Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Page 2

Víkurfréttir - 27.04.1989, Page 2
MlKUn 2 Fimmtudagur 27. april 1989 | jútíit MESSUR Keflavíkurkirkja Kxnadagur að vori: Messa kl. 14 (altarisgangá). Eldri borgarar boðnir sérstaklega vel- komnir. Sverrir Guðmundsson syngur einsöng. Sóknarnefndin býður til kaffídrykkju í Kirkju- lundi að lokinni messu. Sóknarprestur Grindavíkurkirkja Hænadagur kirkjunnar: Bænasamkoma kl. 11:00. Börn úr Langholtskirkju og Neskirkju koma í heimsókn. Messa kl. 14:00. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20:30. Sóknarprestur Útfararþjónusta Lionsklúbbsins Garði. SÍMSVARI 27960. Grindavík: Bifreiö stolið við lögreglu- stöðina , Sendibifreið í eigu Kaup- félags Suðurnesja í Grinda- vík var stolið fyrir utan lög- reglustöðina í Grindavík á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Hafði ökumaður sendibif- reiðarinnar brugðið sér inn á lögreglustöðina, en skilið lykla eftir í bílnum. Þegar ökumaðurinn hafði lokið er- indi sínu á stöðinni og hugð- ist halda heim á leið, kom í ljós að bifreiðin var horfin. Eftir nokkra leit fannst sendibifreiðin austan við bæ- inn Hraun, á ísólfsskálavegi. Er þjófnaðurinn upplýstur en þjófurinn rnun hafa verið drukkinn. Ösóttir ferða- vinningar Annar ferðavinningur í jólahappdrætti Lions- klúbbsins Óðins er ósóttur en hann kont á miða númcr 716. Eigandi miðans getur vitjað vinningsins hjá Þórði Ingimarssyni í síma 14052. PLASTRIMLA- GLUGGATJÖLDIN nú líka fáanleg í 170 cm og 180 cm Fjcbopinn HAFNARGÖTU 90 230 KEFLAVÍK SÍMI 14790 Góð auglýsing gefur góðan arð. Auglýsingasímarnir eru: 14717 og 15717. Sigurður Ágústsson, aðalvarðstjóri, með riffilinn sem börnin fundu utan við Eyjabyggð í Grindavík. Liósm.: hbb Grindavík: Börn fundu riffil Lögreglunni í Grindavík barst í síðustu viku riffill, sem ung börn að leik fundu vestan við Eyjabyggðina í Grindavík. Var hér um að ræða 22 kalíbera Bruno riff- il. Sigurður Ágústsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni í Grindavík, sagði að ekki væri vitað hver eigandi vopnsins væri, þar sem engin tilkynning lægi fyrir um stol- inn riffil. Er riffillinn farinn að ryðga, en þó sést á vopn- inu að það hefur ekki legið lengi úti, þar sem gormar og fjaðrir eru enn í góðu ástandi. Vill lögreglan í Grindavík því hér með koma því á framfæri að ef einhver kannast við að hafa tapað riffli, þá hafi sá hinn sami samband við lögregluna. TIL SÖLU 2 tonna diesel-lyftari í góðu standi. Allar nánari upplýsingar í síma 13773 eða á staðnum. WSKIPTINGr ___GRÓFIN 19. 230 KEFLAVÍK, SÍMI 92-13773- Ljósm.: Heimir Húsanes áfram með Sundmiðstöðina Útilaugin verður tilbúin 15. nóv. n.k. Keflavíkurbær er þessa dagana að Ijúka samningi við verktakafyrirtækið Húsanes um áframhaldandi fram- kvæmdir við sundmiðstöðina. Mun fyrirtækið taka verkið að sér samkvæmt kostnaðaráætl- un. Hafsteinn Guðmundsson, formaður íþróttaráðs Kefla- víkur, sagði í samtali við blað- ið að stefnt væri að því að opna útilaugina ásamt bún- ingsaðstöðu, Ijórum heitum pottum og afgreiðslu þann 15. nóvember nk. „Þetta verður aðstaða eins og hún gerist best og nýtist vel almenningi og skólunum. Þarna verður einnig góð sól- baðsaðstaða. Næsta skref verður kjallari hússins, sem mun geyma sex búningsklefa fyrir íþróttavellina á svæðinu í kring svo og gufubað, þrek- herbergi, Ijósaböð og fleira“ sagði Hafsteinn. Kostnaður við sundmið- stöðina er orðinn um 50 millj- ónir króna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.