Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 5
muti jtittU Fimmtudagur 17. nóvember 1988 5 Garðurinn að Vallargötu 29, Sandgerði, meðan hann var í blóma í sumar. Miðneshreppur: Verðlaun veitt fyrir fallegasta garðinn Umhverfisnefnd Miðnes- hrepps hefur veitt viðurkenn- ingar fyrir fallegasta garðinn í Miðneshreppi 1988 og einnig viðurkenningu fyrir miklar endurbætur á lóð. Það voru íbúarnir að Vallar- götu 29 í Sandgerði sem fengu viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn 1988 en hann er í eigu Olafíu Guðjónsdóttur og Jóns Norðfjörðs. Segir í áliti nefnd- ar að garðurinn hafí verið val- inn úr mörgum fallegum görð- um og margir komið til greina. Umhverfismál í Sandgerði hafa tekið miklum stakka- skiptum til betri vegar undan- farin ár, bæði í umhirðu húsa og lóða. Við þetta tækifæri var eig- endum garðsins að Vallargötu 29 afhent grjót úr Miðnesheið- inni með plötu sem í vargrafið „Fallegasti garðurinn ’88“. Þá var einnig afhent viður- kenning fyrir miklar endur- bætur á lóð. Voru það íbúar að Suðurgötu 29 sem þá viður- kenningu fengu, en þar er um tvíbýli að ræða og eigendur eru Þorri sf. annars vegar og Sig- urbjörn Grétarsson og Þórdís Stefánsdóttir hins vegar. Umhverfisnefnd Miðnes- hrepps tók ákvörðun um að veita þessar viðurkenningar í lok júlímánaðar en vegna sum- arleyfa bæði nefndarfólks og síðan verðlaunahafa hefur dregist að afhenda viðurkenn- ingarnar þar til nú. Nefndarmenn ásamt eigendum garðsins að Vallargötu 29. F.v.: Oskar Guð- jónsson fulltrúi í umhverfisnefnd, Jón Norðfjörð og Olafía Guðjónsdóttir eigcndur garðsins, og Sólrún Simonardóttir formaður umhverfisnefndar Miðneshrepps. Ljósm.: hbb. Alþýðubandalagið varar við sjávarútvegsstefnunni Grindavík, 12.11.88. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykja- neskjördæmi, haldinn þann 12.11.1988, varar eindregið við þeirri stefnu í sjávarútvegs- málum, sem leiðir til þess að sjósókn og fiskveiðar flyst frá Reykjanesi og Suðurlandi til annara landshluta. Ef áfram heldur sem horfír stefnir í hrun sjávarútvegs á Suðurnesjum. Taka þarf upp gjörbreytta stefnu í þessum málum byggða á reynslu, þekkingu og vísind- um, með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Tryggja verður að heimabyggðin haldi hluta sínum í fiskistofnunum, ella getur kvótakerfi sem byggir á því að kvóti fylgi skipum leitt til alvarlegrar byggðarröskun- ar og atvinnuleysis. Kjördæmisráðið áréttar sér- staklega nauðsyn þess að efla atvinnuþróun á Suðurnesjum. Öflugur sjávarútvegur og iðn- aður er forsenda þess að hægt er að draga úr ítökum hersins á atvinnulíf Suðumesjamanna. Hjónadansleikur í Garði Hjónadansleikur verður haldinn í Sam- komuhúsinu í Garði n.k. laugardag og hefst kl. 22. Lúdó og Steini leika fyrir dansi. Garðbúar, mætum öll og tökum með okk- ur gesti. Hjónaklúbburinn í Garði NAMSKEIÐ w í gerð aðventukransa verður haldið um helgina, ef næg þátttaka fæst. Uppl. í síma 12157. Meira BERO fjör SKEMMTISTADUR Opið laugardagskvöld kl. 22-03. Miðlarnirsjá um fjörið. Snyrtilegur klæðnaður. Aldurstak- mark 20 ára. Aðgangseyrir 600 kr. Lokað föstudagskvöld vegna einkasamkvæmis. Uppskeruhátíð ÍBK Uppskeruhátíð meistaraflokks karla og kvenna, 2. fl. karla og eldri flokks drengja verður í Glaumbergi 26. nóv. kl. 19. Dagskrá: Kvöldverður Verðlaunaafhending Skemmtiatriði Happdrætti Allir velkomnir. Miðasala verður í íþrótta- vallarhúsinu mánudag og þriðjudag kl. 18- 19:30. Alþýðuflokksfélag Miðneshrepps AÐALFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 17. nóv. (í kvöld) kl. 20:30 í samkomuhúsinu í Sandgerði. Stjórnin /^i k T^T'T1 - góður sport- VJ /\1 N X fatnaður á herra PERSONA Hafnargötu 61 - Keflavík - Sími 15099 - Þegar þú kaupir fót

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.