Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 7
MUR Fimmtudagur 17. nóvember 1988 7 Bláa lónið: Farið að bera aftur á næturgestum Lögreglan í Grindavík þurfti að hafa afskipti af sjö næturgestum sem svömluðu í Bláa lóninu aðfaranótt sl. laugardags. Að sögn Sigurðar Ágústs- sonar hjá Grindavíkurlög- reglunni eru það áberandi mest „gestir“ úr Reykjavík sem sækja í lónið að nætur- lagi um helgar. Var það orð- ið fátítt hjá Iögreglu að hafa afskipti af þessum óboðnu gestum en virðist nú vera að færast í aukana á ný. Mikið um út- köllí heimahús Mjög annaSamt var hjá lögreglunni í Keflavík um síðustu helgi. Fékk lögreglan 56 útköll á föstudagskvöldi, laugardegi og sunnudegi. Þ’á var mikið um ölvun í heima- húsum og útköll vegna þess. Einnig ók lögreglan mörg- um ölvuðum til síns heima en þó gistu 7 aðilar fanga- geymslur. Vegna ólæta í mið- bænum á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins var mikið að gera og komu m.a. upp tvö útköll sem Iögreglan gat ekki sinnt sökum anna. Um síðastnefnda atriðið, þ.e. lætin í miðbænum, er nánar fjallað annars staðar í blaðinu í dag. Þau kunna að nafngreina hlutina, krakkarnir í Holtaskóla. Síð- asta föstudag héldu þau HIPPABALL í skólanum. í stað þess að klæðast sinu fínasta var komið í fataleppum, líkum þeim sem voru í tísku á hippatímabilinu og tónlistin var blönduð, bæði ný og gömul. Það er erfitt að lýsa því sem er að gerast á svona böllum með orðum og því látum við myndir þær sem Ijósmyndari blaðsins, Hilmar Bragi, tók sl. föstudagskvöld tala sínu máli.... ðlvun og slagsmál Nokkur ölvun var í Grindavík um síðustu helgi sem stafaði helst af dansleik, sem haldinn var í Félags- heimilinu Festi. Nokkur slagsmál urðu og tveir settir inn af þeim sökum. Annars var helgin þokkaleg að sögn lögreglu. Undratæki sem bæta heilsuna Manquic er hand- og fótsnyrtitæki sem lagar ýmsa kvilla á höndum og fótum og er gott til snyrtingar. Neistarinn er lítið undra- tæki sem vinnur á verkjum, s.s. vöðvabólgu, liðagigt og mörgu fleiru. Grape Slim megrunarlyf sem gefur árangur. Superglandi er hrukku- meðal - eyðir smáhrukkum og lagfærir húðina. Heilsuvörur í úrvali. \\\ \ \ \ i / / / //. \SOLHAÐS & SNYHTISTOFAN ^ Hufnartfötu !»♦ - Kcflavík Leikfélag Keflavíkur: „Erum við svona?“ Frumsýnt á morgun á Glóðinni Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir annað kvöld, föstudag, íslenska revíu eftir leikstjór- ann Huldu Ólafsdóttur. Ber revían nafnið Erum við svona? og er þar tekið á brennandi málum í þjóðfélaginu í léttum dúr. Sautján leikarar taka þátt í sýningunni ásamt fjögurra manna hljómsveit en alls taka um 30 manns þátt í uppsetn- ingu verksins. Æfingar hófust í byrjun október og var þá æft í Garðaseli í Keflavík en nú síð- ustu daga hefur verið æft á Glóðinni. Erum við svona? verður frumsýnt á morgun, föstudag, og hefst sýningin kl. 21. Önnur sýning verður á laugardag og sú þriðja á sunnudag og hefj- ast þær jafnframt kl. 21. Að sögn Hjördísar Árna- dóttur er þessi uppsetning til þess að lyfta fólki upp í skammdeginu en einnigerver- ið að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að setja upp stærri og viðameiri revíu á 40 ára af- mæli Keflavíkurbæjar næsta vor, sem mun fjalla um Kefla- vík fyrr og nú. Til þess að það sé hægt þarf leikfélagið til sín allar fáanlegar hendur, að sögn Hjördísar. Leikararnir 17 sem þátt taka í sýningu Leikfélags Keflavíkur á Glóðinni um þessa og næstu helgiLjósm.: hbb. Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða ljúffenga rétti. Ef þú vilt fara í fjörið eftir matinn þá ertu vel- kominn í Glaumberg án þess að greiða aðgangs- eyri. ATH: Lokað föstudag vegna einka- samkvæmis. Sjávargullið og góðan mat Glaumberg -ef þú vilt gleði Pierre Cardin - orð eru óþörf PERSÓNA Hafnargötu 61 - Keflavík - Sími 15099 - Þegar þú kaupir föt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.