Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 27. apríl 1989 mim jUttit molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Lúðrasveit T.K. lék í BláfjöIIum Það að fara á íjöll til að leika tónlist dettur ekki nokkrum manni í hug að gera, nema hljómlistarfólk- inu í Lúðrasveit Tónlistar- skólans í Keflavík, en um þar síðustu helgi fjölmennti hljómlistarfólkið í Bláfjöll og voru hljóðfærin tekin með og leikið í blíðskaparveðri fyrir mörg þúsundir manna, sem svo sannarlega „komu af fjöllum“ við að heyra lúðrasveitina leika létta tón- list, öllum að óvörum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta er gert í Bláfjöllum og vakti þessi uppákoma því mikla athygli viðstaddra. Það var Siguróli Geirsson sem stjórnaði lúðrasveitinni. Urgur út í Stöð 2 Mikill urgur er í mörgum Suðurnesjabúum út í Stöð 2 vegna þess hve litla virðingu þeir sýna Suðurnesjum. En einmitt sá landshluti tók einna best við sér til stuðn- ings stöðinni þegar hún hóf starfsemi sína. Eru fréttir af Suðurnesjum þó mjög sjald- gæfar hjá stöðinni, á sama tíma og allt sem gerist í heimabæ fréttastjórans er tí- undað út í ystu æsar og álíka með það sem gerist norðan heiða. Þætti því mikillfengur fyrir Suðurnesjamenn þó ekki fengjust fluttar fréttir héðan nema sem svaraði tí- unda hluta fréttanna frá Vestmannaeyjum. Yfirkokkurinn hættur........ Þegar allri óunninni yfir- vinnu var hætt í kjölfar starfsmats fyrirtækja og stofnana á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum kom upp mikil óánægja á sjúkrahúsinu, svo sem menn muna. Gekk óánægjan jafn- vel svo langt að fólk mætti ekki í vinnu og tilkynnti sig veikt í mótmælaskyni. Þá kom einnig fram mikil óánægja með að yfirmat- reiðslumaður SK héldi sínu þrátt fyrir starfsmatið á með- an skorið var af öðru. í fram- haldi af því var viðkomandi kaupauki skorinn af nefnd- um yfirmanni. Hefur Molum borist það til eyrna að við- brögð hans hafi orðið þau að hann hafi sagt upp starfi sínu og sé því á förum frá stofn- uninni. ....og lækna- ritararnir segja upp Það er ekki aðeins kokkur- inn sem segir upp á sjúkra- húsinu, það hafa læknaritar- ar nú einnig gert. Munu þeir hafa komist að því að stjórn- in eða hluti stjórnar hafi samið við einhverja útvalda um að þeir haldi óunninni yfirtíð þrátt fyrir að svo ætti ekki að vera. Vífill með krá? Fréttir berast nú af því að Björn Vífill Þorleifsson, veit- ingastjóri Flug Hótels og fyrrum barþjónn m.a. í Leik- húskjallaranum, sé nú búinn að kaupa húsnæði það sem Smurbrauðsstofan hafði að Hafnargötu 19 í Keflavík. Hyggst hann setja þar upp bjórkrá. Haukur Ingi af stað Samkvæmt heimildum Mola hefur Haukur Ingi Hauksson ljósmyndari unn- ið að því að undanförnu að opna nýja ljósmyndastofu í Keflavík. Heyrast fregnir af því að hann stefni að opnun í ákveðnu húsnæði við Hafn- argötu hið fyrsta. Yrðu ljós- myndastofur í Keflavík þar með þrjár, Ljósmyndastofa Suðurnesja (Heimir Stígs- son), Nýmynd (Sólveig Þórðardóttir) og stofa Hauks. Eigendur þeirra tveggja síðastnefndu eiga það sameiginlegt að vera fyrrum nemar Heimis í fag- inu. Ósætti með stjórnarformanninn Nú er talið nokkuð öruggt að frekjugangur Stór- Reykjavíkurkrata muni valda því að stjórnarformað- ur IAV fari sem fyrr inn fyrir Straum. Aður en innanað- kratarnir létu í sér heyra var talið fullvíst að þessi staða í stjórn Islenskra aðalverk- Viltu losna við auka- kílóin eða bara lagast í vextinum? Erum komin með lóð fyrir hendurnar. Þú færð 10% afslátt í Sport- búð ðskars og barnafata- versluninni ANDREU, ef þú átt tíu tíma kort í líkamsræktinni 0 Mánud. kl. 15-22. - Þriðjud. kl. 10-17. P Miðvikud. kl. 15-22. - Fimmtud. kl. 15-22. I Föstud. kl. 10-17. Ð FL0TT FORM Lfkamsrækt Öskars Hafnargötu 23-2. hæð - Sími 15955 - fyrir ofan sportbúðina taka félli í skaut Suðurnesja- kratanum Olafi Björnssyni eða jafnvel Jóni Norðfjörð. Hafa kratarnir á Suðurnesj- um verið fastir á því að stöðu þessa ætti Suðurnesjamaður að hafa en ekki maður af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þeim innfrá finnst hins vegar að kratar hér syðra hafi þeg- ar fengið nógu margar stöð- ur út á flokkinn nú um sinn og nefna þar með tvo fulltrúa í varnarmálanefnd. Suður- nesjamenn benda aftur á að staða þessi eigi ekki að vera annað en Suðurnesjastaða því þeim innfrá komi ekkert við það sem gerist hér syðra. Svo er nú það. Sviku lit? Anna Lea og Brói aug- lýstu árshátíð í Glaumbergi um síðustu helgi. Af þessu höfðu gárungarnir gaman því Brói er jú einn af fulltrú- um þeirra Njarðvíkinga sem eiga Stapann, en heldur nú skemmtun í Keflavík. Að vísu er þetta ekkert einsdæmi því í vetur ákvað Starfs- mannafélag Keflavíkurbæj- ar að halda árshátíð sína í Stapa en ekki í húsi Kefla- víkurbæjar, Glaumbergi. Er því spurning hvort viðkom- andi aðilar hafi ekki verið að svíkja með þessu lit? Þarma-gustur Frændur okkar Færeying- ar dvöldu fyrir stuttu í viku heimsókn hjá vinabæ sínum Keflavík. Að sjálfsögðu mætti ljósmyndari blaðsins þegar kveðjuhófið stóð sem hæst. Er hann gekk í salinn var hann kynntur sem ljós- myndari staðarblaðsins, Víkurfrétta. Er stjórnandinn nefndi „fréttir" gall við mik- ið hláturskast viðstaddra Færeyinga. Astæðan var sú að þetta orð þýðir hjá þeim ,,þarma-gustur“ á fínni ís- lensku, eða viðrekstur á venjulegu máli. Enn framlengt Ákveðið hefur verið að framlengja enn sýningu Leikfélags Keflavíkur á reví- unni „Við kynntumst fyrst í Keflavík" eftir Ómar Jó- hannsson. Hafa undirtektir verið með eindæmum og því hefur stjórn L.K. ákveðið að viðhafa tvær sýningar nú um helgina, en áður hafði allra síðasta sýning verið ákveðin í síðustu viku en mun færri komust að en vildu. Ergam- an til þess að vita að verk þetta skuli hafa slegið svona rækilega í gegn. Orðhvatur: KennararI hefðbundnu verkfalli Nú er sumarið komið og Mási búinn að vinna þá í Reykjavík í árlegu víðavangs- hlaupi á sumardaginn fyrsta. Dagurinn er nú þegar orðinn nokkuð langur og götufyllerí á Hafnargötunni geta nú far- ið að taka á sig léttklæddari mynd. Ástráður tuktar fótbolta- mennina úr bítlabænum til og í fyrsta skipti í mörg ár má bú- ast við einhverjum árangri af ÍBK liðinu. Af hverju segir Orðhvatur það? Jú, þetta er fyrsta vorið í langan tíma sem ekki er búið að krýna Keflavíkurliðið meistara í upphafí sumars manna á meðal og á síðum Víkurfrétta. En sumarkoman sést í fleiru, kennarar i Fjölbraut eru í hefðbundnu verkfalli og kylfíngar eru farnir að berja blautan svörðinn úti í Leiru. I Vogunum hafa grásleppu- karlar brett upp ermar og búa sig undir vertíðina og pattara- legir rauðmagar eru farnir að flækja sig i.netunum hjá Þórði Vormsyni, grásleppukóngi og altmuligtmanni í því plássinu. Já, sumarið er komið og farfuglarnir koma hver af öðrum, ýmist tii að verpa eða til að stuðla að varpi og enn aðrir einvörðungu til að drita á nýbónaða BMWa og Porsa, eigendunum til minnkunar á rúntinum. Það er sæla sem hríslast um menn á vorin. Hún nær al- gleymingi þá er blessaður Ameríkaninn fer að æfa flug- kúnstir á sólríkum júlídegi og drunurnar yfirgnæfa dirrindí lóunnar fyrir utan stofuglugg- ana.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.