Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 10
\)iKun 10 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 | jUUU VERSLUN OG VIÐSKIPTI VERSLU Aldan, Sandgerði: „Helgaropnun- in hefur mikið aðdráttarafl" - segja þær Gunnþórunn og Lydia, sem stækkað hafa verslun sína „Helgaropnunin og kvöldin hafa mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og þá sérstaklega helgaropnunin sem hefur mikið aðdráttarafl" sögðu þær Lydía Egilsdóttir og Gunnþórunn Gunnars- dóttir, eigendur Öldunnar í Sandgerði, í samtali við blaðið. Þær hafa ásamt eiginmönnum sínum stækkað verslunina að Tjarnargötu 6 í Sandgerði um 50 fermetra. Með stækkun þessari verður auðveldara fyrir viðskiptavin- ina að sjá hvað verslunin hefur upp á að bjóða og við getum kappkostað góða þjónustu. En það er mikið og fjölbreytt úr- val af fatnaði fyrir alla aldurs- hópa, vinnufatnaði, sjófatn- aði, leikföngum og gjafavöru og er opið til kl. 23 öll kvöld vikunnar. En hvaðan skyldi viðskipta- hópurinn koma? „Af Suður- nesjasvæðinu og víðar“ svör- uðu þær stöllur. Hvað skyldi þeim þá finnast um þann áróð- ur sem nú er í gangi um að hvetja fólk til að versla heima: „Þessi áróður er alveg sjálf- sagður, því ef fólk verslar ekki heima er ekki hægt að bjóða upp á það vöruval sem okkur langar til, né þá þjónustu sem til þarf. Verslun í heimabyggð er því frumskilyrði þess að verslunin hér suður frá þríf- ist.“ -Haldið þið að Suðurnesja- menn komi mikið hingað eða fari frekar inneftir til að versla? „Við höfum ekki neinn sam- anburð en þó kemur mikið af fólki hingað af Keflavíkur- svæðinu til að versla. Eins eru dæmi um að fólk fari fyrst til Reykjavíkur til að leita að ein- hverju ákveðnu en komi síðan hingað af því að það fékk ekki JÓLAS í GARÐINUM í tilefni 10 ára afmælis sjoppunnar 17. nóvember verður opnaður jólamarkaður að Heiðartúni 2, Garði. Allt jólaöl á stórmarkaðsverði Leikföng, gjafavara og margt fleira á fínu verði. OPIÐ ALLA DAGA frá 13-18 Komdu og kíktu íafmæliskaffi Stöllurnar Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Lydia Egilsdóttir i versluninni Öldunni í Sandgerði. Ljósm.: epj. það sem það leitaði að, en fékk síðan hjá okkur. Eins eru dæmi um að á Suðurnesjum fáist ódýrari vörur en í verslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Vitum við t.d. um jakka sem kostaði 5000 kr. í Reykjavík en fékkst í búð á Suðurnesjum fyrir aðeins 4000 krónur. Því er ekki alltaf ódýr- ara að fara til Reykjavíkur. Þá er örugglega vandleitað að betri þjónustu í verslunum, bæði matvöru- og fataverslun- um en hér syðra og oft á tíðum er vöruverðið síst lakara hér. Það eru þó utanlandsferð- irnar sem fólkið fer í sem koma ver niður á okkur en Reykja- víkurverslunum. Vitum við dæmi til þess að fjölskyldur hafi eytt 100 þúsund krónum í þessum verslunarferðum er- lendis og þetta sama fólk kvartar síðan yfir lélegu vöru- úrvali hér heima. Slíkt gengur ekki upp. Virðast þessar versl- unarferðir vera eitthvert tísku- fyrirbrigði hérá Suðurnesjum í dag.“ -En hvernig hefur þjóðfél- agsástandið komið niður á ykkur? „Það er vart hægt að merkja neinn samdrátt hjá okkur. Á þessum árstíma er verslunin alltaf lélegri. Hér í Sandgerði hefur atvinna verið næg og við höfum haft gott starfsfólk, því erum við bjartsýn," sögðu þær Gunnþórunn og Lydía. Ætti fólk að láta það eftir sér að skreppa út í Ólduna og skoða breytingar þessar á versluninni sem sömu aðilar, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Óli Bjarnason, Lydía Egils- dóttir og Björn Maronsson, hafa rekið í 17 ár. Verslunin að Tjarnargötu 6 liefur verið stakkuð uni 50 ferm. til þess að auð- velda viðskiptavininum að sjá hvað verslunin hefur upp á að bjóða.. Forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur: Vill láta torgsölu óáreitta Steindór Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, taldi í samtali við blaðið ekki ástæðu til að flæma torgsölu aðkomumanna frá Njarðvík, eins og minnst var á í síðasta tölublaði. „Eg vil látta þetta óáreitt. Við getum ekki bannað fólki að koma með eitthvað ódýrara en kaupmenn bjóða upp á. Sá aðili sem býður kartöflur til sölu hefur fengið leyfi okkar til þessarar sölu og við höfum ekkert út á þetta að setja, ef þessir aðilar borga sín að- stöðugjöld hingað. Við verðum að horfa á þetta frá tveimur hliðum, eða hvað eigum við að gera við þessa menn ef þeir ganga í hús og bjóða kartöflur, rófur, græn- meti, egg o.fl. til sölu?“ var svar Steindórs. Var hann því spurður hvort hann teldi eðlilegra að leyfa slíka sölu, sem skapaði enga atvinnu, en að halda verndar- væng yfir þeim kaupmönnunt sem bjóða upp á atvinnutæki- færi á staðnum. Stofnað hefur verið í Njarð- vík hlutafélag er ber nafnið ístek h.f. Tilgangur þess er að stunda smásölu, heildsölu, inn- og útflutning. Stofnendur eru Vélsmiðja 01. Olsen h.f., Jakobína Magnúsdóttir, Karl Olsen, Jenný Olsen og Agnar Már Ol- sen, öll í Njarðvík. „Ég get ekki séð að þessir menn, sent staldra hér við í þrjá tíma á viku, skaði kaup- mennina, þó þeir selji ódýrari vöru, að vísu í miklu magni. Svo framarlega sem þeir greiða hingað gjöld. Vill ég því ekki flæma þessa menn í burtu." Hlutafélögin Húsafell h.f., Keflavík, og Faxi h.f., Vest- mannaeyjum, hafa verið sam- einuð í eitt. Mun Húsafell h.f. því verða afmáð úr hlutafél- agaskrá því eftir þetta heita fyrirtækin Faxi h.f., Vest- mannaeyjum. - FYRIRTÆKJAFRÉTTIR -

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.