Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 20
mun Fimmtudagur 17. nóvember 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. -.Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN IVEikill stærðarmunur á báta- og togarafiski Stærðarmunur bátaþorsks og togarafisks hefur mikið verið í umræðunni. A mvnd þessari sést best um hvað verið er að ræða. Þó golþorskurinn sé af stærri gerðinni, þá veiddist hann á línu hjá Eldevjar-Boða. Til samanburðar sjást þorskar af sömu stærð og dæmigerður togarafiskur. Ljósm.: epj. Atvinnumálaneínd Suðurnesja: Áskorun til þingmanna og sveitarstjórn- armanna Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi Atvinnu- málanefndar Suðurnesja síð- asta þriðjudag: „Atvinnumálanefnd Suður- nesja skorar á þingmenn Reykjaneskjördæmis og sveit- arstjórnamenn á Suðurnesjum að koma í veg fyrir að fleiri skip verði seld burt af svæðinu og jafnframt að gert verði sér- stakt átak til að endurreisa og viðhalda útgerð og fiskvinnslu á Suðurnesjum. Á síðastliðnum íjórum ár- um h?fa verið seld skip burt af Suðurnesjum með 17.000 tonna kvóta. Eins og allir ættu að vita hefur þetta víðtæk áhrif á alla atvinnustarfsemi. Fyrir- huguð togaraskipti hjá HK tel- ur nefndin ekki ganga upp vegna mikilla skulda sem eftir stæðu hjá HK. Atvinnumálanefnd Suður- nesja telur það siðferðislega skyldu stjórnar HK að stuðla að því að togarar fyrirtækisins verði ekki seldir burt af svæð- inu.“ SKARFUR kominn úr endurbótum Grindavíkurbáturinn Skarfur GK 666 er kominn úr um- fangsmiklum endurbótum, sem framkvæmdar voru íReykja- vík. Hefur áður verið greint frá því hvað framkvæmt var. Er skipið nú farið til síldveiða. Ljósm.: hbb. Erum við svona? Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir annað kvöld, föstudag, íslenska revíu eftir Huldu Ól- afsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri. Sautján leikarar taka þátt í sýningunni, auk fjögurra manna hljómsveitar. Sýningar verða á Glóðinni og hefjast kl. 21, föstudag, laug- ardag og sunnudag. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á æfingu hjá Leikfélagi Keflavíkur í siðustu viku. Ljósm.: hbb. — 41 ii'i ■ m m TRÉ TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Hlp Ég er svona, og skammast mín ekkert fyrir það . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.