Víkurfréttir - 27.04.1989, Side 1
197 mkr. til
Sandgerðis
Samgöngumálaráðherra
hefur lagt fyrir Alþingi drög
að nýrri hafnarmálaáætlun
en slík áætlun gerir grein
fyrir hlutdeild ríkissjóðs til
hafnarframkvæmda á næstu
árum. Að þessu sinni er áætl-
að að næst hæsta upphæðin
fari til Sandgerðishafnar eða
197 milljónir.
Eins og áður hefur komið
fram hér í blaðinu veitir ekki
af upphæð þessari, svo góð
höfn verði í Sandgerði. Þó
áætlunin hafi verið lögð fram
er hún ekki enn orðin að lög-
um og því geta orðið á henni
breytingar áður en hún öðl-
ast endanlegt samþykki.
Eins ber að geta þess að ekki
er gert ráð fyrir að þessi upp-
hæð komi strax til fram-
kvæmda.
Innbrot og
skemmdar-
verk upp-
lýst
Rannsóknarlögreglunni í
Keflavík hefur tekist að hafa
hendur í hári afbrotamanna
er hafa á samviskunni a.m.k.
fjögur innbrot og skemmd-
arverk sem verið hafa í frétt-
um hér syðra.
Um er að ræða innbrotið
og skemmdarverkin í útibúi
kaupfélagsins í Sandgerði,
tvö innbrot í Ljósbogann í
Keflavík og eitt í íþróttahús-
ið í Sandgerði. Jafnframt
hefur fundist viðbótarþýfi i
fórum þeirra, en áður hafði
fundist stór hluti þess þýfis
er stolið var í Ljósboganum.
Jón eða Olafur í stjórn-
arformannssæti ÍAV?
Aðalfundur Íslenskra að-
alverktaka s.f. var haldinn í
síðustu viku. Samkværrií lög-
um skipar utanríkisráðherra
stjórnarformann fyrirtækis-
ins og hefur hann haft tvö at-
kvæði en aðrir stjórnarmenn
aðeins eitt atkvæði hver.
Fyrir fundinn hafði heyrst
að Jón Baldvin Hannibals-
son myndi skipa Suðurnesja-
mann í stöðu þessa. Var bú-
ist við að það yrði annað
hvort Ólafur Björnsson eða
Jón Norðfjörð. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum
mótmæftu kratar úr Hafnar-
firði og Reykjavík þessum
áformum ráðherrans og
kröfðust stöðunnar.
Hefur Jón Baldvin því
frest fram á næsta miðviku-
dag til að ákveða hver verði
næsti stjórnarformaður
fyrirtækisins. Samkvæmt
sömu heimildum er talinn
möguleiki á að hann skipi nú
tvo menn til að fara með
þessi tvö atkvæði í stjórninni
og yrði annar þeirra Suður-
nesjamaður en hinn úr hópi
innanaðmanna.
Gæti því svo farið að
stjórnarformaðurinn yrði af
Stór-Reykjavíkursvæðinu,
en þá er talið fullvíst að Suð-
urnesjamaður fari með hitt
atkvæði ríkissjóðs.
Baráttu-
fundur
í Stapa
Baráttu- og hátíðarfundur
I. maí-nefndar verkalýðsfél-
aga á Suðurnesjum fer að
þessu sinni fram í Stapa í
Njarðvík, en það eru sjö
stéttarfélög sem standa að
hátíðarhöldum dagsins hér
syðra.
Hefst fundurinn kl. 14
með setningarávarpi Guð-
mundar Finnssonar, fram-
kvæmdastjóra VSFK, en Jó-
hanna Sigurðardóttir, fél-
agsmálaráðherra, er ræðu-
maður dagsins. Stutt ávörp
flytja Hólmar Magnússon,
formaður STKB, og Guðrún
Ólafsdóttir, varaformaður
VSFK.
Margt verður til skemmt-
unar á fundinum, s.s. kór-
söngur, ljóðalestur og leik-
sýning. Þá verða aldraðir
baráttumenn heiðraðir. A
sama tíma verður ókeypis
kvikmyndasýning fyrir börn
í Félagsbíói.
Að undanförnu hefur mikið borið á stórum þorskum í afla bátanna. Birtist mynd í blaði einu af 37 kg
þorski er barst á land í Keflavík og átti hann að vera einn sá stærsti sem borist hefði þar á land. Þeir hjá
Isnesi í Keflavík hafa hér með slegið það met, því í síðustu viku kom inn á borð hjá þeim einn 47 kg
þungur og hér sýnum við annan, sem vó 41 kíló, og hrognin alls 8+ kíló. Það ereinnstarfsmanna fyrir-
tækisins, Sævar Matthíasson, sem heldur hér á þeim gula. Það var netabáturinn Guðrún KE-20 sem
veiddi þennan og landaði honum sl. þriðjudag. Ljósm. epj.
„HARKALEG AÐFÖR"
„Mér finnst þetta mjög
harkaleg aðför. Það er með
þessu verið að veitast að ein-
um vínveitingastað vegna
staðsetningarinnar. Samt eru
tveir aðrir staðir í Keflavík í
íbúðahverfi" sagði Kristján
Ingi Helgason, framkvæmda-
stjóri Píanó-barsins við
Tjarnargötu 31 í Keflavík, en
opnunartími staðarins hefur
verið styttur að kröfu yfir-
valda í kjölfar kvartana er
hafa borist vegna hans.
Fyrir nokkru síðan lögðu
sjö húseigendur fram undir-
skriftalista og bréf, þar sem
kvartað var yfir starfsemi
Píanó-barsins. Kristján Ingi
segir að bréfið hafi verið með
mörgum ósannindum og þá
eigi a.m.k. þrír húseigenda,
sem skrifuðu undir listann,
heima það langt frá staðnum
að erfitt sé að skilja hvað liggi
á bak við undirskrift þeirra.
„Við höfum farið eftir öll-
um settum reglum, höfum
haft tvo dyraverði þó við
þurfum aðeins að hafa einn,
erum með mjög strangt ald-
urstakmark (20 ára) og
hleypum ölvuðu fólki ekki
inn á staðinn. Mér finnst
mjög hart þegar örfáir hús-
eigendur geta allt að því
heimtað að staðnum sé
hreinlega lokað. Það er verið
að mikla hlutina því hérhafa
ekki verið neinar óspektir.
Ég get hins vegar fallist á það
að vínveitingastaðir eigi ekki
að vera staðsettir inni í miðj-
um íbúðahverfum en hér í
Keflavík eru þeir þrír. Þess
vegna finnst mér það rangt
að taka einn úr og gera upp á
milli þeirra með einhverjum
aðgerðum."
Opnunartími Píanó-bars-
ins hefur verið styttur á með-
an málið er í rannsókn hjá
bæjarfógeta. Virka daga má
ekki vera opið lengur en til
23:30 í stað 01:00 áður og um
helgar til kl. 01:00 í stað
03:00 áður.
- segir Kristján Ingi Helgason um
styttan opnunartíma Píanóbarsins
Eígendum Píanóbarsins finnst harkalega að þeim vegið. Ljósm.: cpj.