Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 15
\>íkuh fuWt Fimmtudagur 17. nóvember 1988 15 Frá skemmtikvöldinu í Sandgerði Skemmtikvöld í Sandgeröi Nemendur úr grunnskólun- um í Garði og Sandgerði gerðu sér glaðan dag í samkomuhús- inu í Sandgerði nýverið. Það voru nemendur sjöunda bekkjar Grunnskólans í Sand- gerði, Kiwanisklúbburinn Hof í Garði, tómstundaráð í Sand- gerði og æskulýðsráð í Garði sem stóðu að fyrirlestri um vímuefna- og áfengisvanda- mál og tónleikum. Skemmtikvöldið hófst með því að skemmtikraftur úr Reykjavík hélt klukkustundar langa tónleika fyrir gesti og að því loknu hélt Jón Gunnlaugs- son, frá foreldrasamtökunum Vímulaus æska og Afengis- varnaráði íslands, fyrirlestur um vímuefna- og áfengis- vandamál. Nemendur fjölmenntu á skemmtunina og foreldrar voru einnig velkomnir. Þátttakendur við lok námskeiðsins. Ljósm.: hbb. Trúnaðarmannanámskeiði lokið Námskeiði trúnaðarmanna á vegum verkalýðsfélaganna í Keflavík lauk á föstudag. Fimmtán trúnaðarmenn tóku þátt í námskeiðinu sem var fjölþætt. M.a. var komið inn á starf og stöðu trúnaðarmanna, kjarasamninga og lagaleg rétt- indi, lífeyrissjóði og lífeyris- réttindi. Þá var einnig komið inn á vinnuvernd og aðbúnað á vinnustöðum, kynning fór fram á samtökum atvinnurek- enda og ASI, einnig kynning á sögu og starfsháttum Verka- lýðs- ogsjómannafélags Kef.a- víkur og nágrennis. Að sögn Guðmundar Finns- sonar, framkvæmdastjóra verkalýðsfélagsins, er nám- skeiðið unnið í samvinnu við Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, en námskeiðið stóð frá 7.-11. nóv. SagðiGuð- mundur að námskeið sem þessi væru haldin með ákveðnu millibili. Framhald verður á nám- skeiðinu fyrir aðra trúnaðar- menn á vori komandi. ER BÍLLINN ÞINN í LAGI FYRIR VETURINN? VETRARSKOÐUN &CHRYSLER ®SKODA ■©- Skipt um kerti og platínur Vélarstilling Kúpling stillt Olía mæld á vél Rafgeymir mældur og pólar hreinsaðir Mældur frostlögur Bensín- og loftsía athuguð ísvara bætt á rúðusprautur Hurðarskrár og lamir smurðar Silikonbornir þéttikantar á hurðum Athugaður stýrisbúnaður Hemlar athugaðir Hjðlbarðar athugaðir Þurrkublöð athuguð Ljósastilling Reynsluakstur Kerti, platínur og loftsía innifalin I verði. Verð aðeins kr. 4.900.- BÍLA- bragginn Bakkastíg 16 - Njarðvík Simi 14418 - Nnr. 9343-6377 SORG Almennur fundur um sorg og sorgarvið- brögð verður haldinn miðvikudaginn 23. nóv. í Kirkjulundi. Fundurinn hefst kl. 20:30. Þetta verður jafnframt undir- búningsfundur til stofnunar samtaka um sorg og sorgarferil. Páll Einarsson læknir verður sérstakur gestur fundar- ins. Allir velkomnir. Undirbúningsnefndin VIÐ HÖFNINA 8Æ@§Í) N Æ föstudaga og laugardaga til kl. 05 Fjölbreyttur og góður matseðill - fljót þjónusta ÓBREYTT VERÐ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.