Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 ViKurt julU, ... eða Valþór og Þorsteinn? Þótt Hólmbert sé et'stur á óskalistanum hjá mörgum hvað varðar þjálfun ÍBK liðsins, þá hefur fleiri hugmyndum^skotið upp kollinum. Hin er sú að fá Þorsteinn Bjarnason og Valþór Sigþórsson, sem þjálfaði Sand- gerðinga núsíðast. til að takalið- ið í sameiningu. Samkvæmt heimildum blaðsins eru ali flest- ir sammála því að heimamaður eða -menn verði ráðnir ; þjálf- arastöðuna. Hafa nöfn Astráðs Gunnarssonar og Steinars Jó- hannssonar mikið verið nefnd í þessu santbandi en þeir hafa báðir náð ágætum árangri með yngri flokka ÍBK. Handbolti - 2. deild: „Réttum þeim sigurinn á silfurfati" - sagði Ölafur Thordersen eftir sögulegan sigur ÍBK á UMFN „Við áttum þetta inni og þó svo að við höfum stolið sigrinum á síðustu sekúnd- unum, þá var sigur okkar sanngjarn. Við vorum með frumkvæðið í leiknum allan tímann og lékum betur. En heppnin var með okkur að þessu sinni,“ sagði Haukur Ottesen þjálfari ÍBK, sem sigraði Njarðvík í æsispenn- andi leik í Njarðvík á föstu- dagskvöldið, 29:28. Keflvík- ingar höfðu yfir í leikhléi, 16:14. Svo virðist sem Keflvík- ingar séu með tak á nágrönn- um sínum. Þeir mættu miklu ákveðnari til leiks og lögðu allt í sölurnar. Njarðvíking- ar virtust ekki alveg með á nótunum en náðu þó að halda í við Keflvíkinga, sem leiddu allan tímann með 2-3 mörkum. Með harðfylgi tókst UMFN að jafna þegar hálf mínúta var til leiksloka, 28:28, og Keflvíkingar voru tveimur leikmönnum færri. Þegar 12 sekúndur voru eftir kom Hafsteinn Ingibergsson inná aftur og þá reyndi Björgvin Björgvinsson skot en Einar Ben varði. Einar ætlaði síðan að gefa á sam- herja sinn en tókst ekki betur til en svo að Hafsteinn fékk boltann beint í hendurnarog hugsaði sig ekki um tvisvar heldur skaut og skoraði og tryggði Keflvíkingum sigur í ótrúlegum leik. Njarðvíking- ar fengu ekki tækifæri til að taka miðju. Leikurinn var búinn. „Þetta var grátlegur endir. Við vorum búnir að jafna eftir að hafa verið undir allan leikinn en svo réttum við þeim sigurinn á silfurfati“ sagði Olafur Thordersen, Njarðvíkingur, eftir leikinn. „Við áttum skilið að sigra. Það hefði verið grátlegt ef við hefðum misst annað eða bæði stigin. Baráttan hjá okkur var góð í þessum leik og þessi sigur hressir upp á mannskapinn. Við höfum tapað nokkrum leikjum af því við höfum ekki haldið haus á lokamínútunum. Litlu munaði að það gerðist núna en heppnin var með okkur í lokin“ sagði Gísli Jó- hannsson, einn besti maður IBK í leiknum. Með þessum sigri lyftu Keflvíkingar sér upp eftir stigatöílunni . og eru nú komnir með 4 stig. Njarðvík- ingar eru með 5. Bestu menn liðanna voru þeir Björgvin Björgvins og Gísli Jóhanns hjá IBK en Eggert Isdal hjá UMFN, sér- staklega á lokamínútunum. Mörk UMFN: Eggert 11, Arinbjörn 6, Sigurjón 5, Guðbjörn 4 og Magnús T. 2. Mörk ÍBK: Björgvin 8, Gísli 7, Hafsteinn 6, Olafur Lár. 5, Hermann 2 og Jó- hann Júl. 1. Fjórir efstu menn í íslandsmótinu í pílukasti. F.v.: Þór Kristinsson, Pétur Hauksson, íslandsmeistari, Guðjón Hauksson og Oskar Þórmundsson. Ljósm.: Eirikur Eysteinsson Pétur vann bræðraslaginn - og varð Islandsmeistari í pílukasti Enginn leikmannaflótti Leikmannahræringar hafa talsvert verið í umræðunni manna á milli. Ragnar Mar- geirsson og Sigurður Björgvins- son voru sagðir vera á leiðinni til KR en það mun ekki vera fótur fyrir þeirri fregn. Þá mun Óli Þór Magnússon ætla að vera áfram í herbúðum ÍBK en hann var orðaður við önnur félög. Ekki er vitað um leikmenn sem eru á leiðfrá ÍBK að undanskild- um' þeim Guðmundi Sighvats- syni og Einari Ásbirni Ólafssyni, sem hafa hug á því að setja skóna á hilluna. Ársþing IBK um helgina: Tekur Ragnar við af Ragnari? - sem næsti formaður bandalagsins? Ársþing ÍBK verður hald- ið í íþróttavallarhúsinu í Keflavík n.k. laugardag kl. 10. Auk formannsskipta verður mál knattspyrnuráðs ÍBK án efa mál málanna á þinginu. Ragnar Marinósson, nú- verandi formaður ÍBK, mun ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi starfa í því em- bætti. Nafni lians, Ragnar Örn Pétursson veitingamað- ur, hefur verið nefndur sem arftaki hans. Hvað mál knattspyrnuráðs varðar þá bíða ntenn eflaust spenntir eftir að fá að sjá reikninga ráðsins sem hafa verið til mikillar umræðu að undan- förnu. Ljóst er að nýr for- maður tekur við ráðinu. Rúnar Lúðvíksson lögreglu- maður, en hann mun stýra nýju knattspyrnuráð sem mun byrja á „núlli“. Talað er um að knattspyrnuráð sitji uppi með margra milljóna skuldahala. Nokkuð víst er að eftir ársþingið verður skipuð skilanefnd sem er ætlað að vinna að því að leysa mál knattspyrnuráðs. Á þinginu verður einnig íþróttamaður Keflavíkur úi- nefndur. Fimm Suðurnesja- dömur í landsliðinu Fimm stúlkur úr ÍBK eru í unglingalandsliðinu I körfu- knattleik, semerá keppnisferða- lagi í Englandi um þessarmund- ir. Þetta eru þær Bylgja Sverris- dóttir, Eva Björg Sveinsdóttir, Jana Guðmundsdóttir, Kristín Blöndal og Marta Guðmunds- dóttir. Ein stúlka úr Njarðvík er í hópnum, Harpa Magnúsdóttir. 8. sigur ÍBK ÍBK stúlkurnar í 1. deild kvenna í körfu sigruðu í sínum áttunda leik í röð i deildinni er þær léku gegn IR fyrir skömmu. Lokatölur urðu 72:57 eftir að ÍBK hafði verið yfir í leikhléi 30:19. Björg Hafsteinsdóttir skoraði mest, 20 stig, Anna María 19 og Marta Guðmunds- dóttir 15. Tap hjá UMFN UMFN tapaði illilega fyrir Stúdínum í Seljaskóla fyrir skömmu, 33:55. Stúdínur náðu afgerandi forystu strax í leikn- um, höfðu yfir, 31:14, í leikhléi og juku forskotið í seinni hálf- leik. ---------------------i Hólmbert Friðjónsson erefst- ur á lista hjá Keflvíkingum sem þjálfari knattspyrnuliðsins næsta keppnistímabil. Rætt hef- ur verið við Hóimbert og sam- kvæmt heimildum blaðsins hef- ur hann sýnt starfinu áhuga. Hólmbert, sem er einn virtasti þjáifari iandsins, var siðast með IBK 1986 en hann hefur þjálfað stóriið á borð við Fram og KR með góðum árangri. Björgvin Björgvinsson, Keflvíkingur, á Itér skot að marki UMFN. Hann var atkvæðamestur Keflvíkinga í leiknum. Ljósm.: pkct. Þjálfar Hólmbert ÍBK ... Pétur Hauksson varð ís- landsmeistari í pílukasti er hann sigraði bróður sinn, Guðjón, í úrslitaviðureign í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn. Pétur sigraði í fjórum viðureignum en Guð- jón aðeins í einni. Þeir bræður sýndu snilldartilþrif í úrslitun- um og var ekki að sjá að bein útsending hefði nein áhrif á þá. í 3.-4. sæti urðu þeir Óskar Þórmundsson og Kristinn Þór Kristinsson. Fjórir efstu menn sem eru allir af Suðurnesjum, bræðurnir úr Grindavík, Ósk- ar úr Keflavík og Kristinn úr Sandgerði, munu skipa lands- lið Islands sem mun keppa á alþjóðlegu móti á næsta ári. i Guðmundur Valur til ÍBK i Þá hefur heyrst að Guðmund- I sé á heimleið og hafi hug á að I ■ ur Valur Sigurðsson, fyrrum ganga til liðs við Keflvíkinga. | ■ Njarðvíkingur og síðast Þórsari, L— ____________________________________________I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.