Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 8
yfiKun 8 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 molar grín - gagnrýni - vangaveltur Umsjón: Emil Páll Hljómsveitarstjóri sjóðanna Einum af gömlu við- skiptavinum Stefáns Val- geirssonar, fyrrum leigubíl- stjóra í Keflavík og núver- rFIBGi HöEL (Fyrsta flokks restaurant og bar Morgunverður frá 5:45-10:00 Hádegisverður frá 11:00-14:00 Kvöldverður frá 18:00-21:30 Fyrir þig og mig, þar sem vinir og kunn- ingjar hittast. Halnargötu 57 - Ketlavik Simi 15222 andi hljómsveitarstjóra sjóð- anna, varð þetta að orði þeg- ar Stefán stóð ekki með Kefl- víkingum í stjórn Byggða- stofnunar: „Hann virðist al- veg vera búinn að gleyma okkur, gömlu viðskiptavin- unum.“ Rústuðu ekki Eitthvað varð okkur á í messunni í síðasta blaði er sagt var frá ferð starfsmanna Aðalverktaka til Amster- dam, þar sem hluta hópsins var vísað af hóteli sem gist var á vegna slæmrar hegðun- ar. Jafnframt var sagt að hópurinn hafi rústað tvö her- bergi á hótelinu. Það mun ekki vera rétt, engin herbergi voru rústuð. Leiðréttist það hér með. Urgur í Sandgerðingum Nokkur urgur er meðal Sandgerðinga vegna fregna um erfiðleika við útborgun tveggja fyrirtækja á staðn- um, sem birtist m.a. í DV. Eins vegna frétta um sölu fimm báta frá byggðarlag- inu. Samkvæmt heimildum Mola var ekki fótur fyrir fréttum þessum að öllu leyti og það sem rétt var í málinu átti alls ekki að leka út við heimsókn þingmanna á dög- unum, eins og raunin varð á. Þó er vitað um að einn bátur Rafns h.f. hefur verið í um- ræðunni sem seldur til hafna á norðurlandi. Efþað reynist rétt er hér um að ræða enn einn Suðurnesjabátinn sem nú fer á skömmum tíma í þann landsfjórðung. Bankastjórinn á Eldeyjar-banka Nú, þegar nokkuð er ljóst að Sambandið selji Eldeyjar- mönnum hlut sinn í H.K., velta menn fyrir sér nöfnum á skipum H.K., þ.e. hvað þau muni heita eftir breyt- ingarnar. Hallast menn helst að því að annar togarinn fái nafnið Eldeyjar-banki og þá yrði skipstjórinn nefndur bankastjóri. Hvort hitt skip- ið fái nafnið Eldeyjar-Jón er líka möguleiki og þá í höfuð- ið á Jóni Norðfjörð. Sambands-laus Suðurnes Mikill fögnuður spratt út þegar fréttist af ákvörðun stjórnar Sambandsins að hefja viðræður við Eldeyinga um sölu á hlutafé SÍS í Hrað- frystihúsi Kefiavíkur. Þó höfðu menn á orði að slæmt væri fyrir Suðurnes að verða með þessu Sambands-laus en þó væri það betra en að verða togaralaus. Vetrargarður ’88 A mánudag fór fram, þó furðulegt sé, úthlutun fegr- unarverðlauna í Miðnes- hreppi. Höfðu menn á orði að garður sá, sem hlaut þessi verðlaun, fengi nafnbótina „Vetrargarður ’88“. Enda með ólíkindum að verið sé að úthluta slíkum verðlaunum eftir að vetur er genginn í garð. Hefði því allt eins getað verið snjór yfir öllu, eins og hvað annað. Fjölbreytni í skemmtanalífi Fjölbreytnin í skemmt- analífinu eykst sífellt. „Sér- kvöld“ svokölluð í Glaum- bergi eins og Bergáskvöld, Erobikkkvöld o.s.frv., hafa heppnast vel. Það næsta sem vitað er um er „Gloriugleði" en samnefnd snyrtivöru- verslun verður I. des. n.k. með umrædda gleði í Glaum- bergi. Ýmislegt verður til „skemmtunar” s.s. undir- fatasýning, tískusýning og ilmvatnskynning. Þá verður erobikksýning hjá Önnu Leu og loks „Fendi“- dans hjá Dansstúdíói Sóleyj- ar. Kynnir verður enginn annar en Heiðar Jónsson, snyrtisérfræðingur Islands. Hver er munurinn? Hver skyldi vera munur- inn á 400 milljóna króna skuld sem flutt er til Sauðár- króks og 400 milljóna króna skuld sem fengin erfrá Sauð- árkróki? Sá sem veit svarið við þessu ætti að láta stjórn H.K. vita. Þessi sama stjórn hamrar mjög á því að aðeins skipti á togurum milli H.K. og Sauðkrækinga geti bjarg- að H.K. Skoðum því dæmið nánar. Selja á báða togarana fyrir 374 milljónir króna og kaupa annan fyrir 300. Af mismuninum þarf að nota a.m.k. 40 milljónirtilaðgera Drangeyna að frystiskipi. Eftir eru því innan við 34 milljónir til að greiða þær 100 milljónir sem gjaldfalln- ar cru. Þessar 34 milljónir eiga hinsvegar að dekka 4000 tonna aflakvóta, sem er ansi lítið gjald að dómi allra nema stjórnar H.K. Eru heimamenn- irnir gungur? Sigurður Markússon upp- lýsti það á dögunum í Morg- unblaðinu að stjórn SIS skipti sér ekki af störfum ein- stakra stjórna Sambandsfyr- irtækja, þær væru sjálfstæð- ar í skoðunum. Fyrst svo er þá er spurn hvers vegna heimamennirnir 4 í stjórn H.K. láta Ólaf Jónsson, eina aðkomumanninn, ráða ferð- inni í togaramálinu? Var verið að borga fyrir greiðann? Sú ákvörðun Guðjóns B. Ólafssonar að hunsa óskir Suðurnesjamanna, þing- manna og forsætisráðherra í togaramálinu, vakti að vonum verðskuldaða athygli. Það skyldi þó ekki vera rétt sem einn anti-SÍS maður sagði á dögunum: „Hér er Guðjón að borga Marteini, stjórnar- manni í SÍS vestanhafs, fyrir að hann skyldi hafa staðið með honum þegar fjölmiðlar og aðrir gagnrýndu launa- mál Guðjóns fyrr á árinu. Þessi sami Marteinn stjórn- ar SIS fyrirtækinu á Sauðár- króki". Hvað sem þessu líð- ur, þá er eins og fram kemur hér að framan, vonandi komin lausn í málinu. Að meina það sem sagt er Verslunarmannafélag Suðurnesja hélt síðasta fimmtudag upp á 35 ára af- mæli sitt. Vakti það athygli Mola hvernig staðið var að kynningu afmælis þessa, eða kynningu á opnu húsi þann dag. Þar var fremur leitast við að styrkja atvinnurekstur á höfuðborgarsvæðinu en heimamanna, því hvorugt heimablaðanna fékk auglýs- ingu um atburð þennan en það fékk hins vegar Ríkis- sjónvarpið. Er þetta all furðulegt miðað við að for- ysta félagsins hefur haft uppi stór orð vegna atvinnumissis félagsfólks og eins tekið þátt í umræðu um að skora á Suðurnesjamenn að versla heima. Þeir skyldu þó ekki taka mark á eigin orðum? Gleyminn sjóðakóngur Sjóðakóngur íslendinga, Stefán Valgeirsson, virðist vera orðinn nokkuð gleym- inn maður. Annað er vart hægt að ætla þegar hann hreytir á Alþingi ónotum í Keflvíkinga vegna togara- málsins margnefnda. A.m.k. virðist hann hafa gleymt því að fyrir peninga úr sjóðum Fólksbílastöðvarinnar í Keflavík, sem einu sinni var til, kom hann undir sig fót- unum á landsbyggðinni. Þá voru Keflvíkingar ekki eins slæmir og hann gefur nú í skyn. Snöggir í Grindavík „Stöðin var byggð með hraði. Framkvæmdir hófust í gær og húsið var afhent 1. nóvember". Þessa skrítnu málsgrein má finna í frétt DV sl. mánudag um bygg- ingarframkvæmdir við slökkvistöð þeirra Grindvík- inga. Hefur auðsjáanlega eitthvað skolast þarna illilega til hjá viðkomandi fréttaritara. Erfitt að lesa fundargerðir SSS Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag höfðu menn á orði að erfitt væri að fylgjast með og fietta fundargerðum frá SSS. Ef menn vildu skilja hvað þar væri til umræðu, þyrftu þeir að hafa á borðinu margar undanfarnar fundargerðir til að vita um hvað væri verið að tala. \i%au% Keflavíkurkirkja Sunnudagur 20. nóv: Guðsþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 10:30. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Ragnars og Málfríðar. Munið skólabílinn. Messa (altarisganga) kl. 14. Kór Kefiavíkurkirkju syngur. Organisti og stjórnandi Orn Falkner. Mánudagur 21. nóv.: Félagsfundur og laufabrauð hjá systrafélaginu kl. 20:30 í Kirkjulundi. Miðvikudagur 23. nóv.: Kynningarfundur um sorg og sorgarviðbrögð í Kirkjulundi kl. 20:30. Sóknarprestur Innri Njarðvíkurkirkja Barnastarf kl. 11:00 í safnað- arheimilinu. Sóknarprestur Ytri Njarðvíkurkirkja Messa og barnastarf kl. 11:00. Prófasturinn, Bragi Friðriks- son, prédikar. Organisti Odd- ný Þorsteinsdóttir. Kaffi eftir messu. Sóknarprestur Útskálakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta verð- ur kl. 11. Þessidagurerkirkju- dagur Kiwanismanna í Garði og munu þeir annast ritning- arlestur. Hjörtur Magni Jóhannsson Hvalsneskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta verð- ur kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.