Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 1
fi s9Öt/, Kim Undirbúnings- fundur að stofnun sam- taka um sorg Almennur fundur um sorg og sorgarviðbrögð verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember n.k. í Kirkjulundi. Verður þetta jafnframt und- irbúningsfundur til stofnun- ar samtaka um sorg og sorg- arferil. Sóknarprestarnir í Keíla- vík og Njarðvík, séra Ólafur Oddur Jónsson og Þorvald- ur Karl Helgason, svo og sóknarprestur Aðventista, Þröstur Steinþórsson, hafa í sameiningu haldið námskeið fyrir syrgjendur sem hafa orðið kveikjan að undirbún- ingsfundi að stofnun sam- taka um sorg. Á fundinum á miðvikudag verður Páll Eiríksson sér- stakur gcstur fundarins en auk þess mun Steinn Erlings- son syngja nokkur lög. Grindavík: Skurðgrafa sleit loftlínur Það óhapp átti sér stað á þriðjudag í síðustu viku að skurðgrafa, sem dregin var af vörubifreið, sleit niður tvær 11 KW háspennulínur sem tengja laxeldisstöðvar þær, sem eru utan við Grindavík, við rafmagn. Urðu stöðvarnar allar raf- magnslausar. Ekki er vitað hvort tjón hafi orðið hjá stöðvunum en engin tilkynn- ing þess efnis hafði borist til lögreglunnar í Grindavík. Féll úr áhorf- endastúku Kalla þurfti til lögreglu þegar ungur drengur féll of- an úr áhorfendastúku íþróttahússins í Grindavík í síðustu viku. Flutti lögreglan drenginn á sjúkrahús en hann mun hafa brákast á hendi við lendinguna. RÖSTURSAMT f MIOBÆNUM: Atlaga gerð að lögreglunni Lögreglan í Keflavík átti mjög annasama nótt aðfara- nótt laugardagsins m.a. vegna óláta í miðbæ Keflavíkur þá nótt og fyrr um kvöldið. Kom m.a. til átaka milli lögreglu- manna og unglinga er brotin hafði verið rúða í versluninni Róm. Þar var lögreglart hindruð í starfi og atlaga gerð að lög- regluþjónum við störf sin. Rifnaði jakki eins Iögreglu- mannsins og bindi slitnaði hjá öðrum en báðir hlutu þeir ein- hver meiðsli í átökum þessum. Sem betur fer eru ekki allir þeir unglingar sem safnast saman í miðbænum um helgar til vandræða, en þeim mun meira ber á þeim sem taka þátt í ólátum þessum. Hafa rúðu- brot í verslunum á svæðinu oft á tíðum verið óaðskiljanlegur þáttur í máli þessu, sem er miður. Þá var nú farið inn í brunarústir Kaupfélagsins og náð í verslunargrindur og þær fylltar af öldósum sem síðan var dreift meðal unglinganna. En hvað vill lögreglan gera í máli þessu? Gefum Karli Her- mannssyni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni, orðið: „Það alvarlegasta í þessu er að menn skuli veitast að lög- reglunni við sín skyldustörf eins og þarna átti sér stað. Hér er á ferðinni vandamál sem þarf að Finna lausn á. Teldi ég t.d. það vera til bóta ef breið samstaða næðist meðal lög- regluyFirvalda, bæjaryFirvalda og skólamanna um málið. Þessir aðilar þyrftu að aðstoða okkur við að Finna lausn á því. Mikið ungiingavandamál hefur skapast i miðbx Keflavíkur um hclgar. Þessir ungu menn dreifðu gosdrykkjum til þeirra sem vildu, en gosið höfðu þeir fengið með innbroti í rústir Kaupfélagsins að Hafnargötu 30. Vandamál þetta var rætt í rúma klukkustund á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur sl. þriðjudag. - Sjá nánari umfjöllun um málið á síðu 2 í dag. Ljósm.: hbb. Þá gæti það líka verið lausn að draga úr umferðarþunga um Hafnargötuna m.a. með því að gera hana að einstefnu- akstursgötu eða jafnvel Ioka henni á kafla.“ Sextán einstaklingar gjaldþrota í Lögbirtingablaðinu 9. nóvember birtast tilkynningar um uppkveðna gjaldþrotaúr- skurði á Suðurnesjum. Þar er um að ræða 16 einstaklinga er skiptast þannig eftir búsetu, að 7 eru úr Keflavík, þrír úr Njarðvík, jafn margir úr Sand- gerði og einn úr Vogum. ELDEY 0G SAMSTARFSAÐILARNIR: Beðið eftir reikningum HK Mikil fundahöld voru á þriðjudag og í gær vegna áhuga Eldeyjarmanna o.fl. á kaupum hlutafjár Sambands- ins í HK. Voru haldnir fundir með þingmönnum, samstarfs- aðilum o.fl. á þriðjudag en í gær var haldinn fyrsti viðræðu- fundurinn við Sambandið. Að sögn Jóns Norðfjörðs, stjórnarformanns Eldeyjar h.f., er ekki raunhæft að ganga frá tilboði í hlutaféð fyrr en staða fyrirtækisins er borð- liggjandi. Er nú unnið að því að taka út stöðu fyrirtækisins og meðan á því stæði yrði eng- in niðurstaða fengin um kaup- ín. Þeir aðilar sem eru í sam- starfi við Eldey h.f. um kaupin eru Valbjörn h.f. í Sandgerði og íslenskur gæðafiskur h.f. í Njarðvík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.