Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. desember 1989 argangur STæRSTA FRÉTTA-OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Stíft fundað í framhaldi af dómi undir- rcttar varðandi B-fasteigna- gjöldin í Vatnsleysustrandar- hreppi, sem greint var frá í síð- asta Reykjanesi, hefur verið fundað stíft hjá hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps. Enda gæti hér verið um stórar fjárupphæðir að ræða, sem hreppurinn þarf að endur- greiða, ef aðilar riftu gerðum samningum. Hreppsnefnd Gerðahrepps: Lætur hanna fríiðnaðar- svæði Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur sýnt því áhuga að láta hanna fríiðnaðarsvæði á svæði er varnarliðið hyggst skila inn- an tíðar. Er um að ræða s'^cði við Flugstöðvarveg, á hreppa- mörkum Garðs og Sandgerðis. Er þetta svæði þar sem vænt- anleg llugstöð fyrir innan- landsllug og þjónustusvæði fyrir flugvélar myndi rísa. Var sveitarstjóra falið að fylgja þessu máli eftir. Störstjörnur skemmta um hátíðarnar t Það verða stór „núrner" í tónlistinni sem munu halda tónleika í Keflavík í kvöld og annað kvöld. A nýja veitinga- húsinu að Hafnargötu 30 verð- ur Bubbi Morthens með tón- leika, en í gær var orðið upp- selt. Aukatónleikar með Bubba verða næsta fimmtu- dag 28. des. á sama stað. A Ránni verða einnig stór nöfn. í kvöld, fimmtudag, verður hljómsveitin „Síðan skein sól“ með tónleika og annað kvöld mætir „Sálin hans Jóns mins“ á Rána. Keflvíkingamir Guðmund- ur Hermannsson og Guð- brandur Einarsson leika og syngja næstu kvöld á Vitan- um í Sandgerði, en í Glaum- bergi verða diskótek föstu- dags- og laugardagskvöld. Þá verður hinn vinsæli HLH- flokkur í Glaumbergi þann 30. des. og Magnús Kjartansson á Ránni milli jóla og nýárs. Það verður því nóg að gerast j skemmtanalífinu á Suður- nesjum fram yfir áramót. GLEÐILEGA HA TIÐ Nú fer í hönd hátíð Ijóss ogfriðar. Þessi kirkju hlóð Hinrik Valgeirsson í Valgeirsbakaríi úr sykurmolum núfyrirjól- in, og eru í henni 48.000 hhaeiningar. Ljósm.: hbb. Fjárveiting fékkst til öldrunarmála Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, sagði í ávarpi sínu, þegar ný röntgen- tæki voru tekin í notkun, að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um það fyrr um dag- inn, að veita fé til öldrunar- mála á Suðurnesjum. Er hér um að ræða 40 millj. króna sem búið var að sam- þykkja við 2. afgreiðslu fjár- laga fyrr í vikunni. Sagði ráð- herrann aðákvörðunin byggi á áliti nefndar, sem fjallaði um þessi mál, en í því áliti kemur fram sú skoðun að Ijúka eigi vi fram sú skoðun að Ijúka eigi við byggingu heimilis aldraðra í Grindavík. Þar yrði öldrun- ardeild og D-álmu væri þar með frestað um óákveðinn tíma. Eldur I húsbíl á Hafnargötu í miðri jólatraffíkinni við Hafnargötuna í Keflavík á laugardag kom upp eldur í hús- bíl framan við Nýja bíó. Komu bæði lögregla og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja á stað- inn og slökkti síðarnefndi aðil- inn í bílnum. Hafnargatan, Keflavík: Einstefnunni breytt Einstefna verður á Hafnar- götunni til 15. janúar 1990 til reynslu. Sú varð niðurstaða bæjarstjórnar Keflavíkur. Eins og kunnugt er af fréttum lagði minnihluti umferðar- nefndar til að fyrri ákvörðun um einstefnu á Hafnargötunni til mánaðarmóta febrúar-mars 1990 yrði afturkölluð vegna mótmæla hagsmunaaðila við götuna. Meirihluti umferðar- nefndar taldi að ekki ætti að breyta fyrri ákvörðun. A bæjarstjórnarfundinum urðu nokkrar umræður um málið og kom fram hjá ýmsum áhyggjur af auknum umferð- arþunga á Sólvallagötu. Til- lag sem Hannes Einarsson lagði fram og fimm aðrir bæj- arfulltrúar skrifuðu undir var siðan samþykkt með sex at- kvæðum gegn tveimur. Einn sat hjá. „Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir að til reynslu skuli núverandi einstefna á Hafnar- götu aðeins gilda til 15. janúar 1990. Óskað verði eftir því við umferðarnefnd og lögreglu- yfirvöld að þau fylgist með og kanni áhrif einstefnunnar, eft- ir að jólaumferð lýkur, á ná- lægar umferðargötur m.a. með tilliti til umferðar við skóla og Sjúkrahús. Óskað verði eftir greinar- gerð frá aðilum að skoðun lok- inni. Jafnframt verði leitað álits verslunareigenda við Hafnargötu á áhrifum aðgerð- arinnar á verslunarstarfsemi við Hafnargötu. Hannes Einarsson Jón Olafur Jónsson Anna M. Guðmundsdóttir Vilhjálmur Ketilsson Guðfinnur Sigurvinsson Garðar Oddgeirsson." Hafði eigandi húsbílsins skilið eldavél eftir í gangi til að halda hita í bílnum í kuldan- um sem úti var, meðan hann var að versla. Gekk slökkvi- starfið vel, en einhverjar skemmdir urðu af eldi, hita og sóti. Bygging verkalýðs- félagsins í Garði: Hreppurinn býður í tón- listarskóla- pláss Meirihluti hreppsnefndar Gerðahrepps hefur ákveðið að gera stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélags Gerðahrepps til- boð um leigu á hluta fyrirhug- aðrar byggingar V.S.F.G. að baki símstöðvarinnar í Garði. Hyggst hreppurinn nota hús- plássið undir tónlistarskóla, sem í dag býr við nokkuð þröngan kost. Hefur sveitar- stjóra verið falið að ganga til samningaviðræðna mcð ákveðið tilboð upp á vasann.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.