Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 TIL SÖLU Húsnæði Samvinnubankans, Hafn- argötu 62, Keflavík, er til sölu. Eign- in er á tveimur hæðum, ca. 300 fer- VlHUIAfiOtí* Hluti keppendanna í Hljóðnemakeppni FS, sem haldin var í Stapanum. metrar. Nánari upplýsingar veittar í útibúinu Keflavík, sími 11288, og í aðalbanka hjá Friðriki Weisshappel, síma 91- 20700. Samvinnubanki r Islands SUÐURNESJAMENN! - verslum heima. Bergur sigraði í hljöðnemakeppni Fjölbrautaskólans Bergur Þ. Ingólfsson, nem- andi í Fjölbrautaskóla Suður- nesja, söng sig inn í hjörtu ballgesta í Stapanum um þar- síðustu helgi. Þá var haldin nýstárleg keppni á vegum Nemendafélags FS, svokölluð Hljóðnemakeppni. Sextán þátttakendur, í öllum stærð- • j§l», Þessir sjálfsögðu hlutir... Rafmagn og hiti er snar þáttur í lífi okkar, þó við veitum því varla athygli. Heimilið gengur nánast fyrir rafmagni,- sjónvarp- ið, þvottavélin, eldavélin og ekki viljum við vera í myrkri. Nota- legt, heitt bað og fullir ofnar af heitu vatni þykja einnig sjálf- sagðir hlutir. Allri þessari ,,sjálfsögðu“ orku er dreift til okkar af Hitaveitu Suðurnesja, sem leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Til að tryggja að einn daginn verði ekki svarta myrkur í húsinu og aðeins kalt vatn í baðinu er vissara að láta orkureikninginn hafa forgang. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxta- kostnaði sem veldur því að orkan er nær þriðjungi dýrari hjá þeim skuldseigustu,- þar til þeir vakna upp við vondan draum og allt lokað.... HITAVEITA SUÐURNESJA - lnnheimtudeild ar-, breiddar-, kyn- og hljóð- flokkum, tóku þátt í keppn- inni sem þótti jöfn og spenn- andi allt frá upphafl til ioka. Bergur var þó einna jafnastur keppenda. Að sögn heimildarmanna blaðsins innan Fjölbrauta- skólans var fjölmenni á ball- inu og margir sem fylgdust með. Meðfylgjandi ljósmyndir tóku hirðljósmyndarar NFS, þeir Ingólfur og Benni, við þetta tækifæri. Sigurvegarinn, Bergur Þ. Ingólfsson, söng af mikilli innlifun eins og sést hér, og sigraði í keppninni. Formannsskipti hjá Alþýðuflokks- félagi Keflavíkur Ný stjórn var kosin á aðal- fundi í Alþýðuflokksfélagi Keflavíkur, sem haldinn var um þar síðustu helgi. Fráfar- andi formaður, Hermann Ragnarsson, gaf ekki kost á sér sökum anna. Núverandi stjórn er þann- ig skipuð: Kristján Gunnars- son, formaður, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, gjaldkeri, Karl E. Ólafsson, ritari, og Ólafur Eyjólfsson og Herm- ann Ragnarsson, meðstjórn- endur. I varastjórn eru þau Svava Ásgeirsdóttir og Guð- jón Þórhallsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.