Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 9
\llKUti julUt Fáir fiskkaupendur voru á þessu fyrsta uppboði í Kefiavík. Fiskmarkaður Suðurnesja: Hð FUÐSTÖÐVARN AR KOMNAR TIL KEFLAVÍKUR Fiskmarkaður Suðurnesja hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Fitjabraut í Njarðvík að Bryggjuvegi í Keflavík. Fór síðasta uppboðið fram í Njarð- vík á föstudag en hið fyrsta í Keflavík á laugardag. Fyrsta salan í Keflavík á uppboðinu á laugardag voru þrjú kör af blönduðum og góð- um þorski, óslægðum, veidd- um á línu af Eldeyjar-Boða GK 24. Var þetta magn slegið Garðari Magnússyni, Njarð- vík, á 46 kr. fyrir hvert kíló. Annars var hér um litlar söl- ur að ræða þennan fyrsta dag en hæsta verðið sem fékkst fyr- ir þorsk var það sem hér að framan greinir, fyrir ýsu fékkst mest 61,50 á hvert kíló, keilu 18kr.,lýsu 11 kr.,löngu 29 kr., lúðu 214 kr., karfa 25 kr. og fyrir ufsa fékkst mest 15 kr. fyrir hvert kíló. Boðinn var upp fiskur af 11 bátum og var uppboðið sam- tengt Keflavík og Grindavík. Uppboðshaldari var Ólafur Jóhannesson, framkvæmda- stjóri FMS. Var ýmist boðinn upp fískur staðsettur í húsa- kynnum markaðarins í Kefla- vík eða Grindavík og hjá ein- stökum fiskverkanda, eða um borð í bátum sem væntanlegir voru að landi í Sandgerði, Keflavík eða Grindavík. Ólafur Jóhannesson stjórnaði uppboðinu. Með honum á mvndinni eru aðrir starfsmenn Fiskmarkaðar Suðurnesja í Keflavík. Ljósm.: epj. B.v. Gnúpur GK-257: Tíu daga stopp vegna skemmda „Það er verið að skoða skemmdirnar og byrjað að gera við“ sagði EiríkurTóm- asson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. um skemmdirn- ar á Gnúpi GK, en skipið skemmdist töluvert þegar það fékk á sig brotsjó sunnan við Víkurál út af Vestfjörð- um sl. fimmtudag. Veðurhæðin var mikil þegar skipið fékk á sig brot- sjói þá er skemmdu skipið. Fyrst um kl. níu á fimmtu- dagsmorgninum fékk skipið á sig brot, sem braut tvo glugga í brú og því var haft samband við Reykjavíkur- radíó, sem síðan hafði sam- band við Heiðrúnu og fleiri skip. Var haft samráð á milli skipstjóra Gnúps og Heið- rúnar um að síðarnefnda skipið fylgdi Gnúpi GK til lands. A landleiðinni fékk skipið síðan á sig annað sterkt brot, sem braut þrjá glugga í brú og eyðilagði einnig hurð inn í brúna og að auki flest öll siglingar- tæki. -Hvað kemur þetta óhapp til með að stoppa skipið lengi? „Við eigum ekki von á að stoppið verði mikið meira en tíu dagar,“ sagði Eiríkur Tómasson að lokum. Fimmtudagur 17. nóvember 1988 9 Veislutilboð um helgina Draumaterta 420 kr. - Peruterta 385 kr. Marengsterta 385 kr. - Rjómahringur 370 kr. og margt fleira.... OPIÐ: Virka daga. 8.30-18.00 Laugardaga. 10.00-16.00 (ívAjí Sunnudaga. 13.00-16.00 ■Æ,»ariif Hafnargötu 31 - Simi 11695 Fulltrúa- ráðsfundur Fulltrúaráðsfundur D-álmu samtakanna verður haldinn í samkomuhúsinu í Garði, laugardaginn 26. nóvember kl. 14:30. Stjórnin BORÐ -allar stærðir Körfubolta- grindurnar komnar Ný lína í dart-fjöðrum REIÐHJÓLA- VERKSTÆÐI M.J. Hafnargötu 55 - Sími 11130 Ódýr leikföng í úrvali Laserbyssur, róbótar, dúkkur, bílar og m.fl \ \ \ i / / /. . SÓLBAÐS & SNYRTISTOFAN S’ObEY Sími 11616 \ Hafnargötu 54 • Keflavík I Hjólaskautar á góðu verði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.