bæði allar gerðir af nýjum hlutum ogeinnig varahluti. Þú getur fengið pílur fyrir frá 300 til 3000 krónur og allt þar á milli. Þá verð ég einnig með sýnishorn af billiard- og tenn- isborðum. Ég reyni að útvega hluti strax. Ef komið er að morgni, þá ætti hluturinn að vera kominn að kvöldi.“ Sig- urður sagði ennfremur um píl- una: „Þetta er sport sem er að aukast. Spjöld eru oft á vinnu- stöðum og þú getur verið með pílurnar í vasanum.“ Þegar litið er yfir verslunina gefur að líta hluti til hinna ýmsu nota. Þrektæki, krikket eða hornabolti, mikið úrval af módelum og leikföngum. Ekki vantaði hjólaskautana og hjólabrettin, sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi og eru þegar orðin mjög vinsæl. í einni hillunni mátti sjá amer- HÖLDUM FJÁRMAGNI í HEIMABYGGÐ „Pílan er alltaf vinsæl“, segir Sigurður Eiríksson í Reiðhjólaverkstæði M.J. Ljósm.: hbb. ískan fótbolta. „Ameríski fót- boltinn er að verða vinsæll hér á landi og gengur nokkuð út hjá okkur núna.“ -Svona undir lokin, ef við snúum okkur aftur að reið- hjólunum, eru þau af sama gæðaflokki og á árum áður? „Hjól eru svipuð að gæðum og áður. Þau hjól sem hér fyrr á árum voru vinsælust eru í dýrari kantinum í dag. Mest seldu hjólin í dag eru ekki í sama gæðaflokki og áður, en þau eru til. íslendingar eru allt of frjálsir í því að kaupa reið- hjól. Til dæmis er ég með fimmtíu hjólategundir í gangi þessa dagana,“ sagði Sigurður Eiríksson í Reiðhjólaverkstæði MJ að lokum. Leiksýning og þríréttaður matseð- ill - aðeins 2000 kr. ERUM VIÐ SVONA? Leikfélag Keflavíkur frumsýnir „Svona erum við“ um helgina. Sýning föstudagskvöld 17. nóv. kl. 21. Sýning laugardagskvöld 18. nóv. kl. 21. Sýning sunnudagskvöld 19. nóv. kl. 21. Munið sunnudags- fjölskylduhlaðboröið frá kl. 12-14:30 og 18-21 á aðeins 1.050.- kr. Fritt fyrir 8 ára og yngri - '/2 fyrir 12 ára og yngri. barnahorn með vldeoi. HARPA gefur lífinu lit! MÁLNINGARSALA ÓLA BOLAFÓTUR 3, NJARÐVÍK. SÍMI 12471. SENDING AF STÖKUM JÖK^UM FRÁ KR. 9.900 JAKKAFÖTUM FRA 13.900 SKYRTUM FRÁ KR. 2.400 og mörgu fleiru PERSÓNA Hafnargötu 61 - Keflavík - Sími 15099 - Þegar þú kaupir föt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.