Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 18
18 Jólaleikur Yíkurfréttir 21. des. 1989 FRETTA- OG IÞROTTA Frétta- getraun Nú bregðum við á leik og sláum hér fram fréttagetraun Víkurfrétta, unnar úr fréttum Víkurfrétta frá árinu 1989. Um er að ræða 24 spurningar, tvær úr hverjum mánuði. Við gefum þrjá svarmöguleika, en einungis einn þeirra er sá rétti. Nú er bara að sjá hvað minnið er gott... 1. Allir innanstokksmunir og veggklæðningar voru rifnar inn- an úr Innri-Njarðvíkurkirkju fyrr á árinu. Af hvaða ástæðu var það gert? A. Kirkjan brann illa í elds- voða. B. Utgerðaraðilar í Sandgerði hyggjast opna þar bjórkrá. C. Breyta á kirkjunni í upp- runalegt form. 2. Athafnamaður einn af höfuð- borgarsvæðinu sýndi Sjöstjörn- unni í Njarðvík mikinn áhuga á árinu. Hvað heitir maðurinn? A. Rolf Johansen. B. Herluf Clausen. C. Kristinn Kristinsson. 3. Upp á síðkastið hefur verið rætt um fyrirtæki nokkuð sem áhuga hefur á að setja upp verk- smiðju í Helguvík. Hvernig verksmiðju er verið að ræða um? A. Hvalstöð og lýsisverk- smiðju. B. Stálbræðslu. C. Þilplötuverksmiðju. 4. Mildi þótti að ekki varð stór- slys í iðnaðarhverfi í Njarðvík í sumar er mikil sprenging varð. Hvað sprakk? A. Gaskútur í vélsmiðju. B. Lakkklefi á sprautuverk- stæði. C. Bæjarstjórn Njarðvíkur. 5. Mikið tilstand varð á Mið- ncsheiðinni í sumar er fjöldi handariskra dáta voru þar með alvæpni. Hvað voru dátarnir að gera? A. Utrýma sílamávum fyrir veiðistjóra. B. A heræfingunum „Norður- víkingur1'. C. I skoðunarferð á vegum Atlantshafsbandalagsins. 6. Nokkuð var kvartað til Hita- veitu Suðurnesja á árinu vegna áveðins vandamáls er komið hafði upp. Yfir hverju var kvart- að? A. Háum orkureikningum. B. Tæringu í ofnum. C. Söltu hitaveituvatni. 7. SBK yfirtók á árinu rekstur sérleyfisfyrirtækis. Hvaða fyr- irtækis? A. Steindór Sigurðsson. B. Aðalstöðin. C. Sérleyfisbifreiðir Selfoss. 8. Vangaveltur voru um það á árinu hvort Fiskmarkaði Suð- urnesja yrði lokað um áramót vegna ákvcðins vandamáls. Hvaða vandamáls? A. Vegna of lágs fiskverðs. B. Vegna lagaákvæðis um fisk- markaði. C. Vegna húsnæðisvanda í Grindavík. 9. Tvö sveitarfélög á Suðurnesj- um samþykktu á árinu að hefja formlegar sameiningarviðræð- ur. Hvaða sveitarfélög voru þetta? A. Keflavík og Sandgerði. B. Garður og Hafnir. C. Hafnir og Njarðvík. 10. Á afmæli Keflavíkurbæjar í vor var afhjúpað listaverk eftir Erling Jónsson við höfnina. Hvaða listaverk? A. Mánahesturinn. B. Stjáni blái. C. Þotuhreiðrið. 11. Björgunarsveitarmenn í Höfnum björguðu á land stór- merkilegum hlut áhaustdögum. Hvaða hlut? A. Skrúfu rússneska skemmti- ferðaskipsins Maxim Gorky. B. Skírnarfonti úr Kirkjuvogs- kirkju frá 16. öld. C. Ankeri úr gömlu timbur- skipi. 12. Deilur sköpuðust um veit- ingastað á árinu, Píanóbarinn, vegna ákveðins máls. Hvaða máls? A. Framlengingu vínveitinga- leyfis. B. Of mikillar froðu í bjór- krúsum. C. Greiðslu söluskatts. 13. Fjölmiðlar fjölmenntu í Svartsengi á árinu þegar merk- ur áfangi varð hjá hitaveitunni. Hvaða áfangi? A. Nýtt mötuneyti vakt- manna. B. Ormat raforkuvirkjun var tekin í notkun. C. Tíu nýjar borholur voru teknar í notkun. 14. Stafnesbændur og afkom- endur þcirra fjölmenntu að rad- arskcrmunum á Stafnesi til að mótmæla ákveðnum aðgerðum á síðasta sumri. Hverju voru þeir að mótmæla? A. Því að olíumenguðum jarð- vegi væri kastað á hauga á Stafnesi. B. Kanínurækt varnarliðs- manna í frístundum við skermana. C. Að kanasjónvarpið nái ekki út fyrir völlinn. 15. Fegurðardrottning Suður- nesja 1989 var kjörin á árinu. Hvað heitir hún? A. Linda Olafsdóttir. B. Elfa Hrund Guttormsdótt- ir. C. Kristín Jóna Hilmarsdóttir. 16. Allir læknaritarar á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja boðuðu veikindaforföll í byrjun árs. Hvers vegna? A. Vírus sem olli hálsbólgu hafði sýkt alla ritarana. B. I mótmælaskyni viðákvörð- un fjárhagsnefndar SSS um ntinni yfirvinnu. C. Vegna lélegraryfirstjórnará Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraðs. 17. Menn töluðu um hugsanleg- an húsnæðisskort í Keflavík á árinu. Hver var ástæðan fyrir þeim vangaveltum? A. Tíðir brunar í 3ja herbergja húsnæði. B. Mikill fólksflótti af lands- byggðinni til Keflavíkur. C. Vegna fækkunar í íbúða- byggingum. 18. Nýársbarn Suðurncsja 1989 fæddist við all sérstakar aðstæð- ur. Hverjar? A. í sjúkrabíl á Reykjanes- brautinni. B. í barnavagni utan við Sam- kaup á föstudegi. C. í foreldrahúsum í Höfnum. 19. Tímamótasamningur var undirritaður milli íslcnskra stjórnvalda og Vatnsveitu Suð- urnesja á árinu. Um hvað var samningurinn? A. Að vatnsveitan annaðist all- ar framkvæmdir við lagningu nýrrar vatnsveitu og rekstur hennar. B. Um að vatnsveitan útvegaði varnarliðinu heitan jarðsjó til slökkviduftsframleiðslu. C. Að Vatnsveitan framleiði Coca-Cola og setji i vatns- kerfið. 20. Víkurfréttir gáfu út veglegt afmælisblað á miðju ári. Af hvaða tilefni? A. Vegna afmælis allra bæjar- búa. B. Vegna kaupstaðarafmælis Keflavíkur. C. Vegna afmælis annars rit- stjóra Víkurfrétta, Emils Páls. 21. Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar mun skemmtistaður einn á Suðurnesjum vera sá ann- ar stærsti á landinu. Hvað heitir staðurinn? A. Félagsheimilið Glaðheimar. B. Stapinn. C. Glaumberg. 22. Æskulýðsráð Keflavíkur hélt uppákomur víða í Keflavík ekki fyrir svo löngu síðan. Við Hafnargötu var boðið upp á tvenns konar veitingar. Hvaða? A. Kakó og kex. B. Vatn og brauð. C. Kaffi og kleinur. 23. Stórframkvæmdir eru fyrir- hugaðar í næsta nágrenni Bláa lónsins í framtíðinni, samkvæmt fréttum á árinu. Hvað stendur m.a. til að gera? A. Koma upp sólarorkubún- aði svo hitastig á ströndinni verði alltaf yfir 30°C. B. M.a. að byggja veitingahús og heilsuþjónustu. C. Búa til nýtt Blátt lón í mal- arnáminu hjá Þormari. 24. Mikil og góð þátttaka var á afmælishátíð Keflavíkurbæjar í íþróttahúsinu í Keflavík í apríl. Hvað er talið að margir gestir hafi komið? A. Um 2000. B. Um 13.256. C. Enginn kom vegna veðurs. íþrötta- GETRAUN Þeir eru margir sem hafa brennandi áhuga á íþróttum og öllu sem þeim tengist. Hvað veist þú um íþróttirnar hér á Suðurnesjum? Við höfum tek- ið saman létta íþróttagetraun með 24 spurningum og eru þrír valmöguleikar við hverja. Nú er bara að sjá hver kunnáttan er og minnið. 1. Hvað hét hinn keflvíski þjálfari IBK í körfunni á síðasta keppnistímabili? A. Jón Kr. Olsen. B. Jón Gunnarsson. C. Jón Kr. Gíslason. 2. Áður en Jón tók við þjálfara- stöðunni var Bandaríkjamaður við stjórnvölinn í þjálfuninni. Hvað hét hann? A. Lee Nober. B. Sandy Anderson. C. Magnús Guðfmnsson. 3. Á árinu var kjörinn Iþrótta- maður Suðurnesja. Hver er hann? A. Sigurður Bergmann. B. Eðvarð Þór Eðvarðsson. C. Sigurður Sigurðsson. 4. Þá var einnig kjörinn Iþrótt- amaður Njarðvíkur. Hver hlaut þann heiður? A. Guðjón Skúlason. B. Teitur Örlygsson. C. Gísli Jóhannsson. 5. Axel Nikulásson, sem nú leikur með KR í körfunni, lék áður með Suðurnesjaliði. Hvaða? A. UMFG. B. UMFK. C. ÍBK.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.